Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.10.1961, Qupperneq 6

Vikan - 19.10.1961, Qupperneq 6
Konur?! Hver er a5 tala um konur? Þær láta nú ekki snúa á sig, maöur lifandi. Ég sé Það alltaf betur og betur, að guði hefur tekizt miklu betur upp, Þegar hann skapaði kon- una, en manninn. Hvað ég á viö? Nú bara þetta, að konan er miklu betur gerð til likama og sálar, en maður- inn. Látið mig vita þetta, strákar, ég sem hef siglt um öll heimsins höf og kynnzt kvenfólki í öllum löndum. Ja, hversvegna haldið þið, að skap- arinn hafi látið konuna hafa það hlut- verk, að bera börnin undir belti og fæða þau? Vegna þess, að líkami hennar er listasmíði, mesta listasmíði, sem guð almáttugur hefur látiÖ frá sér fara, og er þá mikið sagt, Því ekki er hann vanur að kasta til Þess höndunum, sem hann gerir, bless- aður. Já, ég veit að maðurinn hefur meiri líkamsburði, en ef út í það er farið, þá er fíllinn líka sterkari en maður- inn. E'n þó hafa mennirnir í fullu tré við hann, skjóta hann eða loka inni i dýragörðum. Það er nefnilega ekki nóg, að hafa stóra vööva og kroppþunga. En konan — þar er ekkert of eða van! Þar er hver vöövi, hver blettur fullkominn, annaðhvort til gagns eða skemmtunar. Ég get sagt ykkur frá einni konu, sem ég þekkti lengi og sannar þessa staðhæfingu. Á striðsárunum sigldi ég um tíma á norskum dalli, sem flutti Bretum sykur frá Kúbu. Þá bar svo við, þegar verið var að lesta í Havana, að bóma slóst í höfuðið á mér svo ég hrökk niður í lestina. Nú, nú, ég kom beint á hausinn niður og rotaðist. Ég vissi svo hvorki í þennan heim né annan, fyrr en ég raknaði við á spítala. Þá var búið að raða höfuðkúpubrotunum, hverju á sinn stað, en ég hafði banvítis haus- verk, verri en verstu timburmenn, skal ég segja ykkur. Jæja, ég lá nú þarna í nokkra daga og lét mér leið- ast, því þarna kunni enginn kjaftur annað en spænsku, og hana kunni ég ekki í þá daga. — Ójá, ég hef lært hana síðan, og ef þið eruð eitthvað að rengja mig, þá er velkomið að við tölum saman á því máli! — Jæja, hvað eruð þið þá að grípa framí. Já hvert var ég kominn, já það er rétt. — Jafnvel læknirinn gat ekki sagt annað á ensku en Yes sir og No sir, og Very good. Loksins kom brezki ræðismaðurinn. Hann sagði mér, að skipið hefði lagt úr höfn daginn eftir að ég meiddist og mundi taka mig þegar það kærni næst til Havana. Hann sagði mér iíka að ég gæti ekki verið lengur á spítalanum, vegna þrengsla, enda þyrfti ég nú ekki leng- ur á spítalavist að halda. Sagðist hann vera búinn að útvega mér dvalarstað hjá ekkju einni þar í borginni og myndi fara þar vel um mig. Lét ég þetía gott heita. Daginn eftir kom svo bíll að sækja mig. Ók hann út í úthverfi borgar- innar og staðnæmdist fyrir utan hreysi eitt, sem virtist fremur óvist- legt. Bílstjórinn studdi mig út úr bílnum, en svo tók ekkjan á móti mér. Hún umfaðmaði mig og klappaði hátt og lágt, en ég verð að segja, að mér brá kynlega viö. Matmóðir mín, tilvonar.di var kol-biksvört frá hvirfli til ilja. Nú, ég er kurteis mað- ur og reyndi að láta ekki á Því bera hve undrandi ég varð. Sú svarta fremur bar mig nú, en leiddi, inn