Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 32
rödd, sem ég þekkti svo vel sagCi: Kom inn. Ég lauk upp dyrunum. Þarna stóö hún! Ég ætlaði að kasta mér í faðm hennar. En á síðustu stundu var eitt- hvað, sem hélt aftur af mér. Augu Maríu brunnu, ekki af ást, heldur hatri eða fyrirlitningu, liklega hvort- tveggja. Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur. Þá vindur sér út á gólfið beljaki einn ferlegur með það allra glæpamannlegasta Kreólafjes, sem ég hef séð. Hann hafði staðið bak við gluggatjöldin. Hann leit á mig eins og ég væri veggjalús. Svo benti hann á mig og sagði: Er þetta maður- inn? Og María svaraði með iskaldri fyrirlitningu: Já, þetta er maður- inn. 1 , Á næsta andartaki fékk ég feikna hnefahögg í andlitið. Nefið á mér lagðist saman eins og fýsibelgur og blóðið fossaði úr andlitinu. Árásin kom svo óvænt, að ég kom. engum vörnum við. Næst fékk ég högg á bringspalirnar, svo ég hné niður og náði ekki andanum. Og þar sem ég lá hjálparlaus í gólfinu, lét fólinn sig ekki muna um að sparka i höfuðið á mér. Það síðasta, sem ég heyrði var að María sagði: Nei, ekki að drepa hann. Svo missti ég meðvit- und. Ég rankaði við úti á götu. Það var verið að hnoða mér inn í sjúkrabíl. Svo var mér ekið á sama spítalann og ég hafði legið á mörgum árum áð- ur. Ég lá þar i hálfan mánuð og læknunum tókst að laga á mér nef- ið, sem var líkast pönnuköku eftir meðferð Kreólafjandans. Lögrieglan kom og yfirheyrði mig, en ég sagði, að það hefði verið ráðizt á mig á veitingakrá nokkurri, en þegar til kom, gat ég ekki visað á krána, af þeirri einföldu ástæðu, að hún var ekki til. Féll svo málið niður. Áður en ég fór frá Havana, skrif- aði ég Maríu svohljóðandi bréf: Kæra Maria. Þá erum viO vonandi kvitt. Ég skal fúslega viöurkenna, aO ég átti þessa meOferO fyllilega skiliO. Vona bara aO þú sért ekki í tygjum viO Kreólabulluna, sem þú lézt berja mig. Þú hefur áOur sýnt góOan smekk, meOan þú liélzt viO mig. Vona ég því aO Kreólinn sé bara vanalegur leigumoröingi. Ég mun minnast þín til hinztu stundar, ekki þó eins og þú varst um daginn, heldur eins og þú leizt út á nœr- bolnum og blúndubuxunum, fyrsta kvöldiO sem ég dvaldi í húsi móöur þinnar. Þinn til dauöans, tryggi a0- dáandi. Kobbi. Jæja strákar mínir, Þá er sögunni lokið. Engin kona jafnast á við Mariu Ramirez i ást né hatri. Ég sagði áðan að skaparanum hefði tekizt betur er hann skapaði konuna en manninn. Sá sem hefur séð og kynnzt líkama Maríu Ramirez, hlýtur að taka undir það að konan, þegar hún er bezt úr garði gerð, er hið raunverulega sveinsstykki skaparans. Hennar skál: ★ VETRARTÍZKAN Framhald af bls. 19. konar tíðkast mikið. Loðskinn eru mikið notuð á alla kanta. Herðaslár (cape) eru vinsælar og það í öllum síddum og öllum efnum, sumar eru jafnsíðar kápum. Kápur og dragtir eru einfaldar og má segja sama um þær og kjólana. Mikið er notað af stórgerðum tweedefnum og öðrum þykkum, mjúkum efnum. Hanzkar eru frekar háir, ná vel upp fyrir úln- liði. Hattar eru likt og þeir hafa verið, kolhúfulagaðir. Nýjasti tízkuliturinn er rautt, ekki blárauður, heldur örlítið appelsínu- litaður. Þetta er mjög fallegur litur og er mikið notaður með svörtu. En svo eru eins og áður öll brún blæ- brigði og græn mikið notuð. Blátt er notað