Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 30

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 30
Menn sp/rja undrandi hvað valdi þessu óvenjulega skæra ljósi frá hinum nýja OBEOL KRYPTON ljósaperum. Svarið er að með þret- lausu tilraunastarfi hefur OREOL tekizt að finna lausa- ina, nú eru OREOL perurnar fylltar með Krypton-efni, sem hefur þennan eiginleika að perur, sem fylltar ern með þvi gefa 30% skærara ljós. Biðjið um OREOL KRYPTON þær fást ( flestum raftækja- eða nýlendn- vöruverzlunum. Mars Trading Company Klapparstíg M — Sfmi 17373. leeti, Llnda, sagði hann. Þegar hún svaraði honum ekki, gekk hann aftur inn i setustofuna og kveikti sér I vindli. Handtaska hennar lá á horðinu; hann opnaði hana og tók upp úr henni tuttugu og þrjá dali, sem hann stakk á sig. Stundarkorni síðar kom hún fram og bar litla ferðatösku I hendinni. — Ég ætlaði bara að ná í hand- töskuna mlna, sagði hún. Ég sendi svo seinna eftir dótinu minu. — Vertu nú skynsöm, Linda, sagði hann. Hvert ætlarðu eiginlega. Þú ert peningalaus, og ég hef ekki eyri á mér. Hún þreif til handtöskunnar, opnaði hana og fölnaði við. — Þú ert sankallaður djöfull i mannsmynd, hvæsti hún. En ég fer. Eg get þá sofið á bekk úti í einhverj- um garðinum, ef ekki vill betur. En fyrst fer ég á fund lögreglunar, og tilkynni að þú hafir myrt hann. — Þú verður þér aðeins til at- hlægis. Þetta var slys, og enginn get- ur sannað hið gagnstæða. — Eg veit að þú ert hræðilega slægvitur, en ég reyni samt. — Vertu ekki svona heimsk, Linda. Reyndu að láta þér skiljast það, að Donald Arkwright er dauður. Það var slys, og þú færð ekki nokkurn lifandi mann til að trúa þér ... Undruninni í svip hennar varð ekki með orðum lýst, — Donald Arkwright ... Hún tók andköf. Hefurðu þá myrt Donald Arkwright ? — Aldrei sagði ég það. Ég sagði einungis, að hann væri dauður. — Já ... en hvað kemur hann mér við? Hann var að vísu gamall vinur minn, en ekki heldur meir. Hann þekkti fáa hérna, og þess vegna hringdi hann á stundum til mín, og einu sinni eða tvisvar fórum við sam- an I mat. Nei ... þegar þú nefndir veitingahúsið, hélt ég að þú vissir allt ... Harvey gerði einungis að glápa á hana og kom ekki upp orði. — Ég fór þangað til að hitta manninn, sem ég elska. Hann er bryti þar. Og nú fer ég til hans. Hún tók töskurnar sínar og gekk hratt á dyr. Hann hugðist veita henni eftirför, en þá hringdi síminn svo hann dokaði við og tók talnem- ann. — Halló, kallaði hann. Enginn svar- aði. Hann beið drykklanga stund. Halló, kallaði hann enn, en þá var talneminn lagður á hinum meginn. Harvey Benson var orðinn talsvert drukkinn, þegar lögreglufulltrúann bar að nokkru siðar, ásamt tveim leynilögregluþjónum. Sjónarvitnin höfðu gefið sig fram — skátaforingi og fimm skátar höfðu legið i klett- unum og beint sjónaukum slnum að selum, sem lágu á skerjum þar úti fyrir. Þegar Harvey og Arkwrlght komu í bílnum beindist athyglin og sjónaukarnir að þeim. Sex sjónarvitni, sem fylgzt höfðu nákvæmlega með öllu, sem gerðist. SKAKKT NÚMER. Framhald af bls. 13. — Spennandi? endurtók hún. — Ég hitti ástvin þinn ... Hún roðnaði upp í hársrætur. — Hvað áttu við? —- Vertu nú ekki með nein láta- læti, Linda litla, sagði hann og hló harkalega. Þú heldur þó vist ekki að þú getir farið á bak við mig? Þú hefur verið þannig að undanförnu, að jafnvel staurblindur asni mundi ekki hafa verið í vafa um að þú værir ástfangin. Og svo allar þessar símahringingar ... og ferðir þínar til Drovers ... — Já, það er satt, Harvey, mælti hún lágt. Ég er ástfangin. Ég hafði einmitt hugsað að ræða við þig I kvöld. Ég vil fá skilnað. 30 vikan elskan? Hvers Hann hló enn. — Skilnað vegna? — Vegna þess að ég ann öðrum manni. Ég hef aldrei unnað þér. Það veiztu, Harvey. — Vertu nú ekki svona æst, elsk- an mín. Þetta líður hjá. Það getur varla hjá því farið, þar sem þessi ástvinur þinn er nú dauður. — Dauður? Hún greip báðum höndum að kverk sér. Dauður ... það getur ekki verið satt. Þú ert bara að hræða mig ... — Ég held nú síður. Ég hringdi til hans í morgun og okkur kom sam- an um að hittast, Svo ók ég honum út að klettunum, þar sem ég á land eins og þú manst. Svo fórum við út úr bílnum. Hann hrapaði fram af klettabrúninni og beið bana sam- stundis. — Áttu við ... að þú hafir drepið hann? — Hvaða vitleysa! Það væri kjána- lega að orði komizt — jafnvel þótt satt væri. Bíllinn rann fram af, og hann líka. — Þú hefur myrt hann! — Þú ert I æstu skapi, elskan, svo ég læt mig orð þín engu skipta. — Ég veit, að þú hefur myrt hann ... Hún hljóp inn I herbergi sitt, skellti hurð að stöfum og læsti. Hann fór sér hægt og rólega að öllu. Lauk úr glasinu og gekk síðan að hurð- inni. — Linda, kallaði hann. Hann heyrði að skúffur voru opnaðar. — Ég er farin, Harvey, svaraði hún lágum rómi. Ég er farin um leið og ég er búin að láta niður i töskuna. — Vertu nú ekki með nein láta- — Úff, Frikki, það er alltof heitt til að vera í öllum þessum fötum ...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.