i húsið. Og nú varð ég ennþá meira hissa. Húsið virtist aðeins vera ein vistar- vera. 1 einu horninu var eldavél, á miðju gólfi var borð og tveir — Þrír stólar, en við vegginn á móti voru tvö rúm, annað bælt og óumbúið, en hitt með drifhvítum, tárhreinum sængurfötum. Senora Ramirez — en svo mikið skildi ég, að það var nafn hennar — setti nú stól við rúmið, sem augsýni- lega var ætlað mér. Tók hún nú að afklæða mig og gekk munnurinn á henni á meðan eins og hakkavél. En allt var það óskiljanleg spænska. — Hún var annars déskoti myndarleg, kerlingin. Hún virtist vera á milli fermingar og sjötugs — hvað er þetta, er það nokkuð hlægilegt? Annars var hún í holdugra lagi. Jæja, ég var nú óvanur því að láta kvenfólk afklæða mig — nunnurnar á spítalanum tel ég ekki með kven- fólki — en hér gilti sko ekkert elsku mamma! Ég mátti ekki snerta á neinni flík .Kerlingin fór í töskuna mína og náði þar i náttföt og linnti ekki látunum, fyrr en ég lá kvik- nakinn í rúminu. Þá dreif hún mig í náttfötin. Á meðan lét hún dæluna ganga, sem fyrr segir. Að lokum breiddi hún móðurlega ofan á mig og fór svo að bjástra við að hita kaffi. Hingað til höfðum við senora Ram- irez verið tvö ein í húsinu, en nú opnuðust dyrnar og inn kom ung stúlka, skínandi fögur og glæsileg. Mátti gölggt sjá, að þetta var dóttir senórunnar, en þó var þessi unga stúlka nærri þvi eins hvít eins og ég og þið. Hún hafði kolsvart hár og augu, og var- ekkert kynblendingsleg, en kynblendingur hlaut hún að vera. Hún kastaði kveðju á móður sína, gekk svo til mín og nefndi nafs. sitt, María Ramirez. Hún virti mig lengi fyrir sér, aldeilis ófeimin, og virtist ég standast það próf, Því innan skamms var hún setzt á rúmstokkinn og farin að kjafta við mig á óskiljan- legri spænzku. Nú kom senóran með afbragðs kaffi og rommflösku, en það er þjóðardrykkur Kúbumanna og fór brátt af mér öll feimni. Var mikið skrafað og hlegið það kvöld. Kerlingin sauð flesk og baunir, en María vék varla frá rekkju minni allt kvöldið. Um háttatíma var ég bú- inn að læra tuttugu til þrjátíu setn- ingar á spænsku og María álíka marg- ar á ensku og íslenzku. Loks var kominn háttatími mæðgn- anna og bjó María um sig í flatsæng á gólfinu rétt fyrir framan rúmið mitt. Svo krupu þær báðar á kné fyrir framan ií^ið krossmark sem hékk upp á vegg og báðust fyrir nokkra stund. Að því loknu slökktu þær á lampanum, en rafljós var ekki í kof- anum. Ennþá skíðlogaði í eldavélinni eftir matseldina, og mátti Því heita al- bjart inni. Nú fór mamma aö hátta sig. Það var reyndar fljótgert, því að hún var bara í pilsi og blússu, sokkalaus, skólaus og naerfatalaus. Hún sneri sér undan út að vegg, en rauður bjarminn frá eldavélinni speglaðist í gljáandi, biksvörtum kroppnum. Svo smeygði hún sér uppí. María fór sér að engu óðslega. Hún var lengi að laga flatsængina sina. Loksins smeygði hún sér úr kjól- gopanum. Hún var i nærbol og blúndubuxum. Hún berháttaði ekki eins og mamman, en hún teygði sig alla og sveigði og sneri sér hvað eftir ann- að. Ég gat ekki varizt þeirri hugsun að hér væri um sýningu að ræða. — Hvers vegna ég sneri mér ekki til