Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 4
Svona, svona, utitöfrú góð. Ekki svona mikiS i einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið í einu en oftar. En þú hefir rétt fyrir þér — maður byrjar aidrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þin hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er NIVEA! Ni>;a inníBeTBur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. CHAMPION 4 VIKAN VIKAM og tsBknin Nýi fólksvagninn - „YW 1500“. Þyrlubátar. Nýtízku flugdrekar. Hjólslangan bætt innanfrá. „VW 1500“. Nýja gerðin af Volkswagen, „VW 1500“, hefur lítið sézt hérna enn. Þetta er hinn ágætasti bíll — „hefur alla liina mörgu kosti venju- legs fólksvagns, en engan af hinum fáu göllum hans. Meðal annars er hann rúmbetri og meira rými fyrir farangurinn, ])ví að auk geymsl- „VW 1500“ rúmar býsna mikinn far- angur, bæði að aftan og framan. unnar að framan, er farangurs- geymsla að aftan, yfir hreyflinum. „VW 1500“ cr 4225 mm að lengd, 1605 á breidd, hæðin 1475 mm og þyngdin 860 kg. Hreyfillinn er 45 hestafla, 1493 rúmsm, þrýstingur 7,2:1. Hraðinn 130 km á klst. Sölu- verð 1 Þýzkalandi 6400 DM. Allur innri frágangur er svipað- ur og i venjulegum fólksvagni, vand- aður en ekki neitt óhóf. Að ytra út- liti er „VW 1500“ stílhreinn og þokkalegur, og minnir að vissu leyti á venjulegu gerðina. Og það er full- yrt, að á meðal þeirra kosta, sem hann hefur tekið að arfi frá þeirri eldri, sé sá, að hann fari með af- brigðum vel á vegi, ekki hvað sízt þegar greitt er ekið. Þyrlubátar. S'íðustu árin hafa orðið miklar breytingar á gerð og jafnvel lögun smærri skipa og báta. Áður hefur litillega verið minnzt hér á barða- bátana, sem margir telja að mjög muni ryðja sér til rúms á næstunni. Og nú verður sagt frá nýrri gerð hraðbátanna svonelndu, seni eru á- kaflega vinsæiar fleytur eriendis, einkum á víkum og vogum við bað- staði, og ekki með öllu óþekktir hér nú orðið. Hingað til hafa bátar þessir ver- ið knúnir utanborðshreyflum, og' náð drjúgum skriði eins og nafnið bendir til. Suraar af þessum nýju Með slíkan farþega innanborðs fleytir þyrlubáturinn ekki kerling- um í bókstaflegum skliningi, þótt hann snerti ekki vatnið nema endr- uni og eins. gerðum eru að visu líka knúnar ut- anborðshreyflum, sem verða þó varla kallaðir því nafni í því sam- bandi, þar eð þeim er komið fyrir innanborðs en ekki utan og snerta ekki einu sinni vatnið. Og þegar um er að ræða þyrlubát, af þeirri gerð sem myndin sýnir, er hreyfill- inn meira að segja látinn snúa öf- ugt, og i stað vatnsskrúíunnar, snýr hann fimm metra löngum þyril- spöðum, sem gera hvorttveggja í senn — lyfta honum, svo byrðing- urinn snertir vatnsflötinn ekki nema lítillega, og knýja hann áfram. Þyrlubátarnir kváðu geta náð mikl- um hraða, fyrst og fremst fyrir það hve vatnsmótstöðunnar gætir litið, þvi að þeir snerta vatnsflötinn ekki nema endrum og eins, þegar þeir eru komnir á fullan skrið — fleyta kerlingum, eins og það er kallað, þótt það eigi ekki við um þennan bát; það er sannarlega ekki nein kerling, sem þar er innanborðs. Flugdrekar aftur í tízku. Drekafdlug þykir nú hin skemmti- legasta iþrótt suður í Kaliforniu. Þessi nýja flugdrekagerð er úr nælon og alúmínstáli og hefur i'urðumikið lyftimagn í hentugum vindi. Þá er það líka til, að þyril- vængjur dragi drekann á loft, og er honum síðan stjórnað á svifi eins og venjulegri svifflugu. Enn er það, að litlar svifflugur séu búnar slik- um drekavængjum, og eykur það þá bæði öryggi þeirra og burðarmagn. Loks kvað ekkert yera því til fyrir- stöðu, að nota slíka eða svipaða Framhald á bls. 26. Þarna hefur gamla þjóðsögnin um drekana, sem báru björg í klónum, rætzt í veruleikanum á öld tækrt- innar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.