Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 7
að flýja og það sem skjótast. Um morguninn kom mamman heim og mæðgurnar fóru strax að undir- búa giftinguna, sem átti að vera borgaraleg og án alls tilstands. Fór ég þá út, undir því yfirskini, að ég þyrfti að sækja passann minn til brezka ræðismannsins. Ég átti dá- litla peninga, 3—400 dollara og ég fór beina leið niður að höfn. Þar vildi svo vel til að einhver dallur var að leggja af stað til New York og ég gat fengið far með honum. Hafði ég þá ekkert með mér, nema fötin, sem ég stóð í, því að ferðataskan min varð auðvitað eftir hjá Ramirez- mæðgum. Mér létti, þegar skipið skreið úr höfn. Og nú haldið þið sjálfsagt, að sagan sé búin. — O, ekki aldeilis! Þegar ég kom tii New York fékk ég mér strax inni á skandinavisku sjó- mannaheimili og fór svo að svipast um eftir skipsplássi. Var mér þá tjáð, að innan skamms færi skipalest á- leiðis til Múrmansk og vantaði kynd- ara á norskt skip, sem yrði í lestinni. Var ég svo skráður á skipið. Ég var í góðu skapi þegar ég kom heim á sjómannaheimilið um kvöld- ið. Ég settist niður í veitingasalinn og fékk mér bjór. Var ég brátt niður- sokkinn í dagblað, en hrökk svo við, þegar kunnuleg rödd segir bak við mig á góðri islenzku: Kobbi, elskan! Ég sneri mér snögglega við og um leið fleygði Maria sér í fangið á mér. Hún faðmaði mig lengi og grét svo- litið ofan í skyrtuhálsmálið mitt. Ekki sagði hún eitt einasta styggðar- yrði, hún var of skynsöm til þess. Þegar ég spurði hana, hvernig í ó- sköpunum hún hefði farið að því að finna mig, sagðist hún strax hafa feng ið að vita að þetta var eina skipið, sem lagði úr höfn áðurumræddan morgun. Hún vissi að ég taldist Skandinavi og fékk því að skoða gestabók skandin- avíska sjómannaheimilisins. Og þar stóð nafn mitt. — En nú verður þú góður dreng- ur og kemur með mér heim og ég skal gera þig ánægðan, hvíslaði Maria, og bætti við: — Eh við verð- um að fara á annað hótel, þú færð ekki einu sinni að taka konuna þína upp á herbergi hér, þó þú leggir fram vígsluvottorð. Við gistum á ódýru hóteli um nótt- ina; þar sem ekkert var spurt um kynferði eða hjúskaparstétt. María lagði sig meira fram en nokkru sinni áður, að gera mér nóttina ógieyman- lega og löngu fyrir dagmál var ég ákveðinn í því að fara með henni til Kúbu aftur og eiga með henni svo mörg svertingjabörn, sem forlögin ætluðu mér. •—• Já, strákar mínir, ég hef kynnzt stelpum í öllum heims- álfum og með öllum regnbogans lit- um, en önnur eins tilþrif og fjöl- breytni — Nei, María slær öll met og meira en það. Jæja, um morguninn dreif Maria mig með sér á kúbönsku ferðaskrif- stofuna og keypti farseðla fyrir okkur með flutningadalli sem átti að fara til Havana daginn eftir. Hún borg- Framhald á bls. 29, VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.