Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 39
fram og sendi unga manninum óhýrt auga. — Þetta er hálfviti, sagSi hann fyrirlitlega. — Anna Reedy er látin, sagSi Neeve. Kemur þú á likvökuna? — Geri ráS fyrir því. Hvenær viltu helzt að viS förum þangaS? — 1 nótt, ef þú ert ekki viSbund- inn. — Allt I lagi. Við sjáumst þar þá. — Þetta ætti aS geta orðið eftir- minnileg og fjörug likvaka, rétt eins og þær gerðust í gamla daga, mælti Hannafin um leið og hann reis á fætur og tók af sér skóarasvuntuna. Svo gekk hann til eldhúss. — Settu ketilinn yfir, kona. Ég er að fara á líkvöku, og ég þarf bæði að fá te og heitt rakvatn. . . 12 Það var tveggja mílna leið frá bænum að býlinu, þar sem hin látna lá á fjöl. Nokkurt frost var á, heiður himinn og stjörnubjart. Dermot og faðir hans óku á reið hjólum sinum, Patrick kvaðst ekki mundu staldra lengi við á vökunni, en Dermot kýmdi; þóttist vita að gamli maður- inn mundi reynast þaulsætinn að venju, þar sem einhver gleði var. Þeir gengu inn í eldhúsið; þar sat þegar fjöldi líkvökugesta umhverfis arinstæðið, stórir katlar héngu í hó- böndum yfir eldinum og konur skenktu te. Þeir feðgar dokuðu við i dyrum unz svartklædd kona kom til þeirra og bað þá inn að ganga. Þeir skáskutu sér á milli stóla og bekkja, unz þeir komu inn í herberg- ið, þar sem sú látna lá í rekkju sinni og loguðu kerti á öllum rúmstólpun- um en einnig hafði logandi kertum verið komið fyrir á undirskálum á borði skammt frá. Við höfðagaflinn stóð dragkista með hvítu klæði og á því tveir gylltir kertastjakar. Við höfðagaflinn sátu og grátkonurnar þrjár, vöfðu svörtum sjölum að höfði sér og Þuldu bænir án afláts. Þeir feðgar féllu á kné við rekkju- stokkinn eitt andartak. — Sú hefur verið orðin horuð, hvíslaði Patrick gamli. Svo risu þeir á fætur og héldu fram i dagstofuna, þar sem stúlkur báru gestum veitingar, og var Bella ein á meðal þeirra. Gamall maður sagði frá líkvökum í sínu ungdæmi: — Það var nú likvaka, sem lengi var í minnum höfð. Strákarnir fylltu — Ertu nú viss um það Egill, að auðæfi mín fái á engan hátt komið í veg fyrir hamingju okkar. — Á ég að skilja þetta þannig, að mér sé hér með sagt upp? stórt kerald af vatni, drógu slöan herfi upp að dyrunum og þráttuðu nú um það, hvort Þeir ættu að setja ker- aldið nær dyr.unum, svo Jimmy dytti fyrst ofan í það og siðan út á herfið, eða herfið, svo hann dytti um það og ofan i keraldið . . .“ Fullorðin frænka hinnar látnu vís- aði þeim feðgum tU sætis; McGinnis hnippti í Dermot og bað hann tala við sig áður en hann færi og frænk- an sætti færis og spurði hann lágt, hvort ekki mætti bjóða honum eitt- hvað hressandi, en Dermot afþakk- aði. Hanafin sat við eldinn, reykti pípu sína og sagði sögur, sem vöktu mikinn hlátur, en það var siður á likvökum að segja frá skoplegum at- burðum, sem einhverjir af þeim við- stöddu höfðu lent i, án þess að nefna nokkur nöfn en lýsa þess í stað við- komandi svo þeir þekktust, og vöktu sögur þessar þvi meiri hrifningu, sem þær voru illkvittnari og nærgöngulli. Ekki leiddu þær þó til átaka yfirleitt á Ukvökunni sjálfri, þar eð slagsmál voru eitt af þvi fáa, sem þótti þar óviðeigandi, en oft var sögumanni goldin rauður belgur fyrir gráan á dansleikjum seinna. Hannafin vax viðurkenndur meistari í þessari sagnalist, þótt enn hefði honum ekki hlotnast sú viðurkenning, sem fræg- ust þótti— að vega svo hart að ein- hverjum, að hann gengi brott af Uk- vökunni. Neeve