Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 12

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 12
er annað atriði. Kait loft er þvngra en hlýtt og rennur undan halla líkt og vatn, t. d. á svölum nóttum, og heldur sig niður við jörðina í lautum og lægð- um. Þess vegna er ntiklu hættara við næturfrosti niðri í lægðum og á slétt- lendi heldur en uppi í lirekkum og neðanverðum hlíðum. Getur lítill hæðar- munur ráðið úrslitum. Sannast þetta iðulega á kartöflugörðum. Verstar eru mýralægðir; þær geta verið reglulegir „kuldapollar“, t. d. Laugardalurinn í Reykjavík. Garðar uppi í brekkum og giljum verjast oft furðuvel næturfrosti. Kalda loftið þarf að eiga greiða framrás frá og niður úr görðununr og lægðun- um. Þéttur veggur ofan við garð í brekku getur veitt köldu lofti, sem ofan hall- ann kemur, frá honum. Séu þéttir veggir umhverfis garð í halla, þarf að liafa rauf á veggnum að neðan, til þess að kalda loftið geti runnið niður úr hon- um líkt og vatn. — í nýlegri enskri bók, sem fjallar um veðurfar og garðyrkju (S. A. Searle og L. P. Smith: Weatlierwise Gardening) er þetta mál rætt og birtar teikningar til skýringa. Teikningin sýnir kuldapoll. Kalda loftiÖ slreymir að úr öllum áttum og safnast fyrir i lægðinni, en heldur siðan áfram að kólna. Nýtt kuldamet Dagblaðið Þjóðviljinn skýrði nýlega frá því, að 25. ágúst 1960 hefði mælzt 88.3 stiga frost á Celsíus í veðurstöðinni Vostok á Suðurskautslandinu, og er það 0.9 stigum lægri lofthiti en áður hefur mælzt lægstur við yfirborð jarðar. 12 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: