Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 10
■
.
%p%
* ' \
mm
—
■■
1 i 1
I
öioíii i iDuð varnaruösmanns a KeílaviKurr.uívelli. Húsin hafa verið byggð á ódýran hátt, en þau eru
smekklega innréttuð. S>.,
:: .:'■''
<3 Keflavíkurfl|ugvöllur er mikið
staurapláss eins og þessi mynd gef-
ur nokkra hugmynd um.
á Reykjanesskaga og innan þess ríkis
eru flestar þœr stofnanir sem koma
fyrir í venjulegu þjóðfélagi: Sölubúð,
bílstöðvar, lögregla, skemmtikraftar,
kirkja, spítaii, þvottahús, útvarps- og
sjónvárpsstöð, hótel, íþróttavellir,
íþróttasalur, viðgerðaverkstæði, skrif-
stofur, skóli, leikvellir fyrir börn svo
ég nefni eitthvað af því sem mér dett-
ur fyrst í hug.
Þessár bandarísku fjölskyldur reyna
að lifa svipuðu lífi og þær eru vanar
að vestan. Svæðið innan girðingar-
innar er vettvangur hins daglega lifs
og sá eini hluti Isl. sem flest af þessu
fólki kemst nokkru sinni í kynni við.
Það er reynt að gera þessa „útlegð"
sem óþægindaminnsta með ýmsu
móti. 1 rauninni er þar miklu fleira,
sem hægt er að gera i tómstundum,
heldur en til dæmis í Reykjavík.
Urðin meðfrarn húsunum og flug-
brautunum hefur verið grædd upp og
stórfé varið til þess eins og láta gras
gróai Um leið og komið er inn fyrir
vallarhliðið, taka við vegir malbik-
aðir og svo sléttir að þeir stinga al-
gjörlega í stúf við nær ófæran Kefla-
vikurveginn. íbúðarhúsin eru íburð-
arlaús og fremur ljót, en þau hafa
ekki kostað mikið og íbúðirnar í þeim
eru þægilegar og smekklega frá-
gengnar. Ég kom í tvær þeirra og
mér virtust þær báðar nákvæmlega
eins búnar og ibúðir hjá venjulegu
millistéttarfólki í Bandaríkjunum.
Það er afskaplega einkennilegt að
koma í þessi hús, þar sem ekki eitt
smla.triði er íslenzkt; húsgögnin,
mynáirnar á veggjunum, djúsinn og
kexið sem borið er fyrir mann af
mikilli gestrisni og svo horfir maður
út utn þessa ókunnu glugga á hraun-
ið og Grindavíkurfjöllin, sem eru eins
íslenzk og nokkur hlutur getur verið.
Ég hef orðið var við það, að fólk
sen\ aldrei hefur komið á Keflavíkur-
flugvöll, gerir sér mjög skakkar hug-
myndir um sjálfa byggðina. Það eru
að vísu braggar, meira að segja ó-
grynni af bröggum og þau hverfi
býggðarinnar eru eins ömurleg og
hvér sem er getur gert sér í hugar-
lund. Mér skildist, að nokkuð stór
hluti braggahverfanna væri ekki
lengur notaður til mannabústaða.
Byggðin er annars líkari nýju hverfi
í kaupstað, þar sem byggt hefur ver-
ið með þessum sérstaka stíl: Tveggja
hæða hús, byggð í lengjum og flest,
efíekki öll, grámáluð. Svo eru vegir
um allar trissur og loftleiðslur svo
margbrotnar, að staurahafið er sums-
staðar eins og skógur ásýndum.
Við sáum börn að leik á leikvelli
og þau léku sér af lifi og sál á þessu
landi, sem þau þekktu hvorki haus né
sporð á. Svo dreifðist hópurinn, þegar
við vildum taka myndir, en fólk kom
þac að og vildi endilega hjálpa okkur
og börnunum var smalað saman. Þau
átitu mörg að fara í skóla og Það er
starfræktur bæði barnaskóli og gagn-
fræðaskóli á vellinum fyrir fólkið
þar og þær bandarískar fjölskyldur,
sem starfa við sendiráðið í Reykjavík.
1 fljótu bragði ber ekki mikið á hern-
aðarmannvirkjum og þetta er mjög
friðsamlegur völlur borið saman við
aðra svipaða í Bandarikjunum, þar
sem flugskeytin standa í röðum með
trjónurnar til lofts. Allt sem hefur
á sér verulegan hernaðarsvip á Kefla-
víkurvelli, eru einstaka flugvélar úti
á brautunum og ef til vill i loftinu
svo og þessi geysistóru flugsýli þar
sem bannað var að taka myndir af ein-
hverjum ástæðum, sem ég ekki skildi.
Framhald á bls. 32.
Yfirmannaklúbbur á Keflavíkur-
flugvelli.
10 VIKAN