Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.10.1961, Qupperneq 21

Vikan - 19.10.1961, Qupperneq 21
Foringjanum tókst það eftir að hafa reynt nokkra lykla. heima, svaraði Dermot, en brá þó. Crawley lögreglustjóri horfði enn út um gluggann. — Hugsaðu þig bet- ur um. Það var laugardaginn fyrir þrem vikum . . . — Laugardaginn fyrir þrem vikum; ég hef áreiðanlega verið heima, svar- aði Dermot, og allir, að Crawley und- anteknum, störðu spyrjandi á hann. — Þú fórst úr bænum klukkan þrjú með áætlunarbílnum . . . — Það er alveg satt. Ég skrapp með Sean Reilly til Rathgiven að heimsækja systur hans. —• Jæja, ég verð að halda áfram, sagði Crawley, kvaddi og hélt á brott. Ned einn tók undir kveðju hans. Kathleen hvessti augun á Dermot. — Hversvegna laugstu að lögreglu- stjóranum? spurði hún. — Ég laug ekki neinu. Við fórum fyrst til Appelbridge, síðan til Rath- given. — Segðu mér sannleikann. Tókst þú einhvern þátt í árásinni? Svaraðu mér. — Hann var með þeim, svaraði systir hans. Dermot sneri sér að henni. — Þeg- iðu, lausmálg. . . — Þú skipar mér ekki að þegja. Ég veit þetta. Einn af kunningjum minum sagði mér það. Kathleen settist við borðið. — Það hvilir bölvun á þessu landi. Bardag- ar og mannvíg — og nú er minn eigin sonur flæktur i þetta . . . Hún sneri sér að manni sínum. Það er þér að kenna, mælti hún. Patrick hallaði sér fram og spýtti i glæðurnar. — Sýnir að það er tögg- ur í honum. Það er timi til þess kom- inn að unga kynslóðin vakni og hlýði kalli ættjarðarinnar. Ég gerði mitt og Vincent sálugi lét lífið fyrir hana. Kathleen reis á fætur, hvessti aug- un á Dermot og mælti titrandi röddu: —• Þú segir skilið við Þessa angur- gapa. Ég vil ekki eiga von á þvi, að þú fallir fyrir byssukúlunum eða rotnir lifandi í einhverri dyflissunni. Ég ól þig ekki til þess. Dermot leit ásakandi á Bellu. — sem byrjaði í síðasta blaði. Sagan verður í sjö blöðum og veiður síðan sýnd í Tripolibíói Þessu kemur þú af stað . . . — Þú mátt sjálfum þér um kenna. Þú, sem ætlar að frelsa Irland og ert genginn í lið með hálfbrjáluðum fífl- um í Duncrana, svaraði Bella. Patrick gamli reis á fætur og lagði höndina á öxl Dermot. — Ég er stolt- ur af þér. Og á meðan ég er húsbóndi á þessu heimili, skal engum líðast að álasa þér, mælti hann með þunga. 11. Neeve stóð fyrir framan spegilinn í hárgreiðslustofunni og ræddi lágt við sjálfa sig. — Nei, Dermot, nei. . . ekki fyrr en við erum gift. Þú verð- ur að hafa einhvern hemil á þér. . . Svo þagði hún andartak. Skyldi hann hafa tekið þátt í árásinni. Það væri ekki nema eftir honum. Einhverja nóttina mundi hann laumast inn til hennar með blæðandi sár á brjóstinu; hún yrði að styðja hann til rekkju, hita vatn og gera að sárum hans. — Þú ert heimsk, Neeve Donnelly, mælti hún við spegilmynd sína. Svo hvarf hún frá speglinum, setti á sig svuntu og fór að sópa og taka til í hár- Framhald á bls. 43. inn hélt uppi vörn fyrir hana. Um hríð þráttuðu þeir um afstöðu kirkj- unnar til stjórnmála yfirleitt, en þó einkum til frelsishreyfingarinnar írsku, sem faðir Sheehy fylgdi heils- hugar. Um kvöldið sat faðir Sheehy fund deildar gelisku samtakana ,í bæn- um, sem einkum voru skipuð ungum mönnum, og höfðu það að markmiði að endurvekja