Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 22

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 22
þeim tínia, þegar sólin er hæst á lofti, klukkan 12. Frá sólaru[)[jkomu og allt fram að hádegi gerir ekki betur en ársprotinn haldi lengd sinni óbreyttri, og það er ekki fyrr en um kl. 20, að vöxturinn nær hámarki. Jafnvel eftir að rnyrkt er orðið af nóttu og fram yfir miðnætti er verulegur vöxtur í árssprot- anum. Það er fyrst við sólarupprás, að liann stöðvast því sein næst. Ekki hafa verið gerðar neinar mælingar hér á landi, er staðfesti þessa skemmtilegu og nærri dularfullu niðurstöðu, eða hrindi henni. En svo vel ber athugunum Mork’s saman í þessu efni, að vafalítið má teljast, að árssprotar trjánna, a. m. k. grenitrjánna, hagi sér víðast svipað þessu, og þá einnig á okkar landi. ÞYKKT ÁRHRINGA. Eins og kunnugt er, bæta trén árlega á sig viðarlagi undir berkinum. Eru jiessi lög kölluð árhringar, og má m. a. sjá af þeim, hve gamalt tréð er. Þessi viðarlög eru yfirleitt mjög þunn, ekki nema nokkrir millimetrar, sjaldan 1 sentimetri. En vegna þess er skiljanlegt, að mikla nákvæmni þurfi til þess að mæla daglegan vöxt jieirra, hvað þá' breytingu frá einni klukkustund til ann- arrar. Þetta hafa menn þó reynt, og þeim hefur lánazt það, a. m. k. að vissu marki. En eins og við munum sjá, koma hér erfiðleikar nokkrir og truflanir til greina. Með því að festa jjráðarenda í trjábol og vefja þráðinn síðan einu sinni eða oftar utan um tréð, má mæla ummál þess allnákvæmlega, en út frá því má reikna þvermálið. Ef lausi endinn á þræðinum er festur við síritandi mælitæki, líkt og Mork gerði þegar hann mældi lengd árssprotans, má fá línurit af þver- málsbreytingum trésins yfir allan sólarhringinn. Það mun hafa verið í Þýzka- landi, sent menn gerðu fyrst þessar mælingar. Það kom þá í ljós, að árhring- arnir voru í rauninni ekki alltaf í vexti, heldur breyttist þykkt þeirra yfir sólarhringinn. Snemma á morgnana náðu árhringarnir mestu [jykkt sinni, er úr því fóru þeir bókstaflega að þynnast og héldu því áfram fram yfir kl. 15. Þá fóru þeir að þrútna á nv og héldu jjs'í áfram lram að sólarupprás næsta morgun. Vöxturinn kom aðeins fram í því, að viðurinn gildnaði að jafn- aði dálítið meira á kvöldin en hann rýrnaði á morgnana. Hér á landi hefur fengizt staðfest- ing á J)ví, að þykkt árhringanna á sitkagreni breytist á mjög líkan hátt og þessar mælingar benda til. Síðari hluta sumars 1959 gerðu starfsmenn skógræktarstöðvarinnar í Fossvogi dag- legar árhringamælingar á tveimur sitkatrjám, að tilhlutan okkar Hauks % af sólarhringsvexti 100/\ 100/ \ Þykkt /50 \árhrings kq 0 \ / 0 KI.6 12 18 SO 2. mynd. 22 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: