Vikan


Vikan - 12.01.1961, Síða 9

Vikan - 12.01.1961, Síða 9
Verðlaunin: „KIEV-r mjndavél Verðmæti kr. 18.000 KIVE-A myndavélin er talin fullkomnust þeirra véla er Rússar framleiða og ekki eru bein- línis ætlaðar fyrir visindaleg störf. KIEV-A hefur öll hin helztu tæknilegu atriði, sem kraf- ist er af fullkominni myndavél og bezt sézt af upptalningunni á hinum tæknilegu atriðum hér til vinstri. KIEV-A er gerð fyrir 35 mm. filmu, hún er mjög létt og fyrirferðarlitil og fallegur gripur þar að auki. Með KIEV-A er hægt að fá aðdráttarlinsur og víðhornslinsu og það margfaldar möguleika vélarinnar. Það er liægt að taka á hana hvort sem er litmyndir eða Svart-hvítar myndir og hún er mjög auðveld í meðförum, jafnvel fyrir hyrjendur. Tæknilegar upplýsingar: 1 — hraðastillir, 2 — gikkur, 3 — myndaieljari, 4 — íjarlægðarstillir, 5 — stillir á „óendanlegt“, 6 — gróp fyrir myndsjá, 7 — filmuvinda, 8 — auga fyrir myndstillingu og fjar- lægðarmæli, 9 — „flash“-tenging, 10 — linsulosari, 11 — linsufesting, 12 — dýptarstilling, 13 — fjarlægðar- stilling, 14 — linsa, 15 — Ijósops- stilling, 16 — stuðningsspeldi, 17 — sjálftakastillir, 18 — sjálftökugikk- ur 19 — auga fjarlægðarmælis, 20 — ólarauga, 21 — myndteljarastill- ing, 22 — bakþekja, 23 — bakþekjur lás, 24 — filmspóluleysari, 25 — myndstillingarauga. GETRAUNIN: Úr bókstofunum til vinstri er hægt að búa til alþekkt íslenzkt karlmannsnafn. Skrifið nafnið á getraunaseðilinn. Haldið getraunaseðlunum saman og sencið þá í einu lagi þegar getrauninni lýkur. En athugið að tveim stöfum er ofaukið. IDQIIBIIIBBIIBHRI Ljósmyndun er mjög vinsæl tómstundaiðja og með Kiev-A myndavél er ha-gt að taka myndir við alls konar aðstæður. Það er auk þess mjög listræn iðja að taka góðar myndir og það skerpir eftirtekt manna fyrir þvi sem fagurt er. Meðfylgjandi mynd er tekin á Kiev-A myndavél og sýnir þrjá gamla bátá og einn þeirra sókkinn. Himin- inn speglast vatninu og það er eins og bátarnir fljóti i skýjunum. vikaní 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.