skenkti mönnum te. Þegar hún hellti í bollann hjá McGinnis titrandi hönd hennar svo eitthvað skvettist út á undirskálina, og varð kátína af, en Neeve lét ekki á svör- um standa. — Ég hef margreynt það, sagði einn af hinum yngri mönnum, að hvergi er auðveldara að komast yfir kvenmann en á Ukvökum. Það liggur eitthvað þar í loftinu, sem æs- ir þær. Ég veit þess dæmi, að stúlkur, sem maður mátti ekki koma nærri annars, urðu svo áleitnar og tryUtar á likvökum, að maður komst ekki undan þeim. — Það er Ukið, sem varð öðrum að orði. Þegar þeim verður litið á likið, hugsa þær sem svo, að bráðum verði þær sjálfar liðið lík, og því þá ekki að gefa sér laiusan tauminn meðan má? Þannig leið vakan við glaum og gleði; menn átu og drukku ómælt og það var víst ekki eingöngu kven- fólkið, sem líkvakan hvatti til þess að njóta Hfsins meðan þess var enn kostur. McGinnis gekk til Dermots og mælti við hann í hálfum hljóðum: — Eundur á föstudaginn í hlöðu McAleers. Áríðandi mál. . . — Ég kem, svarið Dermot. —• Þú ættir að Hta inn til líksins. Þar eru þeir i essinu sínu. Dermot reis úr sæti sínu og leit þangað inn. Fjórir menn sátu við rekkjustokk hinnar látnu, tveir sinn hvoru megin, Anna gamla sat uppi, þar eð svæflum hafði verið skotið undir bak henni, og nú spiluðu þeir fjórir þarna póker með Önnu gömlu sem fimmta manna. Það leit út fyrir að Anna gamla græddi, því að nokk- ur hrúga af skildingum lá á lakinu. Dermot spurði Ned bróður sinn, sem var einn þeirra fjögurra, hvar þeir hefðu náð í áfengi, þvi að þeir voru allir talsvert drukkhir. Ned benti honum á litla dragkistu út við vegginn; hafði ein skúffan verið dreg- in út og lágu þar þrjár flöskur af wiskýi. — Frænkan kom hingað inn, og sagðist mundu kæra okkur fyrir sóknarprestinum á morgun, varð Ned að orði. — Ég þekki föður Sheehy það, að ég veit að hann fengi sér sjálfur slag, ef hann væri hérna, sagði sá sem gaf. — Það væri hjónasvipur með hon- um og Önnu gömlu, varð öðrum að orði. Ógerlegt að segja um hvort þeirra væri dauðara. Það er aldrei að Anna gamla fær spil. E'f þessu held- ur áfram ,verður þessi ekki langt að bíða, að hún hafi grætt fyrir útför- inni. — Þeir dauðu munu aftur upp risa, tuldraði einn af pókerspilurunum. Og það mun verða grátur og gnístran tanna . . . — Þegiðu, sagði annar. Ned bauð Önnu gömlu einn lítinn, en hristi höf- uðið og kvað hana í bindindi eins og bróður sinn. En sá er fyrr mælti kvað svo ekki vera, heldur væri Anna gamla svo hyggin, að hún vildi ekki eiga það á hættu að vera að slást úr timburmönnum við sína eigin jarð- arför. — Þeir dauðu munu aftur upp rísa. . . Þegar Dermot kom fram á gang- inn, beið Neeve hans þar. Hún var komin í kápuna og Dermot hneppti henni. — Við skulum koma, sagði Neeve, og bauð honum varir sínar í gamni. M m m i m l| li ■§1 m. f! % •»5 i 31 t VI ’iiS I %. m li ii 'm, m iV^, SlífWi v"5'<ír ■V ii/r.y l W ... y' I n r;v!d M | m ' Í t y,j* ll m £$i ' II n M M m. v?:. ífý. \>> 0 &)' Jy% % Éi ý<t'i Gott og velunnið rúðugler flytur meiri birtu inn í híbýli og vinnustaði. Við flytjum inn og seljum úrvals gler, sem fram- leitt er úr völdu hráefni í fullkomlega sjálfvirkum verksmiðjum. Höfum fyrirliggjandi rúðugler í öllum þykktum og flestum stærðum. Hafið samband við okkur sem fyrst varðandi glerpantanir yðar. Til afgreiðslu nú strax eða síðar. Mars Trading Company Klapparstíg 20. — Sími: 17373. .jylýsuncj t~, VIKA.N 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.