Vikan - 12.01.1961, Qupperneq 25
Útgcfandl; VIKAN H.F.
Rititjórl:
Cfsll Slgurðsson (ábm.)
Auglýsingastjóri:
/óhannes jörundsson.
Framkvæmdastjórl:
Hllmar A. Krlitjámson.
Rltstjórn og auglýslngar; Skipholtl 33.
Sfmar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149.
Afgrelðsta og dreiflng: Blaðadrelflng,
Mlklubraut 15, síml 15017. Verð I lausa-
sölu kr. 15 Áskrlftarverð cr 200 kr. árs-
þriðjungslega, grelðist fyrlrfram. Prent-
un: Hllmlr h.f. Myndamót: Rafgráf h.f.
:: 4
Þið fáið Vikuna í hverri viku
/ næsta blaði verður m. a.:
> „Stéttaskipting eykst stöðugt meðal unga fólksins,“
segir ung Menntaskólastúlka í viðtali við Vikuna, þar
sem margt ber á góma, sem allir verða ef til vill ekki
sammála um.
4 Einvígið. — Saga eftir R. C. Hutchinson.
4 Verðlaunagetraunin. Annar þátturinn birtist næst og
í boði er rússnesk myndavél, 18000 kr. að verðmæti.
4 Vandkvæði. — Smásaga um Rósa í Dal eftir Einar
Kristjánsson á Akureyri.
4 Hús og húsbúnaður: Er þetta svipmót næstu tíu ára?
Myndir og grein um húsgögn frá ýmsum löndum og
nýjum stíl í uppsiglingu.
4 Bölsýn ung skáld. Myndir og frásögn frá ungskálda-
kynningu í Háskólanum.
4 Fordæmi og viðvörun. Grein eftir Dr. Matthías um
hin góðu fordæmin og áhrif þeirra.
4 Ertu myrkfælinn? Nokkrir borgarar, ungir og gamlir
spurðir spjörunum úr.
HVAÐA TVEIR ERU EINS.
Þarna synda sjö fiskar í einni skál, og eins og þið sjáið á
teikningunni eru þeir ekki allir eins, það er að segja tveir af
þeirn eru alveg eins. Reynið nú að finna tvíburana.
Dóra litla bakaði átta eins kökumenn, en gallinn var bara sá, að
aðeins tveir þeirra voru nákvæmlega eins. Reynið nú að finna út
hverjir þeir voru?
HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apríl): Ef þú tekur ekki
á þig rögg og reynir að endurskipuleggja vinnuað-
ferðir þínar, er hætt við að það komi þér illilega í
_______ koll í næstu viku. Hætt er við að þú hlaupir á þig
umhelgina, en ekki er ástæða til Þess að taka það
eins nærri sér og þér hættir til. Þér græðist fé í vikunni og
virðist þurfa lítið fyrir því að hafa. Heillatala 5.
NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Stjörnurnar telja
þér hollast að láta í ljós óánægju sína yfir því, sem
lengi hefur kvalið þig. Farðu samt varlega í sakirn-
ar og varastu að særa vini þína. Þú skalt í þessari
viku varast að blanda þér í mál, sem þér eru óvið-
komandi, nema þú sért spurður álits. Þú hefur undarlegt vald
yfir einum kunningja þínum, en þú verður umfram allt að var-
ast að misbeita ekki þessu valdi. Heillatala kvenna 4, karla 8.
TvíburamerkiÖ (22. mai—21. júní): Hætt er við, að
lausmælgi — ef til vill Þin — verði til Þess að koma
illindum af stað. 1 fyrri viku lofaðir þú vini þínum
einhverju, og nú ert þú að reyna að komast hjá því
að þurfa að standa við þetta loforð. Þetta má fyrir
alla muni ekki verða. Varaztu að haga þér öðruvísi en samvizka
þin býður þér á föstudaginn.
KrábbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Hætt er við að
þú takir að Þér verkefni, sem þú ert alls ekki fær
um að ráða fram úr einn. Þú verður að sætta þig
við það — en þú hefur satt að segja allt of lítið vit
á þessu máli. Þú lendir í skemmtilegu ævintýri ein-
hvern tlma í vikunni — og er ekki örgrannt um, að Þar eigi
Amor hlut að máli. Það má Því segja, að þetta verðj einkar
ánægjuleg vika, einkum þó fyrir konur. Heillalitur blátt.
' LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Þú átt í stríði við
umhverfið þessa dagana, líklega einungis vegna þess
hve þú hefur komið klaufalega fram gagnvart yfir-
boðara þínum. Þú getur ráðið bót á þessu með hæ-
verskri framkomu og einlægni. Þér verður freistað
illilega um helgina, og enda þótt Þú sért þér fyllilega meðvit-
andi, að þú megir ekki falla í þessa freistingu, verður þú að
taka á öllum þínum kröftum til þess að forðast hana.
Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú hefur undan-
farið látið þig dreyma um einhverja breytingu á hög-
um þínum, og í vikunni gefst þér tækifæri til Þess að
láta verða af því. Smáatvik verður til þess að gefa
þér þetta gullvæga tækifæri, og þú verður að beita
skarpskyggni til þess að eygja tækifærið. Framkoma þin gagn-
vart nokkrum kunningjum þínum hefur ails ekki verið til
fyrirmyndar. Heillatala 7. Heillalitur rautt.
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú ættir að reyna
að viða að Þér þekkingu á fleiri sviðum. 1 þessari
viku gefst þér einmitt tækifæri til þessa, en hætt er
_______ við, að þú sért það sjálfvæginn, að Þú veigrir þér við
því. Þú ferð að líkindum að heiman í nokkra daga,
og verður það þér til mikillar ánægju.
Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Reyndu umfram
allt að forðast að skipta Þér að erjum, annað hvort i
fjölskyldunni eða meðal kunningja þinna. Málið
leysist smátt og smátt af sjálfu sér. Þig hefur lengi
langað til þess að endurnýja kunningsskap við vissa
persónu, og í þessari viku skaltu láta verða af því, ef það á
ekki að verða um seinan. Stjörnurnar eru ástföngnu fólki mjög
hliðhollar í þessari viku. Heillatala 5.
Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Hætt er við, að þú
þorir ekki að horfast í augu við staðreyndirnar i því
máli, sem átt hefur hug þinn undanfarnar vikur. Þú
verður að kunna að taka smávægilegu mótlæti. Ef
þú athugar málið, muntu komast að því, að þú hefur
sannarlega enga ástæðu til Þess að kvarta. Stjörnurnar vilja í
þessu sambandi benda þér á, að þú vorkennir sjálfum þér allt
of mikið og sérð ekki ljósu hliðar lífsins sakir þess.
________ GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú skalt forðast
öll bréfaviðskipti, sem ekki eru beinlinis nauðsynleg,
því að hætt er við að Þú sjáir síðar meir eftir þvi,
sem þú skrifar i þessari viku. Hætt er við að þú of-
metir persónu, sem þú kynntist fyrir skemmstu og
ætlist til of mikils af henni. 1 síðustu viku lofaði maður nokkur
að aðstoða þig í vissu máli, en nú er hætt við að hann bregðist
þér illilega. Heillatala 8.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þessi vika er
ekki hentug til nokkurra breytinga, né heldur er þér
ráðlegt að ráðast í nein ný verkefni. Þú verður að
láta hverjum degi nægja sina þjáningu, og ef þú
getur gert þér mat úr smáævintýrum, verður vikan
mjög ánægjuleg. Þú kynntist fyrir skemmstu manni, sem gæti
orðið þér að ómetanlegu liði í þessari viku. Þú skalt ekki vera
feiminn við að leita til hans. Heillalitur grænleitt.
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Vikan verður
mjög ánægjuleg, einkum þó fyrir ungt fólk. Á
fimmtudag verður þú að vera vel á verði, svo að þú
missir ekki af gullnu tækifæri. Líklega verður þú
og einn kunningi þinn að breyta áformum ykkar
nokkuð, en það gæti jafnvel orðið til þess að þið komizt að því,
að þetta mál má leysa á mun auðveldari hátt en þið hélduð.