Veðrið - 01.04.1975, Side 18
Vegatunga i Biskupstungum: Þann 27. gerði slæmt áhlaup með kafaldsbyl og fennti
fé á nokkrum bæjum. Einn bóndi dró milli 30—40 kindur lifandi úr fönn, en
annar 4 dauðar og er líklegt að meira bafi farist.
Jaðar í Hrunamannahreppi: Þann 27. var mikil snjókoma og rök. Fé fennti alf-
víða og sums staðar drápust kindur í fönnum.
Leirubakki i Landssveit: Stormur og snjókoma þ. 27. Fennti fé liér á Leiru-
bakka og Gaitalæk. Einnig bross og fé annars staðar í sýslunni. Fannir eru
þykkar og ekki öli kurl komin til grafar.
Hella ú Rangárvöllum: Þann 27. gerði hér slæma norðan liríðargusu, með þeim
allra verstu, sem hér koma. Nokkrir skaðar urðu í veðri þessu og misstu bændur
nokkur hross og kindur, aðallega með þeim hætti að það hrakti í læki og skurði.
Búð i Þykkvabœ: Október hefur verið yfir það heila mildur hér í sveit, ef frá eru
taldir sólarhringarnir 26. og 27., sem var afleitt veður. Fé hrakti og fennti.
Nokkuð fórst af hrakningi og vosbúð í skurðum.
ÓF/ERÐ, VEGASKEMMDIR OG SKRIÐUFÖLL
Flestir fjallvegir urðu ófærir í veðri þessu og sums staðar varð þungfært í
byggð, t.d. á Snæfellsnesi og í Árnes- og í Rangárvallasýslum. Úrfelli var víða
mikið, og mældist sólarhringsúrkoma að morgni þess 28. yfir 50 mm á 11 veður-
stöðvum, mest 133,8 mm á Dalatanga, 130,3 mm á Kvískerjum og 100,2 mm á
Kambanesi. Hefur ekki í annan tíma mælst svo mikil úrkoma á einum sólahring á
Dalatanga frá því að veðurathuganir hófust þar árið 1938. Urðu af þessum sökum
ýmsir skaðar.
Á Vestfjörðum féllu margar snjó- og grjótskriður í Óshlíð á veginn milli Bol-
ungarvíkur og Hnífsdals. Aðfaranótt þ. 29. varð maður þar fyrir steinkasti og beið
bana.
Hinum megin ísafjarðardjúps varð stórhlaup í Dalsá á Snæfjallaströnd þ. 28.
og skemmdi það veg og brú. Úrfelli var mjög mikið á þessum slóðum og mældist
sólarhringsúrkoma þá um morguninn 57.0 mm í Æðey.
Úrhellisrigning olli miklum vatnsflaumi og vegaspjöllum á Austurlandi
dagana 27.-29. október. Rann víða úr vegum, en sums staðar voru þeir á
kafi í vatni. Var ástandið einna verst í Reyðarfirði. Á Eskifirði urðu skemmdir
á götum, aurskriða féll á verkstæðishús, vatnsstraumur gróf undan ófullgerðu
íbúðarhúsi og tveir bílar fóru á kaf í aur. Miklar aurskriður féllu á veginn
f Hvalnes- og Kambaskriðum milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur.
Þ. 27. var víða hið versta veður á Suðurlandsundirlendi, og á Þrengslavegi
fauk lítill fólksbíll fyrir áætlunarbíl og skemmdust báðir mikið. Miklar tafir
urðu á mjólkurflutningum og skólum var lokað vegna veðurofsa.
1 8 -- VEÐRIÐ