Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 32

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 32
UR BREFUM í Karabiskahafi, M.T. Hamrafell, 27. 6. 1960. Síðastliðinn vetur baðstu mig að senda þér línu, ef ég yrði var við óvenjuleg fyrirbrigði á ferðum mínum. Því vil ég ekki láta hjá líða, að skýra frá eftirfar- andi, þótt ekki sé skylt veðurfræði. Laust eftir kl. 9 að kvöldi þess 24. þ. m. (eftir skipstíma), Jtegar Hamrafell var statt á 27.30°N 56.30°V, kallaði loftskeytamaður til mín og spurði, hvort ég vildi sjá flugskeytaskot frá Canaveralhöfða. Þegar ég kom tít, veitti ég fyrst eftir- tekt ljósrák upp frá hafsbrúninni í vesturátt. Breidd rákarinnar var um það bil jöfn þumalfingri á útréttri hendi. Hún var björtust í miðju, daufari til hliða, en hafði þó greinilega endamörk. Hún dofnaði einnig upp á við, og var horf- in í h. u. b. 30 gráða hæð. Nokkru ofar á loftinu, og í framhaldi af ljósrákinni kom ég auga á lýsandi hlut, sem geystist austur eftir. Hann var vel greinilegur með berum augum, en ljósmagn þó miklum mun minna en t. d. Pólstjörnunnar. Hlutur þessi var um- lukinn björtum hring, eða þó e. t. v. fremur sporbaug, um tvær fingurbreiddir. Hann fór yfir lengdarbaug skipsins kl. 0017 GMT 25. júní í h. u. b. 60 gráða hæð í suðurátt. Vindur var ANA 1—2, skyggni mjög gott, loftvog 1023. Á lofti voru einstaka þunnar breiður netjuskýja, sennilega leifar cumulus congestus dagsins. Daghiti var 27°, loftraki ekki áberandi. í fyrstu taldi ég, eins og loftskeytamaðurinn, að hér væri um að ræða flug- skeyti eða gervihnött „made in USA“, en þegar Washington ekki minntist á nýtt, velheppnað skot í fréttum sínum næstu tvo daga, fór ég að draga í efa réttmæti þessarar ályktunar. Sennilega hefur þú skýringu á fyrirbrigðinu, og væri fróðlegt að fá að heyra álit þitt þegar ég kem heim um miðjan júlí. Vinsamlegast, Sverrir Þór. Ath.: Hinn lýsandi og hraðfara hlutur hefur efalítið verið einhvers konar flugskeyti, hvort sem það hefur heppnazt vel eða misheppnazt. Bjarminn í vesturátt gæti hafa verið sverðbjarmi, sem oft sést á þessum slóð- um. Set ég hér til gamans hina sígildu lýsingu Jónasar Hallgrímssonar í stjörnu- fræði Ursins: „Enn fremur fylgir sólinni bjarmi sá, er vér köllum sverðbjarma af lögun hans (zodiakal-lyset). Sézt hann bezt um heiðskírar nætur á vorum, þeg- ar sólsett er, og á haustum fyrr en sól kemur upp. Ljósbjarmi þessi nær langt frá sólu út í himingeiminn, og það svo skiptir milljónum mílna. Hér á Norð- 32 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: