Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 43

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 43
heitum ofni (gott við glóðarrist) þar til fleskiS er fariS aS brúnast c.a. 15—20 min. Bornar fram vel heitar meS hökk- uSum lauk, tómatkrafti og sinnepi. Gott aS hafa ávxtadrykk meS niSur- skornum ávöxtum hér meS. ★ Skinnbætur á jakkaermum 2. mynd sýnir, þar sem langa skinnbótin er 1 ögð á jakkaermina, rétta mót réttu. Ermarsaumur jakk- ans og saumur skinnsins látnir mæt- ast. Skinnið látið vera nákvæmlega vídd ermarinnar, og því tyllt niður rúmum 1 cm frá brún. 3. mynd sýnir, að saumað er í saumavél íótbreidd frá brún skinn- bótarinnar. 4. mynd sýnir, að skinnbótin hefur verið brotin inn af jakkaerminni. Laggt er niður við með frekar þéttum og jöfnum sporum. Bezt er að nota skinnanál með þríköntuðum oddi. 5. mynd sýnir, þar sem olnboga- bótin hefur verið saumuð á ermina. Aðgæta þarf að sauma ekki í fóðrið. Skinnbætur á jakkaermum eru mikið í tizku nú. Ef þið eigið gamlan og snjáðan jakka inni í skáp, takið hann þá fram og gerið hann sem nýjan með þeirri aðferð, sem hér er sýnd. Nauð- synlegt er að litur bótanna fari vel við jakkann. 1. mynd sýnir sniðið af bótunum. Sporöskjulaga bótin, 11 cm á breidd og um 20 cm á lengd, saumast á oln- bogann. llanga bótin, 5% cm á breidd og vídd jakkaermarinnar, saumast framan á ermina. Blóm á heimilinu: Um blómlAuka eftir Paul V. Michelsen. Á vorin kaupir fólk gjarnan töluvert af Dahliu- eða Begoniu- laukum, er það sjálft leggur í mold í potta, eða það kaupir blóm- in í pottum í gróðurhúsi. Þessir laukar eru mjög mikið notaðir bæði úti og inni, og er blómfegurð mikil og ríkuleg í öllum regnbag- ans litum. - Laukar þessir blómstra mjög mikið allt sumarið úti, allt fram að frosti, en eru þá teknir inn. E'n laukar, sem hafðir eru inni, geta oft blómstrað með góðri meðferð fram í október og jafnvel lengur. Þegar blómin falla á haustin er bezt að koma pottinum með laukn- um í fyrir í kaldri, þurri geymslu, kjallara eða álíka góðum stað, og geyma fram í febr. marz. Gætið þess aö laukarnir frjósi ekki né verði of þurrir. Þegar tími er til að huga að laukunum eru þeir teknir úr pottinum og skipt um mold á þeim og látnir í gluggann að nýju, og munu þeir þá fljótt fara að spira aftur. ■ýmsar tegundir bióma þarf að geyma á köldum stað yfir vetur- inn, þ.á.m. allar rósir. Þær þurfa hvíldar við yfir veturinn og getur maður þá líka tekið þær úr pott- inum og lagt þær í moldina í garð- inum og þakið með skóflustungu- þykku lagi af mold. Eru þær síð- an teknar upp fyrst i marz, eða þegar frost leyfir, klipptar vel til og pottaðar í góða frjóa moldar- blöndu. Gott er að úða yfir þær fyrstu dagana, meðan brumin eru að opna sig. Ath. að safna og halda þessum leiðbeiningum saman, svo hægt sé að líta á þær, þegar við á. 1181 Nútt útlit Ný tækni /ZZ7 MALMGLUGGAR ‘/i Lækjargötu, Hafnaifirði. — Simi 50022. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.