Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 20
Annað sagði hún nú, gamla konan frá Tullyodonnel, sem ég hitti í áætlunar- bílnum um daginn, svaraði Dermot. Hún sagði að þú hefðir verið mesta dansfíflið hér um slóðir á þínum yngri árum. Það hummaði i Patrick gamla, en hin hlógu og allt féll í Ijúfa löð. Neeve stóð í dyrum hárgreiðslustof- unnar, þegar Dermot bar að á reið- hjóli sínu. Hún kvað fáa viðskipta- vini hafa komið þennan daginn. Þau héldu af stað út að skógarstígnum, en þangað leitaði ástfangið fólk helzt á kvöldin. — Hvert fórstu á mánu- daginn? spurði Neeve. Mér var sagt að þú hefðir farið eitthvað með áætl- unarbílnum. 7. Þeir Dermot og Sean virtu fyrir sér stúlkurnar í danssalnum að Apple- bridge og ræddu um þær í spaugi, þegar ungur maður vék sér að þeim og heilsaði Sean með nafni. Sean kynnti hann og Dermot, kvað unga manninn heita Terence, og er þeir höfðu heilsazt með handabandi, bað Terence þá að fylgja sér. Þeir héldu um myrkar götur og inn þröngt sund, gengu þar inn i hús nokkurt og upp tvo stiga og komu inn í stórt her- bergi, þar sem sex menn voru fyrir; svört skólatafla hékk á vegg og nokk- ur húsgögn voru þar inni. — Félag- tjöld og meðfylgjandi útbúnað. Þar sem þeir höfðu komizt yfir alla nauð- synlega vitneskju og vissu nákvæm- lega hvernig vörðurinn hagaði ferðum sínum, mundi þeim auðvelt að komast inn í vopnabúrið, þar sem taka átti kassa með handsprengjum, nokkrar brennerbyssur og talsvert magn a£ skothylkjum í þær og hlaða á bílinn. Þegar hann hafði skýrt nákvæmlega frá fyrirhugaðri tilhögun árásar- innar, kvað hann árásina verða gerða eftir þrjár vikur, og tiltók stað og stund þar sem þeir áttu að hittast í borginni. Þegar bornar höfðu verið upp nokkrar spurningar og þeim svar- palltjaldinu. Foringinn, klæddur brezkum liðþjálfabúningi, heilsaði þeim á gelislcu. Síðastur kom maður nokkur með pokaskjatta á baki, sem hann rétti upp á pallinn. — Farið gætilega með brennerbyssuna; hún er hlaðin, sagði hann. Stundarkorni síðar var ekið af stað; foringinn úthlutaði hermanna- búningum, sem þeir klæddust í snatri. Þegar kom að hliði girðingarinnar umhverfis birgðastöðvarnar, þeytti bíl stjórinn hornið eins og mikið lægi á og vörðurinn opnaði hliðið. Foringinn sveiflaði sé yfir felliborðið aftast á pallinum, gekk til varðarins, sem virt- 9. Á kaþólska prestsetrinu í útjaðri bæjarins bjuggu prestar tveir; faðir Sheehy, sem hafði verið þar sóknar- prestur í níu ár og kynnzt öllum við- horfum þar mjög náið, og aðstoðar- presturinn, Faðir McCory, sem hafði komizt að þeirri niðurstöðu eftir tveggja ára dvöl, að hann mundi aldrei kynnast þeim. Föður Sheehy þófti ungi presturinn gera helzt til mikið að því að lesa kirkjuleg heimspeki- rit; Marta ráðskona þeirra fann hon- um það til íoráttu að hann sæti óprest- lega í stól sínum við lesturinn, og auk þess æfði hann knattspyrnu af kappi með unglingum bæjarins. Nokkrum vikum eftir að heimsókn skæruliða þjóðfrelsishersins í birgða- geymslur brezka hersins gerði þá brezku að almennu athlægi í norð- uríylkjunum, og varð til þess að allt eftirlit þar var stórum hert og nýjar varúðarráðstafanir upp teknar, barst þeim pestum hirðisbréf frá biskup- unum af Raphoe og Achonry, þar sem þeim var boðið að fordæma af stóln- um aðgerðir þjóðfrelsishersins sem ólöglegar og ókristilegar. Faðir Sheehy gagnrýndi þessa afstöðu bisk- upanna harðlega, en aðstoðarprestur- Dermot sló úr og í. Kvaðst hafa farið til flughafnarinnar að spyrjast fyrir um vinnu, og geta komizt þar að, en gamla