Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 8

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 8
ÞEKKTU SJALFAN ÞIG Dr. Matthías Jónasson LÖGMÁLIÐ OG HJARTAÐ HIÐ KALDA BOÐORÐ Kenndir og þrár eru hálft eðli mannsins. Þær brjótast fram, heimta rétt sinn og marka viljanum stefnu. Réttur þeirra er okkur dýrmætur; í samanburði við hann þykir okkur flest annað Iéttvægt. Undir glettinni lýsingu Tómasar skálds á lífsstefnu æskunnar býr djúp alvara; „Við lögðum aðaláherzlu á hjartað, því okkur þótti hitt of veraldlegt.“ Hvað er „hitt“, sem okkur þótti — og þykir æfinlega — of veraldlegt til þess, að réttur hjartans skuli nokkru sinni þoka fyrir því? „Hitt“ er krafan, sem til okkar er gerð, hið kalda lögmál, sem heit þrá hjartans verður að lúta. Og þó að lögmálið sé sprottið upp af samfélags- nauðsyn og hafi formazt í mannlegri vitund, verður það okkur framandi og andstætt í sinni hlutrænu mynd. Það hirðir ekki um einstaklingsbundnar tilfinningar, gefur ekki gaum sérstök- um aðstæðum hjartna okkar. Það læt- ur sér nægja að vara við og loka leið- um. Það bægir vilja okkar frá verknaði, sem myndi verða okkur til opinbers dómsáfellis, en nær ekki til þess hugar- fars, sem frá hjartanu streymir. Það er engin tilviljun, að meginboð- orð Móselögmáls eru neikvæð. Þau banna illan verknað, en bjóða ekki hinu góða. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig — ekki leggja nafn guðs við hégóma — ekki morð fremja — ekki drýgja hór — ekki stela — ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum — ekki girnast konu náunga þíns, þræl, ambátt, uxa né asna, né nokkuð það, sem náungi þinn Engum viti bornum manni getur komið til hugar að kasta rýrð á þessi mikilvægu boðorð, sem um aldaraðir hafa verið grundvöilur samfélagssið- gæðisins. Hins m'á þó ekki dyljast, að neikvæð arðan ljóstar upp um tak- markaða leiðsögn þeirra. Hér eru að- eins settar fram lágmarkskröfur, svo að einstaklingurinn sé hæfur þegn í skipulegu samfélagi. Frá æðra sjónar- (g r: W 6 D O JO £ vO miði er það auðvitað enginn víðhlít- andi mælikvarði á siðgæðisþroska minn, að ég er ekki morðingi, þjófur, hórkarl eða meinsærismaður. Ég get hatað mann, þó að ég hreyfi aldrei hönd til að granda lífi hans, og unnt honum alls ófarnaðar, þótt ég beri ekki ljúgvitni gegn honumi Ég get rækt hið kalda boðarð lögmálsins, án þess að siðgæðisboðskapur þess snerti hjarta mitt: sótt kirkju, fylgt tilskild- um guí^æknivenjum, goldið skatt minn svikalaust, — og loks þakkað guði með geiglausum hug, að ég er hátt hafinn yfir þá, sem hrasa um lögmálsboðorð- in. Slík þakkarbæn er ósjaldan borin fram á torgi mannvirðinganna. UPPREISN HJARTANS. Siðgæðislögmálið hefir að vísu verið orðað á jákvæðari hátt, einkum í sið- fræði þýzka heimspekingsins Kants. „Breyttu þannig, að af hegðun þinni megi draga algilt lögmál fyrir breytni allra manna.“ En einnig hér liggur á- herzlan a ytra formi, á breytninni sjálfri, en ekki beinlínis á hugarfar- inu, sem að baki býr. Samkvæmt því mætti fullnægja réttlætinu án mann- úðar, halda tryggðaheit við maka án ástar eða vináttu. En ef kærleikshug- sjónin bliknar fyrir óskeikulleik lög- málsins, er einstaklingurinn þá ekki f stöðugri hættu, að sá órói, sem þrár og kenndir vekja í brjósti hans, hljóðni algerlega og hjarta hans steinrenni í iögntálsbundnu sýndarsiðgæði? Einmitt gegn þessu alræði lögmálsins gerir hjarta nútímamannsins uppreisn. Réttindi, sem manninum eru tryggð eins og númeri í mergð fjöldans, ölm- usa, sem fleygt er með fyrirlitningu í hinn snauða, eru einskis verð; að- "’ns bréðurkærleikur og vinarþel gefa þ"im fu'lt gildi. Lögmálsbundinn verknaður he'g-st því aðeins af hugar- fari kærleikans, að hinn örláti sé fús að setja sig í spor hins snauða og um- vandarinn skilji, að tilviljun ein kann að hafa ráðið því, að hann gekk ekki ó’ánsbraut hins breyzka bróður. Einnig heit þrá hjartans á sinn rétt. Tilfinningar geta verið svo hreinar og sterkar, að hið kalda lögmál verði að þoka fyrir þeim. Siðgæðislögmálið á sér ekki þann tilgang einan, að mað- urinn sveigi hegðun sína undir boðorð þess, heldur að hann vaxi og þroskist í viðfangi við það. Til þess þarfnast mað- urinn allrar þeirrar orku, sem í eðli hans býr, ástríðna, eldinóðs og upp- reisnarvilja engu síður en siálfsögunar, lítillætis og hlýðni. Fjötur lögmálsins má hvergi lama skapandi þrótt hans. Þegar samfæring hjartans krefst þess, verður einstaklingurinn að hafa svig- rúm til að taka sína ákvörðun og velja sfna leið, jafnvel þótt hann um leið taki á sig áhættu syndarinnar. Þetta er áhætta allrar mannlegrar tilveru. Hið ólgandi líf er of marg- brotið og óstýrilátt til þess að falla viðstöðulaust inn í form hins ósveigjan- lega lögmáls. Þess vegna metur hver heilbrigð kynslóð siðgæðisafstöðuna að nýju, þó að siðgæðishugsjónin sé ávallt hin sama. Að vera heill í trú sinni og verknaði, það er hið eðUslæga siðgæðis- keppimark einstaklingsins. Alvarleg- asta hættan er ekki hin einstaka hrös- un, því að hana getur lifandi siðgæðis'- vitund leiðrétt að nokkru marki; geig- vænlegri er sálardoðinn, blindni deyfð- ar og afskiptaleysis í skjóli löghelgaðs vana. Samt réttlætir tilfinningastyrkurinn einn saman ekki verknaðinn. Hann kan.n að hrífa okkur út úr deyfð hvers- dagsleikans til stórhuga fórnfýsi, til sjaldgæfra kærleiksverka, en g,etur einnig magnað heift og hatur. Þannig er manneðlið öfgunum háð. Mörgum tekst þó furðu auðveldlega að rækta með sér það hugarfar, að lögmálið myndi eðlilegan farveg fyrir lifandi lind tilfinninga og skapandi þróttar. Þá skynjum við það ekki lengur sem „hitt“, okkur andstæða og framandi kröfu, heldur sem okkar eigin við- leitni og vilfa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.