Vikan


Vikan - 05.10.1961, Page 14

Vikan - 05.10.1961, Page 14
Elskar mig, — elskar mig ekki ... — Það er ekki gott að vita. Hann getur áreiðanlega fullvissað þig um, að hann geti ekki lifað án þín, að þú gerir hann alveg viti sínu fjær, — en meinar hann það? Þú vilt gjarnan trúa þessu, en geturðu treyst orðum hans, eða leynist efi í hjarta þínu? Notaðu tækifærið, og svaraðu nokkrum nærgöngulum spurningum, alveg eins og þú mund'- ir spyrja baldursbrána samkvæmt gamalli þjóðtrú: Elskar mig, — elskar mig ekki ... Þennan spurningaleik höfum viB gert úr garði sem nokkurs konar spil, og geta spilendur verið eins margir og verkast vill. Þetta er mjög einfalt og blátt áfram. Teiknið upp á b.að 19 karlá i röð. Merkið þá með töiu- stöfunum, og byrjið á nr. 1. Hver spilandi fær lítinn tening, sem flutt- ur er eftir köflunum. Reglurnar eru aðeins þær, að fyrir fram verður maður að lofa að hugsa sig vel um fyrir hverja spurningu og svara hrem- skilnislega. Óskhyggja er bönnuð. 1. Hefur hann sagt, að hann elski Þig? Ef svo er, þá máttu flytja þig á nr. 3. Ef svo er ekki, verðurðu að vera kyrr á sama stað. 2. Hefurðu heilsað upp á fjölskyldu hans? Já. Þú mátt færa Þig um einn reit. — Nei. Kyrr á sama stað. 3. Fer hann með þig hvert sem er og kynnir Þig vinum sínum? Já. Flyttu þig um einn reit. — Nei. Kyrr á sama stað. 4. Segir hann þér frá framtiðar- áætlunum sínum, og reynir hann að koma þér fyrir 1 þeim? Já. Flyttu þig um tvo reiti. — Nei. Færðu þig um einn reit aftur á bak. 5. Ertu viss um, að Þú sért honum meira virði en vinir hans og jafnvel fjölskylda? Já. Flyttu þig áfram um tvo reiti. — Nei. Vertu kyrr. 6. Vill hann vera með þér hvern einasta dag? Já. Flyttu þig um einn reit. — Nei. Flyttu þig um einn reit aftur á bak. 7. Hefur hann áhuga á erfiðleikum þínum, ef þeir eru einhverjir? Já. Flyttu þig um einn reit. — Nei. Flyttu þig um einn reit til baka. 8. Gortar hann af Þér eða sambandi þínu við annað fólk? Já. Flyttu þig fram um tvo reiti. — Nei. Flyttu þig um einn reit til baka. 9. Talar hann mikið um fyrri ást- arsigra sína? •Tá. Kyrr þar sem þú ert. Nei. Flyttu þig um einn reit. 10. Geturðu hiklaust sagt það, að Elskar mig elskar mig ekki hann fari öðruvisi og betur með þig en nokkra aðra manneskju? Já. Flyttu þig um tvo reiti. — Nei. Kyrr á sama stað. 11. Gefur hann í skyn, að Þú sért sú eina, að með Þér vilji hann eyða lifinu? Já. Flyttu þig um tvo reiti. — Nei. Kyrr á sama stað. 12. Þegar þið eruð saman í boði, er hann þá fjörugur og skemmtileg- ur án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir þvi, og á hann auðvelt með að hlusta á og tala við aðra? Já. Flyttu þig um tvo reiti. — Nei. Flyttu þig um einn reit aftur á bak. 13. Leiðist þér hann nokkurn tíma? Já. Flyttu þig um tvo reiti til baka. — Nei. Kyrr á sama stað. 14. Reynir hann að finna Það bezta í þér, og hefur hann áhuga á Þér sem manneskju? Já. Flyttu þig um einn reit. — Nei. Kyrr á sama stað. 15. Er hann leyndardómsfullur? Ef svo er, þá vertu kyrr á sama stað. Ef hann er opinskár, þá flyttu þig um einn reit. Það er enginn vafi á því, að kirkju- klukkurnar hljóma bráðlega í eyrum þér, ef þú ert við fimmtándu spurn- ingu komin á reit nr. 18. Það lítur út fyrir, að þið eigið mjög vel saman. Ef þú ert við fimmtándu spurningu komin á 15. eða 16. reit, er þetta áreiðanlega réttur piltur, sem þú ert með. Þú ert bara ekki örugg með sjálfa þig. Taktu hlutunum rólega, og láttu tímann leysa úr þessu. Ef þú ert við fimmtándu spurn- ingu á 12. reit eða þar í nálægð, er ólíklegt, að hann sé mjög hrifinn af þér. Hugsaðu þig vel um, áður en þú tekur nokkra ákvörðun. Ef þú ert fyrir neðan 12. reit: Þú heldur kannski, að þú sért ástfangin af honum, en hann er að minnsta kosti ekki ástfanginn af Þér. -Ar ;a HLAUPAG SELUF Algeng sjón á Melavellinum fyrir 12 árum: Óskar Jónsson kemur í mark í 1500 m. hlaupi ca. 60—80 metrum á undan keppinautunum. Fyrir rúmum áratug var ísland stórveldi á vettvangi frjálsra iþrótta, eða allt að því. Þá voru hér í einu fjórir eða fimm menn, sem hlaupa hundrað metrana vel undir ellefu sekúndum og áhugi fyrir þessum málum var þá miklu meiri en nú er að þvi er virðist. Blöðin kyntu undir áhuganum og iþrottasi'our og jafnvel fréttadálkar blaðanna gerðu þá miklu meiri mat úr einstökum afreksmönnum, en nú tíðkast. Það er líka að mörgu leyti eðlilegt. Áhuginn dofnar, þegar getan minnkar. Nú eru þeir menn sem gerðu garðinn frægan fyrir tíu árum, flestir hættir þátttöku í æfingum og keppni og aðrir komnir í staðinn. Af einhverjum ástæðum virðast íþróttamenn halda öltu skemur út hér en erlendis og þess eru mörg dæmi, að Grunnteikning af einni íbúðanna í Álftairtýri, sem Óskar bygg1- ir og selur fokheldar. r jjl! ' W c : f' . XX1. xzS lítXY j : 14 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.