Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 3
LANGUR BÍLTÚR. . . . Elsku Vika. Ég tók mér leigubíl um daginn, en bílstjórinn rataSi ekki þangað, sem ég bað hann að aka og var hann lengi að leita að húsinu. Fyrst lét hann mig fara inn í sjoppu, til að spyrja, hvar húsið væri, og ekki vissi maðurinn þar, hvar það var, svo bílstjórinn sagði mér að fara inn í hús og spyrja, og þar fékk ég að vita, hvar liúsið var. Bílstjórinn ók mér þangað og ætlaði svo að láta mig borga fyrir leitina að húsinu. Þetta finnst mér ekki hægt — að leigubilstjórar rati ekki þang- að, sem maður ætlar og ætli svo að láta borga fyrir leitina. Didda. Reyndar er naumast hægt að búast við því að leigubílstjórar rati hvert á land sem er, þótt það sé lágmarkskrafa, að þeir séu vel að §ér í götum borgarinnar. At- vik sem þetta getur alltaf komið fyrir, en ósvífni finnst mér að bílstjórinn krefjist þóknunar fyrir ferðina, eins og þú segir. FRÚ EÐA EKKI FRÚ. . . Kæra Vika, Þakka þér kærlega fyrir allt lestr- arefnið, sem er yfirleitt gott. Eins er gaman af myndunum, eins og t.d. af húsum og húsbúnaði, og mynd- irnar af prjónaklæðnaðinum. Væri ekki hægt að fá uppskriftir af sliku? — Er óhollt að borða steinana úr vínberjum? . . . Svo langar mig til að fá skorið úr einu, sem við hjónin erum ekki sammála um, og það er, ef stúlka giftist, er hún frú og lík- lega eins, ef hún verður ekkja, en ef hún skilur við mann sinn, afsalar hún sér þá frúarréttinum (eða frúar- titlinum) og það jafnt, hvort hún hefur verið ekkja áður og sama hvor aðilinn fer fram á skilnað og hvort börn eru fyrir hendi o. s. frv.? Hvernig er skriftin? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna, B. V. Það ku a.m.k. ekki vera neitt ýkjahollt að borða steinana úr vínberjunum, því að líkaminn á erfitt með að losa sig við þá, og getur slíkur úrgangur, sem niaginn kann ekki að vinna úr, hreiðrað um sig t. d. í botnlanga. Á meðan kona er gift, er sjálf- sagt að titla hana frú, en það er í rauninni ekkert til, sem heitir frúarréttur, þ.e.a.s. rétt- ur til að titla sig „frú“. Það er því hverri konu í sjálfsvald sett, hvort hún skreytir sig þessum titlL Algengt er t.d. að titla ó- giftar konur, seni farnar eru að reskjast, „frúr“, þótt þær hafi piprað alla ævi. Sem sagt— eng- ar reglur eru til um þennan titil, og verður hver kona að ákveða, hvernig hún titlar sig — og sætta sig við það, ef öðr- um þóknast að titla hana öðru- vísi. Skriftin er óvenjuleg og vönduð og áferðið til fyrirmyndar. Hins- vegar held ég, að skriftin nyti sín betur, ef þú skrifaðir ekki með Útgefandi: VIKAN fí.F. Bitstjóri: Gfsli SigurðBson (ábm.) AuglýsingUbtjóri: Jóhsuncs J.örundnsoh. Framkvæmdautjóri: Hilmar A. Kristjinsson. Eitstjórn og nuglýslng'ar: Sklpholtl 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Póst- hólf 149. AfgrelOsla. og dreiflng:* BlaOadrelfing, Mlklubraut 15, siml j 36720. Drelfingarsljóri: Óskar Karls- * son. VerO S lausasðlu kr. 15. Askrlít- arverO er 200 kr. ársbriOJungslega, grelBlst fyrirfram. Prentun: Hllmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. rn í næsta blaði verður m.a.: * Gæti orðið atómstyrjöld fyrir vangá. Grein um þá hættu, sem heiminum er búin af hinum stórkostlega hernaðarviðbúnaði á báða bóga og hvað gæti gerzt, ef einhver mistök ættu sér stað. * í fullri alvöru: Óttinn við sjálfan sig. * Vikan og tækni: Cardinal, nýi fólksvagninn frá Ford. * Ungt fólk á uppleið; Sverrir Haraldsson, listmálari. * Stjórnvitringar bera saman bækur sínar. Myndafrásögn af ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands að Bifröst. * Úrsus með sína sveina — sveigði hið fatta bak. Viðtal við Björn Sigurbjarnarson á Selfossi. * Stigamennska. Blaðamaður Vikunnar hættir sér upp í brunastiga. * Svarti kötturinn. Sakamálasaga eftir Karinska. * Óleysanlegt prófverkefni varð mér að falli. Landsprófsnemandi segir frá í bréfi til dr. Matthíasar Jónassonar. * Grafið eftir fjársjóði. Mjög athyglisverð smásaga í þýðingu Lofts Guðmundssonar. * Kökur og jólasælgæti. 