Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 33
lægra landshluta, a8 mlnnsta kostl.
Þar er lögS áherzla á léttmeti og
það er einkum yngri kynslóðinni, sem
finnst, að „Keflavík", sé miklu betri
en simfóníurnar hjá Vilhjálmi Þ.
Þarna ræður ríkjum ungur Keflvik-
ingur, Sigurður Jónsson, sem hefur
forframazt í útvarpsmennt erlendis.
Sjónvárpsstöðin er í sama bragg-
anum og þar er hvorki hátt til lofts
né vítt til veggja fremur en hjá Sig-
urði I útvarpinu. Það var verið að
taka upp fréttaútsendingu og þul-
urinn var afskaplega alvarlegur og
ábyrgðarþungur þar sem hann sat
með kort af heimsbyggðinni fyrir
aftan sig, þegar hann las fréttirnar.
En þeir eru ekki alltaf alvarlegir,
fremur hið gagnstæða. Við báðum þá
að láta okkur hafa prógramm eins
dags, sem kallast mætti einkennandi
fyrir Keflavíkursjónvarpið. Það byrj-
ar yfirleitt kl. 5 siðdegis á virkum
dögum, kl. 3 á sunnudögum og kl. 9 að
morgni á laugardögum og stendur allt
til hálf tólf. Mjög venjulegt prógram
mundi líta þannig út, sögðu þeir:
K1 5: teiknimyndasyrpa, 5,30 létt
fjölskylduprógram, kl. 6 fréttir, kl.
6:15 fræðslumynd, 6:30 íþróttir, kl. 7
glæpamynd, .7:30 sjónvarp úr réttar-
sal, 8,30 spurningaþáttur af léttara
taginu, 9,30 glímusýning eða eitthvað
svipað, kl. 10 heil kvikmynd, sem
endar kl. 11:30. Sjónvarpið er svo
snar þáttur i daglegu llfi manna 1
Bandaríkjunum, að það er sjálfsagður
hlutur á hverju heimili á vellinum, en
auk þess eru allmargir i Keflavík og
nágrenni og jafnvel i Reykjavík, sem
hafa sjónvarpstæki, eða mjög nálægt
sex hundruðum héldu þeir.
Við litum inn í yfirmannaklúbb,
sem var snoturlega búinn og þar sátu
nokkrir við drykkju, enda þótt miður
dagur væri. Þar var að sjálfsögðu
bar og svo dansgólf, sem við höfum
heyrt, að sé vinsælt hjá ákveðnum
hópi Islenzkra kvenna, sem sækja
skemmtanir þar.
Það yrði alltof langt mál að lýsa
öllu því helzta, sem fyrir augu ber á
Keflavíkurflugvelli eins og byggðin
er jafnan kölluð. Iþróttasalurinn er
þó mjög minnisstæður, bæði fyrir
stærð og góðan búnað. Við litum þar
inn á miðjum degi og þá voru nokkr-
ir áhugasamir íþróttamenn að æf-
ingum þar. Þá hafa þeir nokkuð, sem
þeir kalla „hobby-shop" og kalla
mætti tómstundaheimili. Það er
stærðar hús og þar geta menn gert
ýmislegt sér til afþreyingar, smíðað,
unnið ljósmyndir og föndrað við
margskonar handavinnu. Það virtust
allmargir vera þar við einhverja iðju,
en miklu fleiri þó í allskonar sporti,
sem þar er hægt að iðka.
Við komum til dæmis í allstóran
bragga og hann var einungis innrétt-
4 Á-9-7-5-3
y 6-6
4 D-G-8-6
* Á-6
* K-D-8-4-2
V 10-5-3
4 Á-10-4
Jf, K-5
b»: _
N
V A
8
y Á-K-9-8-4
♦ 3
Jf, D-9-8-4-2
y D-7-2
+ K-9-7-5-2
Jf, G-10-7-3
Suður
(Ghestem)
1 hjarta
2 lauf
4 hjörtu
Vestur
(Leventritt)
1 spaði
pass
pass
ÚTSPIL HJARTAÞRISTUR.
Spilið i dag er frá síðustu heims-
meistarakeppni í bridge, sem spiluð
var i Buenos Aires. Ofangreint spil
kom fyrir milli Frakka og Banda-
rikjamanna, en þann leik unnu þeir
síðarnefndu með 36 stigum. Risa-
stór sýningartafla var notuð i
keppninni og margir af frægustu
bridgemönnum heimsins gagnrýndu
hvert spil fyrir sig. Þegar áhorf-
endur höfðu heyrt ofangreinda
sagnseríu, kváou gagnrýnendurnir
upp þann úrskurð, að fjögurra
hjarta samningurinn væri vonlaus
til vinnings. En nú skuluð þið sjá.
