Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 18
Þessi stúlka er í dökkgrænu felldu pilsi og ljósgrænni peysu. Trefillinn er langur og köflóttur, en köflótt er enn mjög vinsælt. Sokkar og hár- band eru svört. V Vetrartízkan þennan vetur er ein- föld og kvenleg. Hún er að mörgu leyti svipuð tizkunni síðasta vetur og öllum til mikillar ánægju hafa engar rótttækar linur komið til sögunnar eða annað þess háttar. Eiginlega má segja að vetrartizkan hafi tvær hlið- ar. önnur er fjörleg og ærslafull og hæfir vel ungum stúlkum. Hin er bliðari, meira sjálfs sín vitandi og glæsilegri og yfirleitt eru þar þrengri línur. Ef á annað borð á að tala um nýjar linur, er þar helzt að nefna svokallaða klukkulínu, sem litið er frábrugðin beinu linunni, aðaltízkan felst 1 smáhlutum. í sambandi við hárið verða hár- bönd alls ríkjandi í náinni framtið, breið hárbönd í öllum regnbogans litum, svona um það bil 4—8 cm á , breidd. heizt ekki minna en 4. E'inn- ig er mikið um hárskraut, rósir og annað bess háttar. Húfur eru enn hæstmóðins og mest ber á loðhúfum. Hálsmál eru annað hvort fyrir- ferðarmikii og í stíl við húfuna. eða míög látlaus og kannski alls engin. Mik;ð er um Kennedvkraga“^jýns og hann er kallaður En eitt tízku- fyrirbrigði í sambandi við hálsinn fer eins og eldur í sinu um allt og það er trefillinn. Hann hefur aldrei verið eins mikið notaður í vetrartízk- unni og núna. Og Þeir eru hafðir langir. mjög langir, þannig að sumir ná niður á læri, þó vafið sé um háls- inn. Treflarnir eru jafnt notaðir við pevsur, kápur og kjóla. Kjólar eru beinsniðnir og einfaldir, mittið örlítið neðarlega. Mikið er um alveg langar ermar, eða stuttar, allt frá rétt íyi.i xieðan öxlina eða niöur að oinboga. Lítið er um svo- kallaðar kvartermar ,en margar eru í ,,armband length“, það er dálítið fyrir ofan úlnliðínn. Belti eru mikið höfð á kjólum og eru þá bundin laus- lega saman að framan. Pils eru ekki víð og ekki mjög þröng heldur og fylgja þau alveg sömu línu og kjólarnir. Þau eru felid á skemmtilegan hátt, en ekki alltaf plíseruð. Dálítið er um mislita sokka og þelr Þá í dökkum litum. Skór eru allflest- ir með þvertá og mikið skreyttir með slaufum og ristarböndum. Stigvéla- kuldaskór, ef svo mættl að orði kom- ast, eru helztu utanyfirskórnir og tíðkuðust þeir einnig siðasta vetur. Munið að nauðsynlegt er að troða bómull I þvertærnar, annars vilja þær brotna þvert fyrir. Ýmislegt annað smávegis mætti tína til. Hnappar t. d. eru grófir og stórir helzt sérkennilegir. Kögur alls Framhald á bls. 32, Brúnleitur tweedkjóll með prjónuðum kraga. Sniðið einfalt og hugsazt getur og beltið lauslega bundið. er eins 1B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.