geliskuna sem þjóð- tungu og koma á geliskri menningu. Þar flutti hann harðorða ræðu, þar sem hann fordæmdi meðal annars knattspyrnuna sem óírska, og kvað félagsmönnum nær að iðka forngel- yfli? Undrun Neds var svo einlæg, að Crawley lögreglustjóri fór ósjálfrátt að efast um þann grun sinn, að lið- sveit í þjóðfrelsishernum hefði starf- að um hríð i Duncrana, og Dermot, sem var félagi í gelisku samtökunum og sonur eins af görpunum úr gamla þjóðfrelsishernum, stæði þar fram- arlega. Þeir gengu inn, Kathleen tók Crawley vel og bar honum te, Patrick, Dermot og Bella, sem höfðu verið úti við, komu inn og tóku sér sæti. Crawl- ey sagði erindi sitt og virti Bellu síð- an fyrir sér: — Þarna áttu fallega dóttur, Patrick. Elta piltarnir hana Mi/mrio iska leiki og íþróttir og Þótti mörg- um áheyrendum nóg um ofstæki hans. Að ræðunni lokinni spurði einn þeirra, hvort hann teidi árásir á vopnabúr óþjóðlega íþrótt. Þá brosti faðir Sheehy. — Nei, það er svo sannarlega sú elzta og þjóðlegasta íþrótt, sem við Irar eigum. Og það er leitt, að hún skuli ekki vera stupduð af sam'a kappi nú og áður fyrr meir. . . . Þá brostu Þeir hvor til annars, Dermot og Sean. 10. Ned ók möl i hjólbörum á brautina heim að húsinu, þegar Crawley lög- reglustjóra bar þar að á reiðhjóli sínu. Hann tók Ned tali, kvað það erindi sitt að líta eftir hvort myrkv- unartjöldin fyrir gluggum væru eins og þau ættu að vera; viðurkenndi að þessi myrkvun væri í rauninni hé- gómi einn, en það væri skylda sín að sjá svo um að lögum og reglum væri fylgt. Ned spurði hvort komizt hefði upp hverjir hefðu heimsótt vopna- búrið. Lögreglustjórinn kvað nei við Þvi. — En nú fer að harðna á dalnum fyrir þeim drengjum. Foringi liðsveit- arinnar, sem þar hefur vörð, hefur verið sviptur stöðu sinni og stefnt íyrir herrétt vegna hirðuleysis og vanrækslu. Ned kveikti sér í pípu. — Þá fer nú af mesti frægðarljóminn; það gef- ur til kynna að þeim hafi verið opin leið. . . — Frægðarljóminn, endurtók lög- reglustjórinn, hann fer nú að gerast viðsjárverður. Nú er stjórnin að gefa út lög, sem heimila lögreglunni að taka menn fasta og hafa í haldi, ein göngu fyrir grun um þátttöku í slík- um aðgerðum, eða stuðningi við upp- reisnarsamtökin. Það verður þvi um hóphandtökur að ræða, ef til fleiri árása kemur. — Aldrei mundir þú taka mig fast- an . . . Crawley hugsaði svarið nokkra hríð. — Það er aldrei að vita. Annars geri ég ráð fyrir að honum bróður þínum yrði hættara. — Bróður mínum, mælti Ned for- viða. Hvaða hætta skyldi brezku ríkis- stjórninni geta stafað af sliku dauð- ekki á röndum? spurði hann. —■ Hvort ekki er, svaraði Patrick. Þær eru víst ekki margar, heyhlöð- urnar hérna í kring, sem hún kann- ast ekki við. Ég er að hugsa um að fara að tjóðra hana heima um helgar. Crawley þakkaði fyrir teið, reis á fætur, athugar myrkvunartjöldin fyrir glugganum eins og til mála- mynda, sneri sér síðan að Dermot og spurði hann hvernig honum liöi, og það var eitthvað í röddinni, sem gaf Dermot til kynna að hann skyldi vera var um sig. Crawley horfði út um eldhússglugg- ann. — Hvar varst Þú, kvöldið og nóttina sem þeir heimsóttu vopna- búrið? — Ætli ég hafi ekki verið hérna VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.