Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 14
Gunnar M. Magnúss Grunsamlegir menn á Síðari grein Raufarhöfn iópaskef y* í: ■ Þórshöfn Grit&sslaSi| ■ferðubretð Hallormsstaður Snæfejk Djúpivogur mannas Stokksness KállatellsstaSur imerkursandur ■ msmýri NÚ ER ÞESSUNI LEIK L0KIГ „ÞEIR ERU MENN EINS OG VIÐ.“ Þar var komið sögu, að tveir for- ingjar úr setuliðinu höfðu handtek- ið þrjá menn, sem höfðu hafzt við i hellisskúta í Sélvogi norðan Borg- arfjarðar eystri. Þegar fyrst varð vart við þessa menn, var setuliðinu tilkynnt það. Voru þá hermenn sendir til leitar. Þetta var 5. maí 1944. Tveimur dög- um seinna fundust mennirnir í svo- nefndum Grjótbrekkum, sem liggja ofan Njarðvíkur. Klukkan 7. að morgni komu for- ingjarnir með fangana til Njarð- víkur. Voru þeir fegnir að fá hress- ingu, en skipuðu svo fyrir að fang- arnir mættu ekki þiggja neinar góð- gerðir. Það var þá, sem Guðrún Jónsdótt- ir, húsfreyja í Njarðvík, sagði: — Þeir eru menn eins og við, og fái $g ekki að gera þeim gott lika, fær enginn góðgerðirnar hjá mér. Snerist þá máiið svo, að fangarnir voru látnir koma heim á hlað, til að þiggja góðgerðir. En hermenn- irnir stóðu með skammbyssur i höndum yfir þeim á meðan. Fangarnir töluðu sín á milli um hina íslenzku gestrisni, og létu þess getið, að Njarðvíkurhjón skyldu eiga og njóta farangurs þeirra, ef hann fyndist siðar, þar eð þeir óskuðu ekki eftir því, að hann lenti í hönd- um hermannanna, sem hefðu hand- tekið þá. Töluðu fangarnir fleira saman, sem heimamenn greindu, meðal annars létu þeir orð falla um það, að réttast væri að þeir segðu fólk- inu hér hið rétta um ferðir sínar og þar með, hverjir þeir væru. En er hér var komið, þótti her- foringjunum nóg komið af orða- skvaldri fanganna og skipuðu þeim að þegja. Báru þeir því við, að þeir skildu ekki islenzku og vildu þar af leiðandi ekki láta landsmenn fá neinar fregnir frá föngunum um ferðir þeirra og háttalag. HALDIÐ ÚT í HERSKIP. Séra Ingvar Sigurðsson segir sið- an svo frá atburðum: — Þeir Björgvin Vilhjálmsson og Þórður Jónsson komu á bátnum til Borgarfjarðar um klukkan 8 að morgni. Settu þeir hermennina um borð í herskipið, sem létti óðara akkerum og hélt af stað. En er þeir komu i land, var hrepp- stjóri þar fyrir og sagði þeim þau tiðindi, að foringjarnir væru komn- ir til Njarðvíkur með fangana og herskipið ætti að koma þangað. Sneru þeir þá við og bættist einn maður i bátinn, Helgi Jónsson, bróð- ir Þórðar. Settu þeir nú á fulla ferð á eftir herskipinu, veifuðu til þess, og tókst þeim að ná þvi utarlega í firðinum og sögðu skipverjum tíðindin. Var svo haldið til Njarðvikur og lagðist herskipið út og norður af landsendanum. En einn hermaður var settur í vélbátinn, sem svo hélt inn að fjöru í Njarðvik. Þegar þangað var komið, sást hvar foringjarnir komu með fangana á undan sér niður i fjöru. Spurði þá hermaðurinn Þórð, hvort þetta væru sömu mennirnir, sem hann hefði séð í Seivognum og kvað hann svo vera. En vegna þess, að talsverður súgur var við sandinn, gátu þeir ekki lent annars staðar en sunnan Njarðvíkur. Voru fangarnir að smá- stanza og spyrja foringjana, hvort það væri hér eða þar, sem báturinn ætti að lenda. FYRIRLIÐI FANGANNA FÉLL í SJÓINN. Yngri mennirnir komu fyrstir út í bátinn. Þegar annar þeirra settist niður, varð honum að orði: — Nú er þessum leik lokið. Þvi næst tók hann upp lítinn böggul, sem hann hafði i vettling í vasa sinum og spurði, hvort Borg- firðingarnir vildu geyma þetta fyrir sig. En þeim kom saman um, að þeir skyldu ekki taka við þvi. 14 vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.