Frakkinn og Olympiumeistarinn
Pierre Ghestem var með suður-
spilin og fór meistaralega með þau.
Vestur spilaði út hjartaþrist, borðið
lét lágt, austur drottninguna, sem
var drepinn með ásnum. Nú kom
tigulþristur, lágt frá vestri, borðið
Norður
(Bacherich)
dobl
3 hjörtu
pass
Austur
(Schenken)
1 grand
pass
pass
lét gosann og austur átti slaginn á
kónginn. Austur spilaði út spaða-
tiu, sagnhafi lét gosann, vestur
drottninguna og ásinn í borði átti
slaginn. Suður trompaði nú tígul,
fór síðan inn á hjartagosann i borði
og trompaði niður tígulás vesturs.
Hjartakóngurinn tók út siðustu
trompin og nú spilaði sagnhafi litl-
um spaða. Vestur gaf, sagnhafi svln-
aði sjöinu, tók tíguldrottningu og
laufaás. Tii þess að komast hjá hinu
yfirvofandi endaspili, reyndi vestur
að kasta laufakóngnum í ásinn og
þar með fékk sagnhafi tiunda slag-
inn á laufadrottningu. Hefði hann
ekki kastað laufkóngnum, fær sagn-
hafi siðasta slaginn á spaðaníuna I
borði og þar með tíunda slaginn.
í lokaða salnum spilaði Banda-
ríkjamaðurinn Silodor tvö hjörtu og
vann þrjú. ★
NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ!
Nýir áskrifendur eftirtalinna kínverskra rita, geta frá þvi í dag og
til 31. jan. 1962 fengið ritin keypt með miklum afsiætti, auk þess sem
hver kaupandi fær fallegan kínverskan kaupbætir.
Þeir, sem útvega einn eða fleiri nýja áskrifendur, fá sendan kín-
verskan minjagrip.
1. Rit með sérstökum afslætti: Kína í myndum, stórt mánaðarrit á
mörgum tungumálum þar á meðal: Sænsku, ensku, þýzku, frönsku.
Alm. áskriftarverð kr. 80.00. Nú er 1 árgangur (1962) kr. 64.00. Ef teknir
eru 2 árg i senn (1962 og 1963) kr. 112.00.
Chinese Literature, mánaðarrit á ensku. Alm. áskriftarverð kr. 80.00.
Nú kr. 64.00 einn árg. 2 árgangar, 112 krónur.
Women of China, á ensku. 6 blöð á ári. Alm. áskriftarverð fcr. 25.00.
Nú kr. 20.00 e-inn árg. Ivr. 35.00 tveir árg.
China‘s Sports, á ensku, 6 blöð á ári. Alm. áskriftarverð kr. 25.00. Nú
kr. 20.00 einn árg. 2 árg. kr. 35.00.
Evergreen, á ensku. 6 blöð á ári. Alm. áskriftarverð kr. 25.00. Nú kr.
20.00 einn árg. Kr. 35.00 tveir árg.
Rit, sem seld eru án sérstaks afsláttar:
Peking Review. Vikurit, sent loftleiðis til áskrifenda. Verð árg., kr.
130.00. — Kaupbætir: Sögur af þeim sem ekki hræddust drauga. (Á
ensku). Tímarit þetta er ómissandi þeim, sem fylgjast vilja með við-
horfum kínverja til heimsmálanna.
China Reconstructs. Mánaðarrit á ensku. Áskrift kr. 60.00 (2 árg kr.
108,00). Kaupbætir: 12 arkir af vönduðum bréfapappir, með fögrum
myndum eftir kinverska iistamenn.
Áskriftarverð greiðist fyrirfram í ávísun með pöntun. Skrfið nafn
yðar og heimilisfang greinilega. Pantið rit yðar strax í dag. Áritun:
Kínversb rit
Pósthólf 1272 — Reykjavík.
CREME COLORHAIR
Nýe hnrnlitur fró NEjSTLE
Enginn undirbúningur né þvottur.
Fljótlegt og auðvelt í notkun.
Mýkir eða breytir, lýsir eða dekkir eðlilegan háralit.
Dekkir grá hár eða hylur þau algjörlega.
Fæst í tólf fallegum litum.
Snyrtivörur b-f.
Box 834. — Sími 17177.
VIKAN 33