veggjar? Ég hefði gaman af því að sjá þann karlmann sem hefði litið undan! Annan eins vöxt hef ég aldrei séð. Loks smeygði hún sér í flatsæng- ina. Mamman var innan skamms far- in að hrjóta. Ég var næstum sofn- aður líka, þegar ég heyrði hvíslað: Kobbi, Kobbi! Það fór rafmagns- straumur um mig allan og ég hvíslaði á móti: María, María! Þó að ég yrði þúsund ára mundi ég aldrei gleyma þessari nótt. Hún var þó aðeins sú fyrsta af mörgum svip- uðum. Mér batnaði fljótt í höfðinu. Sár gróa fljótt á ungu fólki og ég fór að búast við sykurdallinum hvað úr hverju. Ég kveið því mjög að verða að skilja við Maríu, en ekki hvarfl- aði það að mér, að undan því yrði komizt. Einn daginn kom systir Maríu i heimsókn með manni og fjórum börn- um. Hún var mjög lík systur sinni og jafnhvit og hún og maður hennar var Kreóli. En börnin voru, mér til mikillar furðu, hvert öðru dekkra. Þau voru svipuð á hörundslit og amman. Flaug mér þá í hug að ef ég ætti barn með Maríu, yröi þaö senni- lega svart. E'n mér fannst þessi hugs- un svo ógeðfelld, aö ég hratt henni frá mér. Ég gat ekki hugsaö mér aö eiga svört börn. Ég fór nú að hitta ræðismanninn. Það kom þá upp úr kafinu, að sykur- flutningaskipinu hafði verið sökkt á vesturleið. En bráðlega var von á skipalest að austan og þar vantaði ábyggilega sjómenn. Ég tók því lífinu með ró heima hjá Ramirezmæðgum, sem dekruðu við mig, eins og ég væri þjóðhöfðingi. María var alveg hætt að skriða í flatsængina, áður en hún kom uppi til mín og við vorum hætt að bíða eftir þvi að mamma hennar sofnaði. Ég var nú farin að skilja svolítið í spænsku og þessvegna brá mér ónota- lega þegar Maria spuröi mig einn daginn, hvort hún mætti ekki koma með prestinn daginn eftir. Ég mald- aði í móinn, og tíndi til alla meinbugi, sem mér komu til hugar. Ég sagði, að ég væri Lútherstrúar, en hún kaþólsk. En María sagðist vera fús til þess að láta Lútherstrúarprest gifta sig. Þá benti ég á að ég væri farmaður og hefði ekki vinnuleyfi, né vinnu á Kúbu. Þá sagði María, að mágur sinn væri verkstjóri við sykur- suðu og væri búinn að útvega mér bæði vinnuleyfi og vinnu. Þá fauk í mig, því að ég er óvanur að lóta aðra ráðstafa mér, án minnar vitundar. Sagði ég, að skollinn mætti hirða alla presta fyrir mér, ég ætti ekkert er- indi við þá. Slitum við svo talinu í bili. Um kvöldið fór mamma gamla til eldri dóttur sinnar, og sagðist ekki koma fyrr en daginn eftir. Vorum við María því ein í kofanum um nótt- ina. Þóttist ég vita, að það væri með ráði gert. Þegar ég var kominn uppí, klæddi Maria sig úr hverri spjör og hóf að dansa. Dansinn var svo eggjandi og lostafullur að ég tapaði bæði ráði og rænu. En þegar ég ætlaði að snerta hana, vatt hún sér frá mér og ég fékk ekki að koma nærri henni, fyrr en ég hafði lofað henni að fara með henni til prestsins daginn eftir. Á eftir lá ég andvaka og nagaði mig í handarbökin. Hin svörtu systur- börn Mariu stóðu mér sífellt fyrir hugskotssjónum. Ég mátti ekki hugsa til Þess að eignast slík börn. Ég ákvað Smásaga cftir Vavtð Askelsson Zcikning eftir ■Uauk Ualldórsson 6 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.