Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 17
Einu sinni hafði Lísa fullyrt það við Yictor, að hún elskaði hann ekki — en nú þurfti hún ekki lengur að skrökva. TRYGGÐ MAUREEN. Dyrnar inn í stofuna stóðu opnar, og hún heyrði móður sína segja: — Þú getur fengið brúðarslæðuna mína, Mayreen . . . Þetta er forlátaslæða, og öldungis eins og hún var, daginn sem ég bar hana. EYi Maureen svaraði ákveðin. — Eg ætla mér ekki að vera í brúðarskarti, mamma . . . Lísa þoldi ekki að heyra meira og lokaði hurðinni. — En þú hafðir hugsað þér að vera í brúðarskarti, þegar . . . hélt Kitty áfram, en kom svo til hugar að það væri kannski óviðeigandi að vera að rifja slíkt upp, og þagnaði við. — En þér mundi fara slæðan vel, sagði hún. — Ég var einmitt að skoða hana i gær. . . — Geymdu hana, svaraði Maureen. — Það er ekki að vita nema Lisa hafi not fyrir hana áður en langt um líður. En Kitty hristi höfuðið. — Hún Lísa er ekki að hugsa um þessháttar. Ég veit ekki hvað veldur. Þegar ég var komin á hennar aldur, hafði ég verið ástfangin fimm sinn- um og trúlofuð tvivegis, og hafði ég þó ekki kynnzt föður þínum. En Lísa lítur ekki á nokkurn mann. Mikki kveikti sér I sígarettu. — Ekki það? sagði hann glettnislega. — Hún var þó skotin í Pétri Farley, hérna einu sinni. Móðirin leit ásakandi á hann. — En sú vitleysa, sem þér getur komið til hugar. . . Mikki hló. — Það er eins satt og ég stend hérna. Hún minntist að vísu aldrei á það, svo við létum sem við tækjum ekki eftir því. En hún roðnaði upp í hársrætur, þegar á hann var míinnzt, og gat ekki á helli sér tekið, þegar hann opinberaði. En þegar hann kvæntist, lét hún sem ekkert væri, og nú hefur hún áreið- anlega gleymt honum. — Ég trúi ekki einu orði af þessu, sagði Kitty. — En hefði þetta verið þá áttir þú að segja mér það. Ég er þó móðir hennar. Rósa kom inn I sömu svifum. — Bréf til Maureen, sagði hún. — Lá á borðínu hjá Beryl. Hlýtur að hafa lagt það þar — nei? — Bréf til min? mælti Maureen undrandi og tók að athuga það. — Það . . . það er frá Andy, mælti hún og röddin titraði. Hún starði á um- slagið, eins og hún gæti ekki trúað sínum eigin augum. — Hann hefur sennilega séð til- kynninguna, sem ég bað Florence að setja í blöðin, sagði Kitty. — Og vill nú óska þér til hamingju, og það sýnir að hann . . . Maureen braut upp bréfið og tók að lesa. — Þið hafið Þekkzt svo lengi, mas- aði móðir hennar, — að það er ekki nein ástæða til Þess að þið verðið óvinir, þótt svona færl. Hvað skrifar hann, Maureen? Maureen stirðnaði upp. — Hann kveðst hafa frétt það úr bréfi, sem Beryl skrifaði móður sinni, að við höfum orðið fyrir vonbrigðum þegar hingað kom, og að frændi hafi sagt okkur ósatt um Monte Paraiso. Og hann kveðst bíða min, i þeirri von að ég sjái mig um hönd, og býðst til að senda mér peningana fyrir farinu helm. . . . Og Maureen barst 1 grát. Nokkra stund mælti ekkert þeirra orð frá vörum. Loks varð Kitty til að rjúfa þögnina. — Þú verður að skrifa honum og þakka honum fyrir, Maureen. — Skrifa honum! hrópaði Maureen. — Nei, ég fer tll hans tafarlaust. Þú verður að íyrirgefa mér, Victor; ég veit að það er hræðilega ljótt af mér, en ég get ekki gifzt þér . . . ekki fyrst Andy elskar mig enn . . . eftir allt, sem ég lét mér um munn fara við hann. . . . — Þetta er allt í lagi, svaraði Vict- or rólega. — Farðu heim til Bretlands Framhald á bls. 28. v:.AM V7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.