manninum yrði ekki haggað. Þau gengu framhjá lögreglu- þjóninum, sem heilsaði þeim og brá á glens; Neeve hafði orð á því að hann væri bezti náungi. — Já, svaraði Dermot. En hann ber brezkan ein- kennisbúning. Þau gengu inn á skógarstiginn og námu staðar undir gamalli eik. Der- mot vafði Neeve örmum, hún tók atlotum hans, en vék aftur að því að leitt væri að hann skyldi ekki geta tekið starf við flughöfnina, tali þeirra vék stöðugt að þvi sama — atvinnu- leysinu og úrræðaleysinu í norður- fylkjunum; engin framtíð fyrir ungt fólk og ekki um annað í.6 ræða en bíða. ■— Eins og Minnie Boyce og Johny Coleman, sem voru trúlofuð í fjórtán ár, og svo rann allt út í sand- inn, varð Neeve að orði. Þegar Dermot hafði fylgt Neeve heim, leit hann inn hjá McGinnis, sem hafði gert honum boð að koma og tala við sig. Það var ákveðið að tveir menn úr Duncranaliðsveitinni skyldu taka Þátt í meiri háttar að- gerðum með anne.rri liðsveit, og kvaðst McGinnis hr.fa valið Sean og hann til fararinnnr. Þeir ættu að fara á dansleik að Applebridge næst- komandi sunnudag, og þar yrði haft samband við þá. Sean glettist við þernuna, og Dermot lét í ljós undrun sína yfir því að hann skyldi geta hugsað urn kvenfólk og eiga slíkt ævintýri fram undan. ZkzmUÍar §Æ 4£ ÍI6 að, tóku mennirnir að tínast á brott. Þegar Dermot kvaddi, spurði for- inginn hvort Það hefði ekki verið hann, sem gerði uppdráttinn að flug- höfninni og hrósaði honum fyrir verk- ið. 8. Þrem vikum siðar sátu þeir Sean og Dermot síðla kvölds í veitinga- stofu í Applebridge og biðu Þess að upp rynni hin ákveðna stund. Sean glettist við þernuna, og Dermot lét í Ijós undrun sína yfir því að hann skyldi geta hugsað um kvenfólk og eiga slíkt ævintýri fram undan. Svo risu þeir á fætur og gengu út. Þegar kom á hinn tiltekna stað, var her- flutningabíllinn þar fyrir og nokkrir af árásarmönnum, sem sátu inni í ist dálítið undrandi, ræddi við hann andartak, kleif síðan upp í framsætið, bíllinn ók inn úr hliðinu og yfir autt svæði að innri girðingunni, háum steinmúr með stálhurð, sem foringj- anum tókst að opna eftir að hafa reynt nokkra lykla. Billinn ók inn fyrir, upp að dyrum geymsluhúsanna. Það tók skamma stund að opna þær, finna byssurnar, handsprengjurnar og skotfærin og hlaða á bílinn. Síðan var ekið sömu leið til baka, fram hjá nokkrum hermönnum, sem köst- uðu á þá kveðju; foringinn ræddi enn við vörðinn og andartaki síðar ók bíll- inn út um hliðið og út á þjóðveginn. Efnhver hreyfði því, þegar þeir voru að fara úr hermannabúningunum, að þeir hefðu átt að koma öflugri tíma- sprengju fyrir í skotfærageymslunni. — Það hefði verið óráð, svaraði Der- mot, sem enn hafði ekki jafnað sig að fullu eftir þetta æsilega ævintýri, þá gætum við ekki sótt Þangað skot- færabirgðir aftur, þegar þessar þrýt- ur. . . ar okkar frá Duncrana, mælti Ter- ence. — Þá eru allir mættir, sagði full- orðinn maður, sem bersýnilega hafði forystuna. Við gerum árás á vopna- birgðastöð innan skamms. Hann sneri sér að töflunni; teiknaði ferhyrning, — girðingin umhverfis stöðina, sagði hann; merkti síðan fyrir tveim hliðum, ,,A“ og ,,B“, og loks lítinn ferhyrning í þann stærri miðjan, — vopnabúrið, — lýsti siðan hvernig árásinni skyldi hagað. Árásar- mennirnir áttu að klæðast brezkum hermannabúningi; einn þeirra bún- ingi liðþjálfa við Staffordshire-her- fylkið, og átti hann að gefa sig á tal við vörðinn, þegar þeir hefðu ekið herbilnum upp að hliðinu, og segja að þeir væru komnir að sækja ZD VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.