Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 21

Veðrið - 01.04.1960, Blaðsíða 21
Sólskin, þurrkur og trjágróður Svo er sagt, að Heimdallur, eitt af goðum fornmanna, lieyrði gras gróa og ull vaxa á sauðum. Er því líklegt, að mönnum hafi þótt það guðdómleg og eftir- sóknarverð gáfa að bera svo gott skynbragð á leyndardóma náttúrunnar. Nú á dögum rannsaka menn allt, sem þeir komast höndum undir, og þótt þeir lilusti ekki beinlínis eftir gróðrinum, þá mæla þeir hann þó. Þegar bezt lætur, getum við séð dagamun á vextinum. En það láta menn sér ekki nægja. Þeir vilja vita hvernig vöxturinn breytist frá einni klukkustund til annarrar. Og þar sem það er kunnugt, að gróður er framar öðru liáður veðri, er mönn- um hugleikið að vita, hvort ekki megi skýra daglegar breytingar vaxtarins með veðráttunni, sólfari, regni, hita og þar fram eftir götunum. Ég skal nú lítillega skýra frá athugunum á því, hvernig trjávöxtur breytist eftir tíma sólarhringsins, en síðan mun ég freista þess að sýna fram á orsakir þessara breytinga, en þar kemur veðrið til skjalanna. LENGD ÁRSSPROTA. Arssproti nefnist árlega hæðaraukning trjánna. Er hún allbreytileg, en verð- ur oft 30—50 sentimetrar. Þar eð þessi lenging fer oft fram á 100 sumardögum eða skemmri tíma, getur daglegur vöxtur vel orðið l/2 sentimetri. Ef unnt er að mæla árssprotann upp á brot úr millimetra, er því auðvelt að finna vöxtinn á hverjum klukkutíma dagsins. Norski skógfræðingurinn Elias Mork gerði fyrir 20 árum mjög athyglisverðar mælingar á árssprotum grenitrjáa í Noregi. Hann festi þráð í toppinn á árs- sprotanum og batt hinn enda þráðarins við arm á mælitæki, þannig að armur- inn hreyfðist, þegar árssprotinn lengdist. En um leið hreyfði armurinn penna upp eftir pappírsblaði, sem færðist til hliðar með jöfnum hraða. Þegar blaðið var komið framhjá pennanum, mátti því sjá á því línurit, sem sýndi nákvæm- lega hvernig hæð ársprotans hafði breytzt eftir tíma sólarhringsins. Til þess að tréð haggaðist ekki fyrir vindi og trufiaði þannig mælinguna, varð Mork að reisa kringum það trégrind, og efst í henni kom hann fyrir hinu síritandi mælitæki. Á fyrstu mynd, hér við hliðina, má sjá á heilu línunni hvernig lengd ársprotans breytist að jafnaði yfir sólarhringinn í Hirkjölen í Noregi. Það er eftirtektarvert, að sprotinn lengist alls ekki mest á lilýjasta tíma dagsins, um kl. 14, og enn síður á VEÐRIÐ --- 21

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1960)
https://timarit.is/issue/298349

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1960)

Aðgerðir: