Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 35
HÖRPU
MALNING
//
bezt var á kosið. Miðdegisverðurinn
var ekki síður ljúffengur en daginn
áður, og við kaffidrykkjuna í garð-
inum var svo komið, að Bender virt-
ist hafa gleymt öllum sinum áhyggj-
um. Cozenka sló öll sín fyrri met
sem hin fullkomna húmóðir og sýndi
manni sínum slíka ástúð, að ég sann-
færðist um að grunsemdir hans væru
ekki á rökum reistar.
— Á ég að hafa fataskipti, ástin
min? Á ég að gera mig fallegan fyrir
þig og gestinn okkar og fara I hrif-
andi kvöldkjól?
-—■ Reiðfötin faija þér dásamlega
og ég er viss um að Marty er alveg
á sama máli.
Þannig var andinn, sem ríkti yfir
borðum. Wyndham hafði hægt um
sig og bætti félagsskapinn með frjáls-
legri og heimsmannslegri framkomu
sinni.
Það var Bender, sem stakk upp á
myndinni, klukkutíma langri sögu,
sem við horfðum á i vinnustofu hans.
Hún var tekin i litum og sýndi síðustu
ferð Cozenku, mynd þessi var undra-
verð skrautsýning á ljónum, tígris-
dýrum, sebradýrum, öpum og fílum í
tugatali, og Cozenka og Wyndham
komu fram inn á milli, og ævinlega
þannig, að þeim sjálfum var til sóma.
Cozenka smeygði sér út áður en
myndin var búin. Við horfðum á hana
til enda, en fórum síðan út í húsgarð-
innog biðum húsmóðurinnar þar.
Ég hafði gert mér í hugarlund, að
hún myndi snúa til baka í dýrindis
Parisarskrúða, og hlakkaði þvi mjög
Cozenka stirðnaði upp og Wyndham
þaut á fætur . . .
— Hann æðir um einhversstaðar á
landareigninni, ég veit ekki hvar. Ég
var í minni venjulegu nætureftirlits-
ferð og . . . .
— Þér fóruð inn í skýlið og ertuð
hann, æpti Cozenka. — Þér fylgduð
ekki reglunum, heimski nautshaus-
inn yðar!
— Nei, nei. Ég gerði nákvæmlega
það sama og ég hef alltaf gert —
opnaði dyrnar að skýlinu og lýsti
inn. Þá sá ég að búrið var opið og
pardusinn á brott.
— Kötturinn getur hafa brotizt út,
sagði Wyndham. Þú manst að við
töluðum um að útvega sterkari lás
á búrið.
—■ Þetta er þessum kurf að kenna,
það er ég viss um, þráaðist Cozenka.
—■ Eins og er höfum við engan tíma
til að finna þann seka, sagði Wynd-
ham. Við vitum bæði hvað þarf að
gera. Það er bezt að ijúka því af.
— Nei! æpti hún. Ég vil það ekki.
Ég vil ekki sjá hann skotinn eins og
vesælan strokukött. Það væri sama
og helgispjöll.
Windham hraðnaði á svip. — Þú
hefur á réttu að standa. Það er synd
og skömm. En fremur verðum við að
fórna kettinum en . . .
— Takið þetta rólega, greip Bend-
er fram í. Til þessa hafði hann þagað
og látið sérfræðingana um að ákveða
hvað gera skyldi. En þegar hann sá
Cozenku falla saman, lagði hann
handlegginn utan um hana og yggldi
til komu hennar. E'n ég varð fyrlr/Ksig framan í Wyndham. — Zenka
vonbrigðum .Þegar hún kom, var húnfflelskar köttinn þann arna. Við getum
í reiðfötum eins og áður.
Og tíu minútum síðar var tjaldið
dregið frá úrslitaþætti leiksins.
Sá sem það gerði, var lafmóður
maður sem kom æðandi inn í garð-
inn. Pardusinn, frú Brender! Hann
er strokinn. Búrið er tómt!
ekki gengið út og skotið hann að-
eins vegna þess að þú heldur . . .
— En Peter hefur á réttu að
standa, ástin mín, sagði hún. Ári er
lifshættulegur. Eðli hans segir hon-
um að drepa. Við eigum ekki um
neitt að velja.
Wyndham sló öskuna úr pípu sinni.
— Þið þrjú verðið kyrr þar sem Þið
eruð. Ég geng út og þefa hann uppi.
Ég hlýt að hafa það af á stuttri stund.
— Einn? mótmælti Cozenka. Stund-
um gleymir þú allri varúð, Peter.
— Þetta er karlmannsverk.
—■ Hef ég nokkurntíma staðið mig
verr en aðrir karlmenn?
Wyndham yppti öxlum með þögulli
tilvísan til Benders, sem skildi bend-
inguna. — Þetta er okkar verk, Pete,
sagði hann. Zenka verður hér kyrr
hjá Marty.
Cozenka ljómaði nú öll og rak
Bender rembingskoss. — Nei, þú og
ég, ástin min. Við tvö flygjumst að.
Við skulum finna okkar glæsilega
Ára. Okkar kúlur, og engra annarra,
skulu leggja hann að velli.
Þetta hljómaði eins og ögrun gagn-
vart Wyndham, Bnglengingurinn
yppti aftur öxlum. — Gjarna mín
vegna, sagði hann. Það er best að slá
hann af áður en nokkuð kemur fyrir.
Ég geng vestur fyrir skýlið, en þið
tvö farið austan megin. Fyrr eða
síðar hljótum við að rekast á hann.
Þau hurfu í myrkrið, vopnuð byss-
um og vasaljósum. Ég stóð kyrr,
harðánægður með hæfileikaleysi mitt
til þessa verks.
Ég horfði á eftir ljósdeplunum
þremur og sá þá hverfa meðal runn-
anna, gekk síðan inn í vinnustofuna
til að hressa mig með konjaki. Ég
fann til meiri örýggiskenndar þarna
inn á milli fjögurra stöðugra veggja
en úti í garðinum. Miklu meiri ör-
yggiskenndar — unz ég leit upp og
horfðist beint í augu við pardusinn.
Hann hafði komið inn um glugg-
ann og lent á gólfábreiðunni með
mjúkum dynk. Og þar stóð hann,
dauðinn í silkimjúkum, svörtum feldi.
Konjaksglasið féll úr hendi mér,
og er heili minn hóf störf að nýju,
vakti >að furðu mína að óargadýrið
hefði einmitt valið mig sér til bráð-
ar, þar eð gnægð veiðifanga hlaut að
hafa verið nær bæli þess.
Ég hafði ofága möguleika á að
komast til dyranna, jafnvel þótt ég
hefði haft orku til að risa upp úr
stólnum. Ekkert var mér í vil, nema
veik von um að villidýrið léti mig í
friði ef ég hreyfði mig ekki. Ég hafði
heyrt eitthvað viðvikjandi því ein-
hversstaðar.
Ég sat að visu hreyfingarlaus, en
kötturinn hafði engu að síður áhuga
fyrir mér. Hann teygði rækilega úr
öllum fótum, eins og til að búa sig
undir í hönd farandi blóðbað. Hann
glennti upp ginið og beraði hvítar,
fallegar tennurnar. Hægt og kænlega
færði hann sig nær.
Og þá, þegar veiðihár rándýrsins
snertu beinlínis aflvana hné mín,
fæddist grunsemd í heila mér. Ég
gerði mér ljóst að pardusinn beraði
tennur sínar í einhverskonar frið-
vænlegu glotti, og að hið ógnvænlega
urr var í rauninni ánægjulegt mal.
Og kötturinn jók en á grunsemdir
mínar með því að velta sér um hrygg
á gólfmottunni og káfa til mín með
loppunum, líkt og hann vildi fá mig
í leik. Siðan reis hann upp og nudd-
aði sér ástúðlega upp við buxurnar
minar.
Panþerinn var taminn eins og hús-
köttur. Það var deginum ljósara að
hann vildi engri mannveru nokkuð
illt.
Einmitt þegar ég rétti fram mjúka
vinarhönd til að strjúka honum, kvað
við skothvellur einhversstaðkr úti
fyrir — snöggur hvellur, sem hafði
þau áhrif á pardusinn, að hann þaut
upp og hvarf á brott sömu leið og
hann hafði komið, — út um glugg-
ann.
Ég hentist einnig út í gegnum
garðinn og hljóp allt hvað af tók I
áttina að ljósi, sem grillti í austan
vikán 35