Vikan


Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 19.10.1961, Blaðsíða 16
$pcnnnndi 09 'í«_a^ vzr'TS^z skcnimtUc^ nstnr- sn0fl eftir Potrib fcnwích 15. kafli. SÖGULOK. Nokkra hríð stóð Beryl með bréfið til Maureen í höndum sér og hug- leiddi hvað gera skyldi. Þessu bréfi hafði hún allsendis gleymt. Þau höfðu orðið ósátt í bessari ferð, hún og Mikki. Hann hafði jafnvel viljað slíta trúlofuninni, en hún staðið fast á rétti sínum, að henni fannst, og þegar heim kom, var hún svo reið og utan við sig, að hún grýtti frá sér tösk- unni, án þess að muna eftir bréfinu. Og þarna hafði það svo legið. Vitanlega gerði þetta ekkert til, hugsaði hún. Bréfið var frá þessum Andy, og öllu var löngu lokið á milli hans og Maureen. Það gat þvi ekki haft neina þýðingu. Auk þess skamm- aðist hún sín fyrir að fá Maureen bréfið, úr því sem komið var — það kostaði hana það, að verða að biðjast afsökunar, og sízt af öllu vildi hún fara að niðurlægja sig þannlg, eftir alla sigurvinningana, sem henni höfðu nú hlotnazt. Kannski átti hún að eyðileggja bréfið; nei, það var ekki þorandi, því ef spurt yrði eftir því, mundi Mikka reka minni til þess að hún hafði veitt því viðtöku. Leigubíllinn beið úti fyrir, og hún heyrði Cyrus K. hrópa þrumuröddu: —Marianna, ertu ekki ferðbúin? Segðu Beryl, að við leggjum af stað eftir fimm mínútur. . . . Hvað kom þetta bréf henni framar við, hugsaði Beryl og fór að loka ferðatöskunum. Hún var farin frá Monte Paraiso, til Bandaríkjanna, þar sem hennar beið nýtt líf, frægð og fé og allt það. Henni mátti því á sama standa hvað þetta fólk hérna hugsaði henni. Hún skildi bréfið því eftir á nátt- borðinu, án þess að hafa nokkurt sam- vizkubit af gleymsku sinni, og hrað- aði sér niður með ferðatöskurnar Cyril K. skyldi ekki þurfa að biða. Hún brosti sínu blíðasta brosi. . . . Æ, það verður tómlegt hérna á eftir, varð Kitty að orði við morgunverð- arborðið. — Og svo, þegar þau Victor og Maureen . . . ég skil ekki hvers vegna þú þarft endilega að rjúka til Bandaríkjanna til að gifta Þig, Maur- een, þar sem enginn af þínu fólki getur verið viðstaddur, og það nú, þegar allt fer að verða auðveldara fyrir okkur hérna. . . —- En mamma, við erum marg- búin að segja þér ástæðuna. Það er svo mikil skriffinnska við allt þess- háttar hérna. að það mundi taka marga mánuði — og Victor verður að halda sem fyrst aftur til Bandaríkj- anna, svaraði Maureen. — Já, það verður víst svo að vera, andvarpaði Kitty, en leiðinlegt finnst mér það Það var ekki nóg að hún yrði að sjá þannig á bak yngstu dótt- ur sinni, heldur yrði hún og að sætta sig við að fá ekki að taka þátt I undirbúningnum og öllum fagnaðin- um í sambandi við fyrsta brúðkaup barna sinna — og það var eiginlega öllu þungbærara fyrir Kitty. En hún huggaði sig við það, að hún yrði þó alltaf viðstödd brúðkaup þeirra Mikka og önnu, og Anna var mun á- kjósanlegri tengdadóttir en þessi Beryl, sem henni hafði aldrei fallið við. Og þó varð brúðkaupi sonar ekki jafnað við brúðkaup dóttur, fannst Kitty — og Maureen yrði hin feg- ursta og glæsilegasta brúður. Það yrði svipað Því að endurlifa sitt eigið brúðkaup, að sjá hana ganga Inn kirkjugólfið; en hvað um Það, Victor varð að hraða sér til New York I sambandi við þetta leikrit, og Þá var tómt mál að tala um að þau giftu sig hérna I Monte Paraiso. — Hvenær farið þið? spurði Mikki. — Maureen ræður Því, svaraði Victor Cleveland. Hann leit spyrjandi á hana um leið. Hún reyndi að verjast óttakennd- inni, sem ásótti hana þegar henni varð hugsað til þess að eiga allt I einu að hverfa á brott og setjast að, langar leiðir frá fjölskvldu sinni ,En það störðu allir á hana og biðu svars. Þegar allt kom til alls, var ekki held- ur eftir neinu að blða; hún mundi kunna prýðilega við sig I New York. . . . þar yrði glaumur og gleði, hún mundi kynnast. mörgu fólki. . . — Við skulum fara I næstu viku, mælti hún ákveðin. — Bg get keypt allt, sem ég Þarf að kaupa, þegar við komum til New York. — Strax I næstu viku? endurtók Kitty skelfingu lostin. — Þið þurfið mín ekki við, hvort eð er, sagði Maureen. Þannig hafði það alltaf verið. Andy hafði ekki þurft hennar við, annars mundi hann hafa hreyft einhverjum mótmælum, þegar hún tilkynnti honum að hún væri á förum. En hún mátti sízt af öllu hugsa um hann núna; hún varð að einbeita huganum að öllu þvi, sem beið hennar í New York — tónlist- inni, dansinum, ljósadýrðinni . . skartklæðunum, sem hún átti fyrir höndum að kaupa í frægustu tízku- verzlunum borgarinnar . . . græni kjóllinn, já fyrst og fremst græni kjóllinn. . . — Ekki skal ég malda 1 mðinn, fyrst þetta er afráðið, sagði móðir hennar. — Æg hef heitið þvi, að ég skuli aldrei reynast hamingju barna minna þrándur I götu. Og svo bætti hún við og brosti. — Þegar á allt er litið, er ekki heldur svo ýkjalangt til New York. Aldrei hafði mér komlð það til hugar, að ég mundi fara alla leið frá Englandi til Brasilíu, og hing- að er ég komin samt, heill á húfi. Og hver veit nema ég skreppi einhvern- tíma flugleiðina til New York, til þess að líta á barnabörnin mín. . . — Barnabörnin, endurtók Maureen og fór hjá sér. — E?r það nú ekki að ráðgera helzt til langt fram I tlmann. Lfsa spratt allt I einu úr sæti slnu. — Ef þið eruð búin að borða, ætla ég að bera inn diskana. . . — Láttu Rðsu um það, sagði Kltty. — Nei, hún er að taka til I her- bergjunum, svaraði Llsa ákveðln. Victor reis á fætur og opnaði dyrn- ar; hún þakaði honum fyrlr án þess að llta til hans; Þetta var orðið aft- ur eins og Það hafði verið fyrst eftlr að hann kom. hugsaði hún með nokk- urri beiskju Henni hafði ekkl komið til hugar, að hún mundi eyðileggja vináttu þeirra um leið og hún viður- kenndi að hún ynni honum, álitið að Þau mundu geta orðið góðir vinir framvegis. eins fyrir það, þótt það yrði svo aldrei meira. Hún hafði hugs- að sem svo, að hann yrði hamingju- samur þegar hann væri kvæntur Mauren, og hún gat lagt allt I söl- urnar fyrir hamingju þeirra. En hitt hafði henni aldrei komið til hugar, að þessi fálætismúr mundi rlsa á milli sln og hans. Hvers vegna, spurði hún sjálfa sig og reyndi að setja sig I hans spor. Hafði hún sært stolt hans? Eða var hann afbrýðisamur vegna sögunnar um Pétur? Kannski hafði hún farið skakkt að, en það var of seint að iðrast þess nú. Eitthvað varð ég að segja, hugsaði hún; ekki mátti ég eyðileggja framtið Maureen. Þetta er allt svo öfugt og vitlaust, og öðru- visi en ég gerði ráð fyrir . . . Hún selldist eftlr uppþvottarburstanum og reyndi að hughreysta sjálfa sig. Maureen verður að minnsta kostl hamlngjusöm, óg Victor verður það Hka, Þegar frá llður. Og sé hann mér reiður ,gerir það honum kannskl auð- veldara að gleyma. . . . Njf frnmbnlrfssnga í leit að lífsförunaut btfrjur í nsstA blnði Aðalpersónur: SONJA WALLIN, ung og fálleg stúlka, sem hefur reynt að stytta sér aldur og er lögð á spítala. JAN STENLUND, læknir við spítalann, annast um Sonju. MAUD, unnusta Jan Stenlunds. Sagan er eftir Erik Norrlander. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.