Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 35
Estrella skyrtan úr WASH'N WEAR efni er komin í verzlanir. langt vun llður? Hún tók andköf, en reyndi að svara rólega: — Já, já ... ég bíð þln ... alltaf ... Hann kyssti hana á ennið og hélt niður stigann. Leit um öxl, en þá hafði hún lokað hurðinni. AÐ rigndi enn þegar hann steig út úr sporvagninum og gekk síðasta spölinn heim til sin. Hann sá að Maud hafði lagt sportbllnum sínum á stæðið, og það glóði I sígarettu fyrir innan rúðuna. Það var ekki vist að hún hefði veitt honum athygli. Hún gerði sennilega ekki ráð fyrir, að hann kæmi með sporvagninum. Hann gat þvi farið aftur með næsta sporvagni. En slíkt væri lúalegt. Hann gekk þvi að bilnum og drap létt á rúðuna. Hún opnaði hurðina og steig út úr bílnum. — Jan, mælti hún ásakandi. Z>ú kraðst verOa I sjúkmhúslnu ... *n þú hefur ekki komið þangað í kvöld. Hann hataði þessa fölleitu, skap-' æstu konu, en reyndi að láta ekki á því bera. Hún haiði ekki vald yfir tilfinningum sinum og gat Því ekki að þessu gert. —■ Svaraðu! hrópaði hún. Hvar hef- urðu verið? Eg krefst þess að fá að vita það! — En þú færð ekki að vita það, svaraði hann. Hún þagði nokkur andartök, rétt eins og hún skildi ekki orðin. — Jtm ... Það var sem hana þryti mátt. Hún varð að styðja sig við bilinn til þess að hníga ekki niður á stæðið. Og á meðan réði hún það við sjáifa sig hvort heldur hún ættl aö hleypa sér I ham eða gráta. Þarna skammt frá stóð allmargt fólk og beið eftir strætisvagni. Það hlaut að heyra hvert orð. — Maud, sagði hann. Komdu með mér inn. Við skulum að minnsta kostl komast hjá þvi að vekja á okkur athygli. — Já, hreytti hún út úr sér — og nú vissi hann að hún hafði afráðið að beita ekki fyrir sig tárunum. En þá krefst ég þess að fá fulla og und- andráttarlausa skýringu. — Skýringu á hverju? — Hvar þú hefur haldið þig ... Honum datt í hug að svara: Ham- ingjan sanna — skyldi manni ekki vera leyfilegt að eyða þrem klukku- stundum, án þess aö þurfa að standa reikningsskil fyrir. En honum fannst það svo barna- legt undanbragð, að hann vildi ekki grípa til þess. Eflaust gerði Maud sér það ekki enn ljóst, hve grunur hennar var sannur. En hún skyldi fá að komast að raun um það. Hann opnaði útidyrnar. Þau gengu inn, og honum fannst sem væri hann aðframkominn af þreytu. Sonja sat kyrr um hrið, þegar hann var farinn. Svo hljótt fannst henni orðið, að tif vekjaraklukkunn- ar lét eins og hávaði 1 eyrum hennar. Það var eins og hún vaknaði af værum draumi, sem hún gæti þó ekki munað greinilega. Gat það átt sér stað, að þetta hefði gerzt i veruleik- anum? Nei, það hlaut að hafa verið draumur — en gat maður kysst og notið ásta í draumi, þannig að líkam- inn myndi það? Og hvernig gat fagn- aðarríkur draumur snúizt þannig í vonleysi um leið og maður vaknaði af honum? Hún fór í plastkápuna og reikaði út. Það var dásamlegt að finna regn- ið á andliti sér. Og á vissan hátt var það þægilegt að sjá ljós götu- lampanna speglast í votu malbikinu. Það gæddi tómleikann lífi og hreyf- ingu. Hún reikaði eins og svefngeng- ill, heyröi ekki gný bílanna eða skrölt- ið i sporvögnunum; heyrði ekki hvísl- andi tUmæli karlmannanna, cena framhjá gengu. Éíg hef rétt á þvi, eins og allir TIKAJÍ 3g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.