Vikan - 12.01.1961, Side 24
Okkar á milli ságt
„Ein óhamingjusöm átján ára“.
Ef þú ert alveg viss um að þú elskir Þröst
þá áttu að skrifa honum eða komast einhvern-
veginn í samband við hann. Þú verður að
athuga það að það var þin ósk að upp úr
slitnaði ykkar á milli, engin furða þótt hann
yrði að lokum leiðnr á að ganga á eftir þér.
þó skil ég vel hik þitt, sem á rætur sinar að
rekja til afstöðu foreldra þinna, en það er ekki
sanngjarnt né réttlátt að dæma Þröst og láta
hann gjalda föður sins. Þvi miður sannast
þarna máltækið —„Syndir feðranna koma nið-
ur á börnunum". P
Láttu nú hendur standa fram úr ermum,
— reyndu að ná aftur sambandi við Þröst —
ég efast ekki um að hann verður glaður, verlu
svo góð við hann — og ykkur mun vel farnast.
í þeirri von kveð ég þig og óska þér alls góðs.
Aldís.
GóSa Aldls.
Ég er giftur maður og á eitt barn. Ég feröast
mikið vegna vinnu minnar og nú hefi ég kynnst
konu sem er mér allt.
Hún er líka gift og á tvö börn, við höfum
reynt að hætta að hittast, en okkur tekst það
ekki. Nú iifum við aðeins fyrir þær fáu ham-
ingjustundir sem við getum átt saman.
Hvernig sem ég reyni get ég ekki sýnt konu
minni þá ást sem hún ætlast til af mér, og
verð að neyða mig til að sýna henni bliðu.
Ætti ég að gera hreint fyrir mínum dyrum
og fara af heimilinu? Ég ætti mjög erfitt með
það.
Viitu Aldís min, birta þetta bréf, því að það
hljóta að vera fleiri menn i sama báti.
Einn i erfiðleikum.
Svar:
Jú, jú, þetta er bæði gömul og ný saga,
og eitthvert hugboð hefi ég um hvernig hún
muni enda. Spá mín er sú ar fyrr eða seinna
muntu fá nóg af „vinkonu“ þinni. Vegna þess
hvað hjónabandið er sterkt munt þú snúa
aftur til fjölskyldu þinnar sem alvörugefnari
og lífsreyndari maður. Þessi þín „stóra ást“
mun þá standa þér fyrir hugskotssjónum sem
stundargaman. Þess vegna skalt þú binda endi
á þetta ævintýri núna, þó að þið takið það
nærri ykkur, svo ekki hljótist meiri óham-
ingja af fyrir tvær fjölskyldur.
Innilegar kveðjur.
Aldís.
2. verðlaunakrossgáta VIKUNNAR
Vikan veitir eins og kunnugt er verðlaun fyrir
rétta ráðningu á krossgátunni. Alltaf berast marg-
ar lausnir. Sá sem vinninginn hefur hlotið fær
verðlaunin, sem eru:
100 KRÓNUR.
Veittur er þriggja vikna frestur til að skila
lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólf 149,
merkt „Krossgáta".
Margar lausnir bárust á 49. krossgátu Vikunn-
ar og var dregið úr réttum ráðningum.
ÞORSTEINN BARÐASON, Skaftahlíð 11,
Reykjavík,
hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja þeirra.
á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33.
Lausn á 49. krossgátu er hér að neðan.
= = s k r 1 ö d ý r i 6 = 6 = =
s = k a i n = ö i = £ e .y m = =
CX p 1 ri ii = a e a .1 u i i a = =
Ti i 1 i ó 0 = U = <5 1 £ a n = =
ð á V e i = e r a 1 1 a r i = k
6 e 1 i a = e ð i a = r í s 1 a
ð a n a i <5 ð u r p 6 = a = ó k
1 = ó u e = = f r 0 s k u r a t
a f a X á s = e = k = <5 f 1 n u
= e = <5 t a m i n i m b a k = s
6 t a i =. i 6 g a = e a s a t 3
m a c u r = a ð = V a i t r a u
e r i ð a s t a ð u r
= = = = b á k n = i a = e i e t
Hev glögg eruð þið.
Hér eru tvær eins myndir, að því er virðist.
En neðri rnyndin er frábrugðin þeirri efri í
sjö atriðum. Reynið nú að finna þessi atriði,
og verið ekki lengi. — Lausnin er á bls. 29.
24 VIKAN