Vikan - 12.01.1961, Qupperneq 14
José Riba hljómsveitarstjóri er fimur í fingrunum við fleira en
hljóðfæraleik: Þennan stól smiðaði hann án þess að hafa áður
spreytt sig á húsgagnasmíði.
Riba býr uppi á fjórðu hæð, og þaðan er útsýni yfir allan bæinn hið innra.
A svölunum hefur hann útbúið eins konar stofu með sérstökum húsgögnum.
Þeir menn eru öfundsverðir, sem geta smíðað sjálfir, segir fólk. Það er
ekki vandi fyrir þá að eiga fallegt heimili. Það kostar ekki svo mikið efnið,
en ef kaupa á smið til að smíða hlutinn eða kaupa liann fullbúinn í búð,
þá verður annað uppi á teningnum. —
Það er að vísu fólginn nokkur sannleiksneisti i þessum skoðunum, en þeir,
sem geta sjálfir, eru bara miklu fleiri en halda mælti. Oftast vantar viljann
til framkvæmda, en liann dregur, sem kunnugt er, hálft hlass, ef ckki meira.
Alvarlegra vandamál er aðstaða til smíðanna og verkfærakostur. Til þess
að búa til einfalda hluti þarf þó ekki fjölskrúðug verkfæri, og reynslan mun
sýna, að menn hafa oftast einhver ráð með húspláss til einfaldra smíða, ef
vilji er fyrir hendi. Við höfum heimsótt mann, sem nýlega hefur lokið við
að koma sér upp ibúð í sambýlishúsi og lagt stóran skerf til innréttingar
hennar sjálfur. Hann hefur auk þess smíðað húsgögn eftir þörfum.
Þessi maður er José Riba, kunnur maður úr skemmtanalífi Reykjavíkur
sem hljómsveitarstjóri á ýmsum skemmtistöðum undanfarin tíu ár. Hann er
Spápverji að ætt og uppruna, kom hingað til lands 1933, náði sér i konu og
fluttist síðan aftur til Spánar. Þar stundaði liann hljóðfæraleik fram til 1950,
að hann fluttist alkominn með fjölskyldu sína til íslands og hefur nú numið
land við Kleppsveg. Riba sagðist að vísu hafa verið í eins konar iðnskóla
á Spáni og fékk þar nasasjón af smíði, en hann telur, að hann hafi staðið í
sömu sporum og hver annar byrjandi, þegar hann fékk þá hugmynd að smiða
sjálfur eldliúsinnréttinguna. Hann byrjaði auðvitað á því að teikna hana, og
Framh. á bls. 32.
AÐ VILJA
ÞAÐ ER AÐ GETA
Armstólana í miðri
stofunni hefur Riba
sjálfur smíðað og sömu-
leiðis stólinn við glugg-
ann. Sófaborðið er að
nokkru hans verk; hann
notaði sem uppistöðu
gamalt, spænskt borð-
stofuborð.
Uús
»g
húsbúnaður
— Ég teiknaði eldhúsinnréttinguna, og svo
hugsaði ég og hugsaði, þar til hárið fór að t
detta af höfðinu. — Og nú er eldhúsinn-
réttingin komin upp og er hin fegursta.