Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 05.01.1961, Qupperneq 17

Vikan - 05.01.1961, Qupperneq 17
 Uj ‘\ýrj i* . . 1. Þið takið ferhyrnda servíettu. 2. Brjótið svo servíettuna í horn, þannig að frá neðri og efri rönd sé um 2 cm bil. 3. Brjótið hornið, sem þá liggur ofan á, einu sinni um. Látið brotið samt ekki ná alveg niður að neðstu rönd. 4. Snúið servíettunni alveg við og brjótið vinstra og hægra horn alveg að miðju. 5. Brjótið hliðarnar aftur að miðju á saman hátt og þið gerðuð áðan. 6. Snúið servíettunni aftur við, þá snýr hún eins og upphaflega. 1. Þið hafið ferkantaða servíettu fyrir framan ykkur og brjótið vinstri og hægri hlið inn að miðju. 2. Svo brjótið þið servíettuna saman um miðjuna og látið brotnu hliðina snúa inn. Þá er servíettan orðin að ræmu jafnstórri öðrum helmingi í fyrsta broti. 3. Finnið, hvar miðjan er í ræmunni, og brjótið hliðarhlutana að henni. 4. Endana, sem þá lafa niður, brjóíið þið tvisvar um, þannig að þeir nemi við neðstu röndina og þá brjótið þið þá upp á. 5. Takið um báða endana, beygið þá sam- an og festið þá saman, þannig að þið stingið hægri endanum í vinstri. 6. í miðjuna getið þið svo lagt brauðsnúð eða nafnspjald. Skemmtileg vetrartízka en gömul Fyrir utan loðhúfur og loðkraga, hefur myndast skemmtilegt smá- atriði í sambandi við vetrartízkuna í ár. Það eru legghá stígvél með hælum. Það er ekki svo ýkjalangt síðan hver einasta kona átti svona stígvél, munurinn er bara sá að þessi eru ekki með rennilás, eins og þá tíðkaðist. Aftur á móti hafðir á þeim hnappar eða eitthvað smá- vegis og stundum er hællinn hafður í öðrum lit eða efni. Það þarf ekki að taka það fram að hællinn er mjór, eða eins og nú tíðkast að hafa hann. Stígvél þessi eru úr öllum efnum, rússkinni, leðri og gúmmí og við viljum eindregið mæla með því að þetta sé skynsamleg tízka, þar sem þetta er hlýtt og kemur í veg fyrir kuldabólgu á ökklunum og því sérstaklega þarflegt fyrir þær sem ekki nota síðbuxur svo neinu nemur. VIKAN. 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.