Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 2

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 2
Rjóð í vöngum... Kæra Vika! Ég er mtð óvenjulega rauða húð á andlitinu, sem er alveg hræðilega Ijótt. Ég hef notað allskonar krem við þessu, en ekkert dugir. Mér hef- ur verið sagt að leita til læknis. Get- ur þú sagt mér hvaða læknis ég ætti helzt að fara til eða gefið mér eitthvert annað ráð? Með kæru þakklæti fyrir, Guliý. — — — Pósturinn treystir sér ekki til að gera upp á milli þeirra lækna,. sem. hafa. húðsjúkdóma sem sérgrein — þeir eru vafa- laust allir góðir — en ef þeir kunna að bregðast, er ég hrædd- ur um, að lítið tjói að leita til Vikunnar. Ástleitinn fyllikall . . . Kæra Vika. Ég er alveg viss um, að þú getur gefið mér ráð, sem dugir. Ég hitti stundum á höllum og svoieiðis strák, sem ég er dálítið hrifin af, og ég held, að hann sé líka hrifinn af mér. Ég sé hann bara svo sjaldan, nema þegar hann er með víni — og þá flangsar hann alltaf utan í már og segist elska mig og svoleiðis. Vin- konur mfnar segja, að það sé ekkert aðl marka karlmenn, sem segjast elska mann, þegar þeir eru fullir. Heldurðu að það geti bara ekki ver- ið að hann þori ekki að segja það við mig nema fullur? Ég sé hann næstum aldrei ófullan. Finnst þér ég ætti að hringja í hann, eða á ég bara að biða róleg? Ég þoli ekki þessa óvissu lengur. Svaraðu mér helzt fljótt, Prinsessan. --------Það er nokkuð til í því, sem þessar vinkonur þínar segja. En gerir þú þér grein fyrir þvf, að þú þelckir ekki „prinsinn“ þinn nema fullan? Ef þú getur haldið honum mátulega kenndum það sem eftir er ævinnar, ætti þetta að geta blessazt, en þú mátt sem sagt vera við hinu versta búin, ef skyldi fara að renna af honum. Þú skalt ekki hringja í hann, heldur bíða róleg. Svindl . . . Kæra Vika. Ég fór á Hótel Borg fyrra kvöldið, sem norrænu fegurðardisunum var stillt upp til sýnis, borgað mínar 45 krónur og varð að kúldrast við borð úti í horni. Ég get svo sem sætt mig við það. En þegar líða tók á kvöldið, var sýnt, að ógerlegt myndi að fylla húsið, svo að það ráð var tekið að hleypa mönnum inn endurgjalds- laust. Er þetta leyfilegt? Ég hef ennfremur rekið mig á þann leiða sið á veitingahúsum hér í bæ, að menn sem beinlínis stunda ekki veitingastaðina, eru alltaf út- undan. Ég hringdi í ágætt veitinga- hús hér í bænuin fyrir skemmstu, til þess að reyna að fá borð fyrir okkur hjónin. Mér var sagt, að borð væru tekin frá klukkan níu. Allt i lagi — klukkan á slaginu niu fer ég beint til yfirþjónsins á staðnum, til þess að panta horð. Nei, þvi miður, allt upppantað — og salurinn var hálffullur enn. Ég var ekki fastur kúnni, svo að ég varð að sætta mig við orðinn hlut. En ég á dálitið bágt með að sætta mig við svona þjón- ustu. — Það er kannski litið við þessu að gera, en mér finnst rétt, að því sé komið á framfæri. Með þökk fyrir birtinguna, Reykvíkingur. --------Þetta er líklega allt sam- an leyfilegt, að lítið við þessu að gera, eins og þú segir, en það skilja allir hvert þú ert að fara, FRJÁLST VAL! Loksins hefuz bílainnflufningurinn verið gefinn frjáls. Nú er vandinn sá að velja rétta bílinn. En það er alltaf jafn VANDALAUST AÐ VELJA RÉTTA TRYGGINGA- FÉLAGIÐ. Borgartúni 7. — Símar: 18602 - 18603 — 11700. Forsiðan Snillingurinn er nýkominn heim frá París og hefur efnt til málverka’- sýningar í því tilefni. Þetta er við opnunina og sýningargestir dást á- kaft að snillingnum. Hann er hins vegar hafinn þó nokkuð hátt yfir þetta „dót“, sem í hans augum eru nánast nytsamir sakleysingjar og hann hefur boðið þeim til þess eins að þeir keyptu eitthvað af þessum upphöfnu verkum hans. Snillingur- inn getur að sjálfsögðu leyft sér að ganga eins og útburður til fara og hann gerir sig gáfulegan á svipinn þegar hann talar við „snobbið“ um nýjustu listastefnur í París, hverra ávextir sjást á veggjunum að baki. Blessað fólkið veit að sjálfsögðu ekkert, hvaða skoðun það á að hafa á þessum hlutum. Það vill ekki koma upp um sig — af því þetta er nú einu sinni fínt fólk ____ 0g þess- vegna er bezt að látast vera dálítið hrifinn, jafnvel bregða fyrir sig ó- ræðum slagoröum, sem notuð eru um þessa hluti. Og síðast en ekki sízt: það er kona listmálarans, sem er næst til hægri. Hann náði í hana í París. Halldór Pétursson teiknaði myndina. jl. 2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.