Vikan


Vikan - 19.10.1961, Side 24

Vikan - 19.10.1961, Side 24
Heámsókn í leikfangaveFzSnn Nú áttu að fara að sofa, Mikki, segir mamma og horfir stranglega á Mikka, sem reynir að standa á höfðinu upp við fótagaflinn. Það er húið að þvo honum og bursta í honum tennurnar og mamma hcfur einnig beðið með honum kvöldbænina, en samt hoppar hann um í rúm- inu sínu eins og hann væri kengúra en ekki fimm ára drengur. Góða nótt, Mikki, segir mamma, og Mikki heyrir að nú er henni alvara. Hann stingur höfðinu undir sængina og þylur raunir sinar fyrir bangsa, hann segir honum hvað honum finnst leiðinlegt að þurfa að fara fyrr að hátta en systur sinar. Þessar heimsku og leiðinlegu stelpur. Mikki veit vel að liann má ekki segja svona ljót orð, en bangsi lætur sem hann hafi ekki tekið eftir því og segir bara að sínar syst- ur séu mikið skemmtilegri. Mikki verður undr- andi þegar hann heyrir það, þvi bangsi hefur aldrei sagt honum að hann ætti einhverjar systur. En það á hann, og eftir svolitla stund spyr hann Mikka hvort hann langi ekki til að heilsa upp á þær. Það vill Mikki auðvitað og einn, tveir, þrír, bangsi hefur dregið hann út um gluggann og út í vagn, sem biður fyrir utan. Tvær glæsilegar villigæsir eru spenntar fyrir vagninn og nú þjóta þeir í gegnum Joftið og Mikki hlær hátt og rígheldur í vagninn svo hann detti ekki út og meiði sig. Stuttu seinna nema þeir staðar fyrir utan stóra leikfangabúð. Þarna var mikið að horfa á og mitt í öllum leikföngunum sátu þrir bangsar, sem veifuðu með loppunum og kink- uðu kolli. Þetta eru systur mínar, segir bangsi stoltur, og hann tekur í hönd Mikka og leiðir hann beint inn um gluggann mitt inn í öll leik- föngin. Þetta verður mjög skemmtileg heim- sókn. Systur bangsa sýna honum allt og Mikki fær að prófa öll leikföngin. Hann ekur í hring- ekjum og rafmagnslestum og fær kakó i litlum bollum, sem þau fá í dúkkuglugganum. Hann fær líka pönnukökur, sem ein af dúkkunum hefur bakað á eldavélinni í dúkkueldhúsinn. Rétt í þvi að hann ætlaði að fara að keyra ógurlega fínan bil kom bangsi allt í einu auga á klukkuna i einni af dúkkustofunum. Flýttu þér Mikki, hrópar bangsi og allir hinir bangs- arnir og dúkkurnar hrópa: Þakka þér fyrir heimsóknina, komdu fljótt aftur, og um leið þjóta villigæsirnar af stað eins fljótt og þær geta. Mikki sér að stjörnurnar lýsa ekki eins mikið og áður og himinninn er alrauður, bangsi segir að það sé vegna þess að nú renni upp morgunn. Svo staðnæmast þeir fyrir utan glugg- ann hjá Mikka og rétt komast ofan i rúmið, áður en mamma kemur að rúmstokknum og syngur. Vaknaðu, Hans litli, vaknaðu, Hans litli, nii áttu að fara í skóla. Þetta var nú al- rangt, þvi Mikki hét ekki Hans, og hann átti heldur ekki að fara í skóla heldur bara á barna- heimilið, en mamma gerir þetta bara að gamni sínu, og Mikki þýtur upp úr rúminu og kyssir hana góðan dag. Stuttu seinna er Mikki á leið á barnaheimilið, en bangsi situr heima og læt- ur sér leiðast, að hann skuli ekki vera mann- eskjubarn, heldur bara tuskubarn, sem ekki má fara með á barnaheimilið. a 0ARNA4 .qaman Og hann er ekki fyrr kom- inn út á svellið en hann dettur — — dettur beint á rassinn. Strákarnir hlæja. Þarna voru Hann brosir bara góðlát- þeir sniðugir, finnst þeim. lega. Sveitamaðurinn stendur upp og — og fellur kyiliflatur á magann. Strákarnir ætla alveg að tryllast úr en ekki tekur betra við, því að Veslings maðurinn. hlátri. Að sjá sveitakarlinn. Sá er hann missir fótanna — nú flinkur. Ha, ha, ha. 24 VIKÁN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.