Veðrið - 01.04.1975, Side 18

Veðrið - 01.04.1975, Side 18
Vegatunga i Biskupstungum: Þann 27. gerði slæmt áhlaup með kafaldsbyl og fennti fé á nokkrum bæjum. Einn bóndi dró milli 30—40 kindur lifandi úr fönn, en annar 4 dauðar og er líklegt að meira bafi farist. Jaðar í Hrunamannahreppi: Þann 27. var mikil snjókoma og rök. Fé fennti alf- víða og sums staðar drápust kindur í fönnum. Leirubakki i Landssveit: Stormur og snjókoma þ. 27. Fennti fé liér á Leiru- bakka og Gaitalæk. Einnig bross og fé annars staðar í sýslunni. Fannir eru þykkar og ekki öli kurl komin til grafar. Hella ú Rangárvöllum: Þann 27. gerði hér slæma norðan liríðargusu, með þeim allra verstu, sem hér koma. Nokkrir skaðar urðu í veðri þessu og misstu bændur nokkur hross og kindur, aðallega með þeim hætti að það hrakti í læki og skurði. Búð i Þykkvabœ: Október hefur verið yfir það heila mildur hér í sveit, ef frá eru taldir sólarhringarnir 26. og 27., sem var afleitt veður. Fé hrakti og fennti. Nokkuð fórst af hrakningi og vosbúð í skurðum. ÓF/ERÐ, VEGASKEMMDIR OG SKRIÐUFÖLL Flestir fjallvegir urðu ófærir í veðri þessu og sums staðar varð þungfært í byggð, t.d. á Snæfellsnesi og í Árnes- og í Rangárvallasýslum. Úrfelli var víða mikið, og mældist sólarhringsúrkoma að morgni þess 28. yfir 50 mm á 11 veður- stöðvum, mest 133,8 mm á Dalatanga, 130,3 mm á Kvískerjum og 100,2 mm á Kambanesi. Hefur ekki í annan tíma mælst svo mikil úrkoma á einum sólahring á Dalatanga frá því að veðurathuganir hófust þar árið 1938. Urðu af þessum sökum ýmsir skaðar. Á Vestfjörðum féllu margar snjó- og grjótskriður í Óshlíð á veginn milli Bol- ungarvíkur og Hnífsdals. Aðfaranótt þ. 29. varð maður þar fyrir steinkasti og beið bana. Hinum megin ísafjarðardjúps varð stórhlaup í Dalsá á Snæfjallaströnd þ. 28. og skemmdi það veg og brú. Úrfelli var mjög mikið á þessum slóðum og mældist sólarhringsúrkoma þá um morguninn 57.0 mm í Æðey. Úrhellisrigning olli miklum vatnsflaumi og vegaspjöllum á Austurlandi dagana 27.-29. október. Rann víða úr vegum, en sums staðar voru þeir á kafi í vatni. Var ástandið einna verst í Reyðarfirði. Á Eskifirði urðu skemmdir á götum, aurskriða féll á verkstæðishús, vatnsstraumur gróf undan ófullgerðu íbúðarhúsi og tveir bílar fóru á kaf í aur. Miklar aurskriður féllu á veginn f Hvalnes- og Kambaskriðum milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Þ. 27. var víða hið versta veður á Suðurlandsundirlendi, og á Þrengslavegi fauk lítill fólksbíll fyrir áætlunarbíl og skemmdust báðir mikið. Miklar tafir urðu á mjólkurflutningum og skólum var lokað vegna veðurofsa. 1 8 -- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (01.04.1975)
https://timarit.is/issue/298377

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (01.04.1975)

Handlinger: