Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 13
haft tíma til að taka Það alvarlega, svaraði ég. — Ástin er til í ýmsum afbrigðum, sagði hann. — Ég skil ekki alveg hvað þú átt við. — Ég á við, að til sé hrein og fög- ur ást, og þar að auki ást sem gerir mann ölvaðan, brjálaðan. Og þegar slík ást nær tökum á þér, gamli minn, ertu búinn að vera —- Þá er engin leið að snúa við. Mér leið dálítið óþægilega, en á hinn bóginn gat ég auðvitað ekki rið- ið mína leið og látið hann eftir. Þá ástæðu notaði ég að minnsta kosti til að afsaka það að ég sat og hlustaði eftir beztu getu. — Ég heillaðist daginn sem ég sá hana í fyrsta sinn og ennþá er ég töfrum bundinn. — Er það Wyndham? spurði ég. Hann virtist brjóta heilann ræki- lega. — Nei, sagði hann að lokum. Hann skiptir engu máli. Það er ég sjálfur — þessi tilfinning mín gagn- vart henni — því ef ekki væri þannig komið fyrir mér, skyldi ég umsvifa- laust kasta honum á dyr og sjá hon- um fyrir fari beinustu leið til Afríku. — Getur þú útskýrt nánar hvernig tilfinningar þinar gagnvart henni eru? — Það er nákvæmlega eins og ég sagði — hún gerir mig ölvaðan. Ég er veikur af þrá til hennar, þannig að ég hef ekki verið með sjálfum mér síðan ág hitti hana. Ég er svo and- skotaiega háður henni að ég þori ekki að finna að hegðun hennar með einu orði, hvorki varðandi Wyndham, þennan 'bjánalega dýragarð, Afriku- ferðirnar eða nokkuð annað. Ég er dauðhræddur um að hún yfirgefi mig, og er þakklátur fyrir minnsta merki af hennar hálfu um hollustu við mig. — Þetta 'hljómar illa. Heldur þú ekki, að einmitt Þetta viðhorf þitt til hennar geti að fullu tortímt ást hennar til þín? Kona á borð við Cozenku hefur áreiðanlega ekki mik- ið til að gefa ístöðulausum aumingj- um. Hann leit á mig með vanþóknun sakir einfeldni minnar. — Ást henn- ar til mín? Aulinn þinn — hún er ekki til. Hún hefur aldrei verið til. Það sagði hún mér þegar ég elti hana um hálfan heiminn og sárbað hana að giftast mér. En ég var reiðubú- inn að gera mér að góðu hvaða smá- ræði sem var, ef hún aðeins vildi gefa mér tækifæri. — Ég hygg að þú hafir misskilið þetta allt saman, sagði ég. — Hvað hefur þú fram að færa til sönnunar því að hún elski þig ekki? — Ertu blindur? Littu á mig. Ég veit hver ég er. Hávaðasamur kauði, alls ekki hennar manngerð. En ég hef eignazt firn af peningum, og fyrir Cozenku eru peningar álíka mikil- vægif og loftið, sem hún andar að sér. Ég lyfti hendinni í mótmælaskyni. — Bíddu nú aðeins . . . En hann óð elginn áfram. — Ég veit hvernig hún kemur þér fyrir sjónir, Marty. Nákvæmlega eins og öllum karlmönnum, sem hún er ekki gift — sem falleg, blóðheit kona, en það er bara ytra borðið. I raun- inni tekur hún allt sem hún getur fengið án þess að gefa nokkuð í stað- inn. — Hvers vegna horfist þú ekki í augu við sannleikann og útrýmir henni úr lífi þínu? Skildu við hana. Kauptu þig lausan. Þú hefur efni á því að gera skilnað eftirsóknarverðan fyrir hana. — Já, það hef ég — fjárhagslega séð, en það er ekki þar sem skórinn kreppir að. Ég get það einfaldlega ekki. Ef ég sendi hana á brott myndi ég falla henni til fóta og sárbiðja hana um að koma til mín aftur — áður en hún væri horfin mér úr augsýn. Þessi var þá orsökin til þess, hve blindur hann virtist vera gagnvart Wyndham. Hann óttaðist að Cozenka kynni að yfirgefa hann, ef hann hætti að taka á henni með silkihönzkum. — Hertu upp hugann, Bender, sagði ég. Það eitt er víst, að þin að- ferð leysir ekki þetta vandamál. Ég hygg að hún geri aðstöðuna enn verri. . . Hann hafði þörf á allri þeirri hvatn- ingu, sem hægt var að láta honum í té, og hann greip með hjartnæmum ákafa um hálmstráið, sem ég rétti honum. — Er þér alvara? —- Það hefði ég haldið. En flanaðu ekki að neinu. Hugsaðu málið vand- lega, og komir þú ekki auga á mis- tök þín, skaltu ferðast eitthvað í burtu og þrauthugsa málið einu sinni til. Þú kemur niður á fæturna, trú mér til. — Þetta hljómar ekki svo asna- lega. — Og gleymdu þessari vitleysu um að líf þitt sé í hættu. Hún ruglar þig bara í ríminu. Hann reis snögglega upp. — Það getur verið. Fyrirgefðu Marty, það var ekki ætlun mín að hrúga áhyggj- um minum á þínar herðar. — Þú þurftir að trúa einhverjum Framhald á bls. 34. á mér. Og ekki heldur gráu frumunum mínum að vera morðingjanun aðhláturs- á hreyfingu - já alveg áreiðanlega VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.