Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 43

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 43
2aUMulBlr>N Draumspakur maður ræður drauma ryrir lesendur Vikunnar. Kæri draumráðandi. Mig langar til að fá ráSinn draum, sem mig dreymdi. Mér fannst ég vera stödd í húsi hér 1 hæ, sem ég veit hvar er og þá kemur maSur til mín og kyssir mig og hann hag- aSi sér alveg eins og hann þekkti mig. Ég hef lengi veriS hrifin af þessum manni. Svo seinna fannst mér hann sitja á tröppunum heima hjá mér og þá var ég aS gæla viS lítinn dreng, sem mér þótti hann eiga. MaSurinn talaði viS mig eins og hann hefSi þekkt mig lengi. MeS fyrirfram þökk. B. A. E. Svar til B. A. E. Sagt er að ávallt sé fyrir góðu að dreyma drengi. Ástasamskipti ykkar í draumnum er þér fyrir velgengni í ástamálum ef þið er- uð bæði ógift, þá fer sennilega allt að ganga betur. Á hinn bóg- inn virðist sem maðurinn eigi drenginn, sem þú lætur vel að sem bendir til þess að maðurinn sé giftur. Draumurinn getur því alveg eins verið fyrir illu um- tali í þinn garð, að minnsta kosti er hann ekki fyrir góðu í því tilfelli. Kæri draumráSningamaður. Mig langar til aS biSja þig aS ráSa þennan draum fyrir mig. Mér fannst ég vera komin inn í stofu og sitja þar hjá manni, sem ég var meS fyrir löngu, en er nú giftur og vildi hann trúlofast mér og fannst mér aS hann drægi af mér mína hringi, sem eru tveir og renna upp á höndina á mér venjulegum sléttum gullhring, en svo silfurhring á eftir og fannst mér hann afskaplega fallegur, allur útkrotaSur. Fannst mér hann minna mig á ameriskan hring, sem ég sá fyrir löngu, en skyndilega breyttist hann og varS aS silfurhring meS stórum bláum steini, engu síðri aS fegurS en hinn. Svo kyssti maSur- inn mig og spurSi: „Ertu nú á- nægS?“ en í því vaknaði ég. Nú langar mig mjög til að vita hvað þetta táknar. Með fyrirfram þakk- læti. Anna. Svar til Önnu. Þessi fyrrverandi vinur þinn er í þessu tilliti tákn ástamál- anna. Hann dregur af þér þá hringi, sem þú hefur á hendi f sambandi við núverandi ástamál þín. Þetta táknar að upp úr þeim slitnar. Gullhringurinn, sem hann síðan dregur á hönd þér er tákn um gfitingu. Hringurinn sem líktist amerfska hringnum að þér fannst, er tákn þess að þú eigir annan vin þrátt fyrir gift- ingarmaka þinn, en upp úr þeim vináttuböndum slitnar og silfur- hringurinn með bláa steininum er tákn síðasta vinar þíns. Ekki vildi ég ráðleggja nein- um fjöllyndi í ástamálum, sízt af öllu þegar fólk er gift, af því geta hinir alvar'egustu hlutir átt sér stað, sem ekki er gott að sjá fyrir um hvenær koma fyrir. Um slíka atburði eru mýmörg dæmi og ætti fólk að láta sér vítið að varnaði verða. Kæri draumráðningamaður. Mig iangar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi og hann er á þessa leið: Mér fannst ég vera í rútu á ein- hverju ferðalagi og ég sat ein í sæti í bilnum. Svo finnst mér einhver karl lítill og Ijótur setjast við hlið- ina á mér og reyna að kyssa mig. Ég verð svo hrædd að ég fer til bifreiðastjórans og segi honum frá þessu. Hann fer aS hlæja og gera grín aS þessu og ég fór þá líka að hlæja og henti einnig gaman að því. SíSan fannst mér ég vera komin i iitinn bíl, en það var sami bifreiðastjórinn. En ég verð að segja þér að ég skar mig í fótinn nýlega og það var saumað saman. ÞaS var djúpt og breitt sár. í draumnum fannst mér ég vera að kroppa í sár- ið og að saumurinn rifnaði og sið- an tók að blæða úr því. Bað ég bifreiðastjórann að keyra mig til læknis og ég ætlaði að biðja hann að gera að sári minu. Akureyri var næsti kaupstaSur að því er mér fannst. Þegar þangað kom var mik- ið farið að biæða úr sárinu og tók ég þá einhvern poka út úr sárinu með hlóði í og fannst mér ég alltaf vera að reyna að koma honum inn i það aftur, en gat það ekki. SáriS var gapandi og tómt fyrst ég gat ekki sett pokann aftur inn í það. Svo ætlaði ég bara að biðja lækn- inn að setja hann inn i sárið og sauma svo fyrir og við það vakn- aði ég. Viltu svara mér fljótt og fyrir- fram þakkir. Dollý. Svar til Dollý. Þessi draumur er vissulega ekki góðs viti. Gamli maðurinn, sem var að kássa sér utan i þig er tákn um ástarmöguleika, sem þú kærir þig síður en svo um. Til að komast frá þeirn manni leitarðu á náðir annars og verður þér af nokkur stundaránægja, en ekki dvaldi Adam lengi f Paradís. Gamlir atburðir úr lífi þínu ýfast upp og valda þér óþægindum í nútíðinni, við þessu áttu ekkert ráð í bili, en samt hefurðu von um að allt lagist. Það mun takast ef þú heldur rétt á spöðunum. Smmtgrið úetur GEG/V HÍTA OG KULDA +20 Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgeiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.