í dökklillalituðum blæbrigð- um. Grátt, sem mjög mikið var not- að hér áður fyrr, hefur legið dálít- ið niðri um tíma, en heldur nú aftur innreið sína í tízkuheiminn. Þetta er, eins og á öllu má sjá, skemmtileg og margbreytileg tizka þar sem hver kona getur náð því, sem klæðir hana sérstaklega, hvort sem hún er dama eða ung stúlka. NO er þessum leik lokið Framhald af bls. 15. er frá skýrslu sakadómarans i Reykjavík. Þar er tilkynnt, aS 14. ágúst 1945 hafi nokkrum föngum verið sleppt úr gæzluvarðhaldi, þeim er hernaðaryfirvöldin höfðu þá afhent íslenzkum stjórnarvöldum. Var þá komið fram yfir styrjaldar- lok. Meðal þeirra, sem þá var sleppt úr haldi, voru útilegumennirnir úr Selvognum. Höfðu Austfirðingar litlar spurnir haft af þeim félögum, frá því er siglt var með þá suður. En eftir að skýrsla sakadómara var birt, kom brátt í ljós, að þeir myndu hafa nauðugir leikið þennan leik. Samkvæmt skýrslu sakadómara var foringi þremenninganna þýzkur maður, Ernst Freseníus að nafni. Með honum voru tveir ungir ís- lendingar, Hjalti og Sigurður. Þeir höfðu komið hingað til iands á þýzkum kafbáti 30. april 1944 og lentu í Selvogsnesi á Austurlandi, svo sem frásögnin hermir. Þeir höfðu með sér tvö senditæki. Voru þeir, sem fyrr greinir, handteknir hinn 5. maí. Ernst Fresenius hafði átt heima hér á landi í allmörg ár, og var veittur íslenzkur rikisborgararéttur árið 1931. Átti Freseníus heima í Reykjanesi við lsafajarðardjúp og stundaði þar aðallega garðyrkju. Var hann vel kunnugur staðháttum víða um land og kynntist fjölda Is- lendinga. Við yfirheyrslur skýrði hann frá því, að hann hefði afsalað sér ís- lenzka ríkisborgararéttindum, geng- ið i þýzka herinn og farið hingað að skipan yfirmanna sinna og sem her- maður. Erindi þeirra félaga var að senda Þjóðverjum allskonar upplýsingar um veðurfar, skipaferðir, hernaðar- svæði og hernaðarleyndarmál hér á landi. Áður en þeir fóru hingað voru þeir látnir læra loftskeyta- tækni. Þeir Hjalti og Sigurður höfðu svipaða sögu að segja og ýmsir land- ar þeirra, er komu til landsins á þessu tímabiii á vegum Þjóðverja. Kváðust þeir hafa verið flæktir út í þennan leik á þeim forsendum að þeim var upphaflega boðin aðstoð til að komast heim til íslands. Sögðu þeir, að ekki hefði verið hægt að snúa aftur, eftir að þeim hafði verið sagt frá skilyrðunum. Hinsvegar skýrðu báðir frá því, að það hefði verið ætlun þeirra að gefa sig fram, þegar komið væri til ís- iands, og vinna ekki að erindi því, sem þeir höf(ðu undirgengizt: að nota senditækin og senda skeyti. En þeir voru undir stjórn Þjóð- verja, sem var hermaður, og áttu því ekki eins hægt um vik. Tóku þeir því þann kostinn, að leynast ásamt Freseniusi þarna i hellisskútanum i Selvognum, en höfðu þó fljótlega komið því i verk að gera senditækin óvirk áður en þau voru tekin í notkun. Og orðin, sem annar þessara ungu manna lét falla eftir að þeir voru teknir til fanga: — Nú er þessum leik lokið, — voru vissutega sögð af feginsamlegu hugarfari. ^ KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Framhald af bls. 10. Leiðsögumaðurinn sýndi.okkur eitt og hann vissi heldur ekki vel af hverju myndatökur voru bannaðar þar, því það var ósköp lítið að sjá og ég tók þar eitthvað um tíu myndir að gamni mínu af Því