Vikan


Vikan - 05.10.1961, Page 18

Vikan - 05.10.1961, Page 18
Þessi fallega dragt er prjónuð úr sléttu prjóni og er tvílit. Pilsið og jakkinn eru ljós, en peysan og jakkinn að innan eru dökk og koma dökkar bryddingar út á boðunga jakkans. Prjónuð föt eru mikið í tízku þetta árið og má segja að nú nái peysutízkan hámarki. Og það eru ekKi eingöngu peysur sem eru prjónaðar heldur einnig kápur, kjólar, dragtir, húfur og ótal margt fleira. Prjónuð föt eru mjög klæðileg og þægileg og mega allir vera ánægðir meðan þau eru í tízku og sérstaklega þar sem auðvelt er að búa til sjálfur. Hérna á síöunni eru nokkrar myndir af nýjustu prjónatízkunni í Prakklandi og eru hér allar tegundir af prjóni, en það sem er samt alvinsælast núna er nokkurs konar netprjón af mörgum gerðum. Mikið tíðkaðist í sumar að peysur væru örlítið flegnar og stutterma, en vetrarpeysurnar eru þykkar og grófar og langerma. Og eins og síðastliðinn vetur eru kragarnir miklir og háir og mikið um húfur, sem eiga við þá. SUóiopcysn Hér er uppskrift af fallegri og ein- faldri skólapeysu. Efni 4—600 gr af grófu, spengdu garni. Einnig má vinda saman tvo liti af fíngerðara garni eða jafnvel lopa. Ath., að litirnir fari vel saman. Mynstur: sléttprjón, slétt frá réttu og brtigðið frá röngu. Brugðningur: 1 I. sl. og 1 1. br.; næsta umferð þannig, að slétt prjónast yfir slétt og brugðið yfir brugðið. 11 lykkjur prjónaðar 16 umf. slétt- prjóni mælast 10 ciií. Bakstykki: Fitjið upp 56 1. á prjóná nr, 7, og prj. 11 sl. og 11 br. 5 cm. Prjónið síðan sléttprjón, þar til Stk. mælist 35 cm. Fellið þá af fyrir handvegi, 2 1. 2 sinnum, 1 1. einu sinni. Prjónið áfram, þar til 20 cm mælast frá handvegséirtöku. Fellið af fyrit' öxl- um, 5 1. 1 byrjun næstu 6 umferða. Fell- ið af 16 1., sem eftir eru, i einni umferð. Framstykki: prjónast eins og bak- stykki, þar til það mælist 35 cm. Fellið þá af fyrir handvegum, og skiftið stykk- inu um leið í tvo jafna hluta, og prjón- ast annar lilutinn fyrst. Takið úr 2 1. við hálsmálið í 4 bv. umferð 8 sinnum. Á vinstra stykki prjónast 5. og 6. siðustu lykkjurnar saman, en á hægra stykki prjónast 4. og 5. 1. sl. saman. Ermar: Fitjið upp 26 1. og prjónið 5 cm brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br. Prjónið síðan sléttprjón. Aukið út 1 1. hvorum megin á hverjum 6. og 8. hv. prjóní 7 sinnum. Þá eru 42 1. á prjón- inum. Þegar ermin mælist 38 cm, er fellt af báðum megin þannig: 2 1. 3 sinnum, 1 1. 8 siitnum. Lykkjurnar 14, sem eftir erii felidar af i einni umferð. Pre'ssið öll stk. mjög laust frá röngu. S’aumið hægri axlarsaum saman. Takið upp 75 1. i hálsmálið þannig að draga garnið frá röngu á réttu með prjóninum, en taka elcki upp lausa lykkjuhelminga. I.átið lykkjurnar verða jafnmargar á báðum helmingum, annars gæti hálsmálið orðið skakkt. Prjónið nú'þessar 75 1. 4 cm brugðn- ing, prjónið 2 1. saman sitt hvorum megin við miðlykkjuna, í annarri hv. umferð. Fellið af. Saumið saman hliðar, — axlar — og ermasauma með aftursting. Saumið ermarnar í. Pressið laust frá röngu yfir saum- ana, ef með þarf. ★ Þetta er falleg rauð peysa prjónuð með sléttu prjóni. Úrtakan í handveginum er sérstaklega skemmtileg og einnig stroffið. 1B VIKAK

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.