Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 15
9 Á stríðsárunum bax allmarga sendimenn þjóðverja að landi vlð Austfirði. Síimir þeirra voru íslendingar, sem neyttu þessara bragða til að komast til lands- ins, en Bretar voru vantrúaðir á skýr- ingar þeirra. 1 fJSllnBUB, Bem teygja aig út & hrern skaga á Austfjörðnm, var viSa hægt að fela sig. Stakk hann þá bögglinum undir hálsmálið á perysu sinni. Var svo haldið meS alla menn- ina út til herskipsins. En um leið og fyrirliði fanganna átti að fara upp í herskipið, steig hann upp á þóftu i bátnum og var sem hann léti sig falla aftur á bak i sjóinn. En áður og meðan hann var að falla, veitti Helgi Jónsson þvi eftirtekt, að hann var að hagræða einhverju í buxnavasa sinum, er datt i sjóinn. Náði Helgi f veski, er flaut upp með bátnum og tók yfirforinginn við þvi. Þegar búið var að hjálpa mann- inum upp i bátinn, hafði hann orð & þvi, að það væri hált á b&tnum. Föngunum var nú komið upp á herskipið og þeir látnir standa þar 1 röð aftur á. Sáu Borgfirðingarnir yfirforingj- ann ganga að þeim og veifa veskinu ögrandi framan 1 fyrirliða fanganna og stinga þvi svo niður. Að þessu loknu bað foringinn Borgfirðingana að draga fyrir sig bát í land. Væru á honum 6—8 menn frá herskipinu. Fóru sex þeirra rak- leitt inn i Grjótbrekkur, eftir slóð foringjanna, og komu von bráðar berandi alls konar farangur, ýmist i kössum, pokum eða pökkum, og voru fluttir um borð með það. Undruðust foringjarnir, hve mik- inn flutning fangarnir gátu flutt með sér á jafnskömmum tima 1 annarri eins ófærð og jafn langa og erfiða leið. Var sagt, að i farangri þeirra hafi verið allskonar tæki og þar á meðal sundurskrúfuð vélbyssa, en mat- væli hafi verið lítil sem engin. Að skilnaði þökkuðu foringjarnir Borgfirðingunum mjög alúðlega fyrir góða fylgd og alla aðstoð þeirra, greiddu þeim svo hæfileg timalaun, eins og upp var sett. Héldu svo hvorir sína leið. Um fangana er það vitað, að aðeins fyrirliði þeirra var Þjóðverji, en hinir tveir íslendingar. Jafnskjótt og komið var með þá til Seyðisfjarð- ar var sent skip með þá til Reykja- víkur til yfirheyrslu. Þaðan munu þeir hafa verið sendir til Englands i fangabúðir. En ameriski yfirfor- inginn var óðara hækkaður í tign fyrir þetta afrek sitt. SAGNIR UM ÚTILEGUMENN. Þannig segir séra Ingvar frá. Og margskonar sagnir flugu um Aust- firði og viðar um handtöku þessara dularfullu manna. Það mátti nokkuð fljótlega renna grun í, að þetta væru sendimenn Þjóðverja. Einmitt um þær mundir skeðu svipaðir atburðir, það er að segja, mönnum var skotið á land til og frá um Austurland, allt frá Langanesi og suður undir Vopna- fjörð. Þeir komu ýmist á kafbátum eða vélbátum og voru sumar þessar ferð- ir ævintýralegar og háskalegar. Voru sendimenn venjulega fljótlega handteknir og siðan geymdir á veg- um hersins. Þeir íslendingar, sem komu i slikum ferðum, gerðu það ekki að gamni sínu eða af spell- virkjalöngun. Þeir báru það flest- ir fyrir rétti, að á striðsárunum hefðu Þjóðverjar boðið þeim tæki- færi til að komast heim til Islands með því skilyrði, að þeir hefðu með sér senditæki til þess að nota í þágu Þjóðverja. Áttu sendimenn að senda skeyti um skipaferðir veður- far og fleira. Margir þessara manna voru i Þýzkalandi á striðsárunum og töldu neitun til slíkra sendiferða mjög við- sjárverða, þar eð með neitun hefðu þeir misst traust Þjóðverja og ættu á hættu að týnast algjörlega í hring- iðu styrjaldarinnar. Af þessum sök- um fóru þeir því i glæfraferðirnar. Var nú farið á kredk til þess að rekja enn