Það var bannað. Það var feitur og góðlegur unglingur, sem fylgdi okkur og átti að sýna okkur allt það merkilegasta á „beisnum“ Hann byrjaði á Þvi að fara með okk- ur í útvarpsstöðina, sem er furðu lágreist bygging; raunar aðeins braggi og fremur þröngt innandyra. Keflavíkurútvarpið er sá hlutur, sem orðið hefur mestur tengiliður milli þessarar annarlegu byggðar og ná- Kæri Draumaráðandi. Mig dreymdi að ég kom heim til hennar mömmu og hitti þar frænku mina, með sex ára son sinn. Fannst mér hún vera að kveðja okkur og fara. Gaf mamma þá litla stráknum appelsínu, en ég hafði ekkert þess háttar. Gaf ég honum tíu krónur í staðinn, við það vaknaði ég. Þetta dreymdi mig fyrir nokkru. Mér fannst ég vera upp i kirkjugarði og hitti ég þar ömmu mína, sem er dáin, fyrir mörgum árum. Var hún með hníf og vildi ég fá hnifinn, en þá stakk hún honum í kinnbeinið á sér. Varð mér hverft við þetta og bað ég hana að taka hnífinn og gerði hún það þá, og stakk honum i vas- ÆS5u PaUM&einM G Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. ann á peysufatapilsinu. Sagði hún að hún fyndi ekkert til og ég sá ekkert blóð. Allt í einu fannst mér ég vera með karlmannshatta og mátaði ég nokkra, en hún vildi að ég tæki þá niður jafn óðum. Vildi ég halda ein- um en hún tók hann af mér og setli pípuhatt i staðinn og var hún þá ánægð. Fannst mér þá ég lita vestur eftir kirkjugarðinum og sá systur mína koma þar og mann með tví- buravagn, ekki man ég meira. Langar mig mikið að fá ráðningu, sem fyrst, ég er fastur viðskiptavin- ur Vikunnar. Marta. Svör til Mörtu, Ég get ekki séð að neitt sam- band sé á milli hinna tveggja drauma sem þú sendir þættinnm og ekki álít ég að sá fyrri skipti neinu máli upp á lífstíðina fyrir þig. Á hinn bóginn finnst mér síðari draumurinn, þar sem þig dreymdi ömmu þína í kirkju- garðinum öllu merkilegri. Ef við ræðum cinstök tákn draumsins, eins og t.d. hnífinn, sem er tákn um ádeilur. Beinast þær að þeim sem hnífnum er otað á. í þessu tilfelli var það amma þín sem stakk hnífnum í kinnbein sitt. Bendir það til þess að hún sæti einhverri gagnrýni af hálfu þeirra, sem þekktu hana í lifanda lífi. Karlmannahattar eru tákn um tækifæri til ásta og þar sem þeir voru nokkrir geri ég ráð fyrir að þú kynnist nokkrum mönn- um, og einum, sem þú vilt eign- ast verður stíað frá þér, en verð- ur hins vegar að öllum líkindum gift presti, þar sem pípuhattar eru tíðast notaðir af slikum mönnum. Tvíburavagninn er tákn frjó- seminnar, svo þú múnt verða margra barna móðir. Til Draumaráðningamannsins. Mig dreymdi að ég væri að reykja? pípu út á götu og svo missi ég píp- una niður i götuna og liún brotnar við kónginn. Þegar ég tek hana upp og ætla að reykja hana áfram hryn- ur kóngurinn í smáhluti og ég varð mjög undrandi. Svo var hann ekki lcngri, draumurinn. Með fyrirfram þakklæti, Jón. Svar til Jóns, Að dreyma sig reykjandi pfpu er talið tákn um örugga velferð og nægilegt kaup. í þínum draum, Jón, vill svo illa til að þú missir pípuna og síðan vcrður hún ónot- hæf. Þetta virðisí benda til þess að þú eigir eftir að missa af ein- hverjum tckjustofna þinna, hvort sem það nú verður sakir þess að- þú missir starf þitt eða það verð- ur á einhvern annan hátt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.