5 aukasíður. Bryndís Steinþórsdóttir tók saman. * Ath. að næsta blað verður 52 síður. kúlupenna heldur með mjúkum, sveigjanlegum sjálfblekungi. MEGUM VIÐ FARA Á BÖLL. . . ? Kæri Póstur, Við ætlum að byrja á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. En nú langar okkur til að biðja þig að leysa úr vandamálum okkar. Við eigum heima úti á landi og erum 14 ára. Það kemur afar sjaldan fyrir, að hérna séu haldin höll eða aðrar skemmtanir. Finnst þér ekki sjálf- sagt, að við fáum að fara á böll hérna í plássinu, þar sem við kunn- um að dansa. Finnst þér ekki að við megum fara? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna, Þrjár í vanda. P.s. Hvernig er skriftin? Mér finnst svo sem ekkert við það að athuga, þótt þið leitið þeirrar afþreyingar, sem býðst. Hins vegar er það engin forsenda fyrir því að þið fáið að fara á böll, að þið kunnið að dansa! Skriftin er eins og búast má við af 14 ára stúlku og nokkuð snot- ur sem slík. ÞURR Á MANNINN. . . Kæra Vika. Viltu gefa mér gott ráð. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifin af strák og hef verið nokkrum sinnum honum, og ef hægt er að taka mark á strákum, þá gæti ég hugsað mér, að það væri gagnkvæmt. Ég hitti hann oft, þegar ég er úti að skemmta mér og er þá með honum. En hvers vegna spyr hann aldrei, hvenær hann megi hitta mig næst, og af hverju fer hann ekki fram á að fá að hringja? Alda. Annað hvort er strákurinn svona feiminn, eða þá þetta er alls ekki eins gagnkvæmt, og þú heldur. Ef hann er feiminn, er græti- legt að vita til þess að ekkert verði úr þessarri rniklu ást, svo að í rauninni finnst mér ekkert athugavert við það, þótt þú biðjir hann kurteislega að hringja einhvern tíma í þig. Ann- ars berast Póstinum svo mörg bréf af þessu tagi, að ógerningur er að ráða fram úr þeim öllum, og naumast er hægt að ætlast til þess að gefin séu nein fullnægjandi ráð við vandamálum sem þessum, þegar einungis er sagt frá þeim í tveimur þremur setningum. Oft eru þetta vandamál, sem fólkið ætti í rauninni að glíma við sjálft, því að utanaðkomandi eru ekki nægilega kunnugir þessum vanda- málum, til þess að benda bréfrit- urum á nokkra lausn. Of er því hjákátlegt að sjá bréf, eins og það, sem hér fer á eftir: Kæri Póstur, Mér datt allt í einu í hug að skrifa þér nokkrar línur að gamni minu. Það er eitt vandamál, sem ég er alltaf að berjast við, og það er þetta: Ég er orðinn 28 ára gamall, og nú er ég kominn á giftingarárin. Mig hef- ur alltaf langað til þess að leita að kvenmanni, en það gengur frekar illa hjá mér, eins og fleirum. Ég fer oft á böll, til þess að skemmta mér, en það er verst, að ég er svo feiminn við aiit kvenfólk. Ég þori varla að tala við nokkurn kven- mann, þegar tg er á svoleiðis stöð- um. Svo finnst mér allt kvenfólk gera svo miláð grín af mér, þegar ég kem að borðunum til þeirra og ætla að bjóða þeim upp í dans. Eins neita þær að dansa við mig. Kæra Vika min, viitu segja mér hvað ég á að gera í þessum vandræðum mín- um. A ég að vera piparsveinn alla mína ævi? Virðingarfyllst, Piparsveinn. Pósturinn er naumast vettvangur fyrir bréf af þessu tagi. Menn ættu fremur að leita til hjúskap- armiðlara, eða 'afnvel sálfræð- ings. UNDARLEG ÞJÓNUSTA. .. Kæra Vika, Ég og tvær vinkonur minar fórum á veitingahús um daginn og fengum okkur borð og keyptum þrjár gos- flöskur. Klukkan hálf ellefu vorum við húnar úr flöskunum, og þú kem- ur þjónn og tekur öll glösin og flöskurnar og sagði, að við yrðum að kaupa meira. Hann sagði, að þetta væri svo gott borð, en flest borðin í kringum okkur voru laus. Við höf- um aldrei vitað annað eins — að þurfa að kaupa endalaust á borðin, til að geta haldið þeim, en við höf- um ekki kynnzt þessu á neinum öðr- um veitingastað hér i bæ en x. . . Póstinum væri ljúft að fá að birta mafuið á þessum veitinga- stað, því að slík þjónusta er í meira lagi undarleg, ef þið segið að öllu leyti rétt frá. — Okkur berast ósjaldan bréf, þar sem kvartað er yfir þjónustu á veit- ingahúsum, og virðast sumir for- ráðamenn slíkra húsa ekki gera sér grein fyrir þeirri meginstað- reynd, að það er fyrst og fremst góð þjónusta, sem skapar gott andrúmsloft á slíkum stöðum og laðar að sér fólk — ánægt fólk. Kæra Vika. Þið eruð eitthvað að breyta blað- inu og þetta er smart hjá ykkur. Það er að verða ánægjulegt að fletta Vik- unni. En af hverju gerið þið þetta bara við eina og eina grein. Látið þið þetta nýja útlit ganga í gegnum allt. Óttar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.