betur slóð þeirra þre- menninga og leita farangurs þeirra. Sleðagrind þeirra fannst daginn eftir handtökuna, og var það enn lengra innar i slóðinni en foringj- arnir höfðu komizt. Grindin var ekki merkileg. Hún var slegin saman úr kassafjölum með drögum undir úr blikkdósum. Á grindinni var innpakkaður kassi á borð við stóra ferðatösku, með járngrind, sem stiga mátti sem hjól- hest. Var það rafall, sem framleiddi ótrúlega mikla orku. Setuliðið á Seyðisfirði lét senda eftir þessu og fleiru, sem fannst af farangri þeirra félaga. Bendir allt til þess, að þeir hafi verið vel út- búnir. MEIRA AF VARNINGI FINNST. Seinna um vorið var enn gerð leit að farangri fanganna. Kom þá skip frá setuliðinu og var gerð leit í Selvognum, að talið var eftir til- visun fanganna. Skammt frá hellinum fannst nú sendistöðin. Var hún þar í kletta- skúta. Þar fundust einnig tilluktir dunkar með fatnaði í, einnig munað- arvörum og margskonar áhöldum. Þetta var allt grafið niður í möl- ina og steinar lagðir ofan á. Þrátt fyrir þetta var talið, að ekki væri allt fundið. sem hefði fylgt þeim fé- lögum og voru menn enn lengi og oft að leita á slóðum þessum. Selvogur, þar sem þeir þremenn- ingar höfðust við, var eini staðurinn á langri strandlinu, þar sem hægt var leynilega að setja menn á land af skipi, sökum aðdýpis. Var því auðsætt, að vel hafði verið undir- búin landsetning þeirra. Auk þess voru einmitt þarna hellisskútar til þess að hafast við i. Og enn var það, að óviða þar eystra sézt jafnvel til skipaferða og þaðan. Sýnir þetta, meðal annars, kunnug- leika Þjóðverja af landinu. Lyng höfðu þeir félagar rifið til þess að hafa undir sér á hellisgólf- inu. En eftri þetta gusu upp ýmsar sagnir um að þarna hefðu menn hafzt við um lengri tima. Það var til dæmis talið, að „lynglagið í hell- inum benti ótvirætt til þess, að þess hafi verið aflað löngu fyrr, í það minnsta fyrir hálfum mánuði rúm- um eða áður en hann gekk í úr- fellið,“ sem þá hafði gengið undan- farna daga. Þá þótti Austfirðingum margt benda til þess, að Þjóðverjar hefðu haft þarna mann eða menn fyrr á hnotskóg. Rifjaðist þá upp saga af pilti ein- um „af Úthéraði, er fór ofan i Borg- arfjörð skömmu fyrir jólin þennan sama vetur, heyrði óvanaleg hljóð, er hann kom niður i Ósfjallið, nótt- ina, sem hann fór heimleiðis. En er hann fór að skyggnast eftir frá hverju það mundi stafa, sá hann hvar maður hljóp fram og aftur með einkennilegum tilburíSum, á ni(el- hrygg einum þar i grennd. Varð hann þá svo hræddur við sjón þessa að hann hljóp I einum spretti niður allt fjall, án þess að gefa þessu nán- ar gætur. Og þar sem engir höfðu verið á ferð um nóttina á þessum slóðum, en hann einn til frásagnar, var þetta skoðað sem hugarburður og því ekki trúað.“ Þetta rifjaðist þó upp nú eftir handtöku þremenninganna og þótti ekki alveg útilokað, að þarna hefði áður verið einhver njósnari á ferð. Sendistöðin var biluð. Báru fang- arnir það fram, að þeir hefðu sjálf- ir skemmt hana, þar eð þeir hefðu verið ófúsir til þessa leiks. Nokkrum dögum siðar en þetta var, bar það við, að þýzk flugvél sást á sveimi yfir Njarðvíkurfjöll- um,“ eins og hún væri að leita að einhverju, því sumstaðar flaug hún svo lágt að undrum sætti, svo sem innan til i Njarðvíkinni. En að þvi búnu hélt hún inn og suður yfir fjallgarðinn milli Borgar- fjarðar og Héraðs, unz hún hvarf alveg sjónum manna.“ HINIR HANDTEKNU. Vlkur þá að því, sem segir í upp- hafi greinar þessarar, þar sem greint Framhald á bls. 32. tmum 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.