Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 27

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 27
II T 1 'HiiPioar því hiS kannski Hrútsmerkiö (21. marz-20. apr.): Það er talað illa um þig í þessarri viku, en líttu í eigin barm — það kann að vera, að það sé ekki að ástæðu- lausu. Þú skalt reyna að mætti að leiðrétta þenn- an „misskilning". Fimmtudagurinn getur orðið mikilvægur dagur i lífi þínu, ef þú hagar þér skynsam- lega þann dag og lætur ekki stjórnast af orðum annarra, heldur hugsar málið af skynsemi. ______Nautsmerlciö (21. apr.—21. maí): Það er ein- hver óvissa yfir vikunni, og líklega er það vegna þess, að þú ert undir áhrifum frá annarri persónu og reynir um leið að hegða, þér sjálfstætt. Ást- vinur þinn virðist. ekki með sjálfum sér þessa vikuna, og kann að vera að þú teljir það honum til for- áttu en dæmdu hann ekki of hart, Því að framkoma hans á sér eðlilegar orsakir. Heillatala 6. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þú hjálpaðir vini þínum fyrir skemmstu, en nú er eins og þú lítir of stórt á þig vegna þessa smágreiða og ætlist til of mikils af honum. Þegar maður gerir vini sínum greiða, er maður ekki jafnframt því að ætlast til einhvers af honum — ef þið eruð sannir vinir, kemur það af sjálfu sér. KrabbamerkiÖ (22. júni—23. júlí): Þetta verður Hfremur róleg vika, og ekki gerist ýkjamikið markvert, þótt vikan verði allt annað en leiðin- leg. Þú sýnir einhverjum í fjölskyldunni ekki þá umhyggju, sem hann á skilið. Reyndu að bæta úr skjótasta. Gamall draumur þinn rætist nú, en er það um seinan. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þú nýtur lífs- ins rækilega í þessarri viku, og þú munt skemmta Þér óvenjumikið. Miðvikudagurinn verður sá dagur, sem skiptir framtíð þína næstu vikur mestu, og þá ríður á að halda vel á spöðunum. Eitthvað, sem þér og vini þínum datt i hug I siðustu viku, er alls ekki fallið til að hrinda i framkvæmd í þessarri viku. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23 sept.): Þér leiðist eitthvað þessa dagana, vegna þess að þér finnst ekkert gerast í kringum þig. Þetta er auðvitað mesti misskilningur — þú kannt bara ekki að gera þér mat úr þvi, sem fyrir kemur. Amor kemur eitthvað við sögu þína í vikunni, en ekki stlnga örvar hans djúpt I þetta sinnið. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Það verður einhver til þess að angra þig i vikunnl, en þú skalt láta allt, sem hann segir, sem vind um eyru þjóta, því að þessi persóna kemur þér i rauninni ekki hið minnsta við. Fjölskyldan ger- ir miklar kröfur til þin I vikunni, og nú ríður á að bregðast ekki trúnaðartrausti hennar, þótt áform þin breytlst. DrekamerkiO (24. okt.—22. nóv): Þú mættlr reyna að auka afköst þin á vinnustað — mestur timinn virðist fara i kjánalega dagdrauma. Eitt áhugamál þitt verður til þess að þú færð skemmtilegt tilboð, sem þér er ráðlagt að taka, ef þú hefur nokkurn tima til þess. Bréfaskriftir gætu haft talsverð áhrif á framtið þína. Bogmannsmerkiö (23. nóv—21. des): Þú kynnist skemmtilegri persónu í vikunni, og hefðir þú gott af því að umgangast hana meira. Hinsvegar skaltu ekki vera of uppáþrengjandi, þvi að það gæti orðið til þess að téð persóna fari að forðast þig. Þú virðist ætla að hafa lánið með þér I vikunni'. Um helgina teflir þú á tvær hættur og endalokin verða þér í hag. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þriðjudagur- inn er sá dagur vikunnar, sem skiptir þig lang- mestu. Það gerist margt þennan dag, og e.t.v. tekur þú þá einhverja ákvörðun, sem skiptir þig og ástvin þinn afar miklu. Um helgina gerist eitthvað, sem kynni að varpa skugga á sæluna, en engin ástæða er til þess að taka það of nærri sér. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú virðist lifa allt of tilbreytingalitlu lifi þessa dagana — þú reynir ekki að breyta til, og verður þetta til þess að, þér fer að leiðast lifið. Reyndu að finna þér ný áhugamál, kynnast nýjum vinum o.s.frv. Þú ferð I afar skemmtilegt samkvæmi um helgina, en þá muntu komast að þvi, að þú hefur metið nýja vln of mlkils. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þetta virð- ist ætla að verða afar þægileg vika, og undan- farið hefur þú kviðið fyrir einhverju, sem áttl að gerast í vikunni, en þegar það gerist loks, muntu komast að þvi, að þú varst búinn að gera þér óþarfagrillur. Þessi vika er einkum konum til heilla — ekki sizt ef Þær eru ógiftar. Heillatala 3. m P&RTJ5 CHAPEAU Uuldahúfan Fröken Theodóra Þórðardóttir er í góðu skapi. ... Ekki að undra, segir hún! Ég hef loksins fengið höfuðfat sem ég er ánægð með. Ég er dökkhærð og með brún augu svo ég valdi mér Orange-gula Paris Chapeau kuldahúfu. Ég segi ykkur stúlkur mínar (cdveg í trúnaði) að í síð- asta bréfi frá Birgitte Bardotte segir hún að Paris Chapeau kúldahúfan seljist eins og plöturnar hans Presley og bað mig að skila til ykkar að hver kona sem notaði Paris Chapeau væri smekkleg og listræn. Amor mióar özvum sínum á þær sem bera PARIS CHAPEAU Heildsölubirgðir: UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Laugavtgi 178. - Símar: 3884« - 3T880.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.