Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 36

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 36
IÐUNNARSKOR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Skór, sem eiga að endast vel og vera götuskór og spariskór í senn, þurfa bæði að vera sterkir að innri byggingu og snotrir útlits. Báða þessa kosti hafa Iðunnarskómir. Það segir einnig sína sögu, að annar hver íslendingur eignast Iðunnarskó ár- lega. IÐUNN FYLGIR TÍZKUNNI ÁR HVERT aðrlr, aö hSndla hamlngjuna og njóta hennar, hugsaSl hún. A8 vlsu vil ég helzt komast hjá þvi a8 særa nokkra manneskju, en þegar min eigin lifs- hamingja er annars vegar, verBur ekki í það horft. Væri hann sjálfur hamingjusamur, mundi gegna allt öðru máli, en ég veit að hann er það ekki, og að hún getur ekki gert nann það Hinsvegar eru likindi til að ég geti það. Og fyrst um ham- ingju okkar beggja er að tefla, hvi skyldi það þá ekki vera elnungls leyfilegt, heldur og rétt aö rða að því öllum árum? Vitanlega getur maður hvorki þvingað sjálfan sig né aðra til Þess að vera hamingjusamur, heldur verð- ur hamingjan að falla manni I skaut eins og hver önnur gjöf. í>ví verður ekki móti mælt — en berst ekki hver og einn til þess að honum hlotnist það. sem hann þráir? í>ví skyldi ég þá ekki líka . .. Það er Guð, eða eitthvert máttugt örlagavald, sem sér svo um að mér standi hamingjan til boða — ef ég vil vinna til hennar; berjast af öllum mætti til bess að höndla hana. Án baráttu hlýtur enginn neitt það, sem er nokkurs virði. Þess vegna má ég ekki biða átekta. Ekki bíða þess, að hann ... heldur verð ég að gera ailt það, sem I mínu valdi stendur, til bess að hann verði minn. Eg verð að beriast, til þess að öðlast bað, sem ég þykist vita að verði hamingja mín. Að mega gera hann hamingjusam- an ... Það skal ég gera. Ég sver, að ég skal berjast svo hann verði mlnn ... Framhald 5 næsta blaði. MONTNA FLUGAN. Framhald af bls. 24. — Uhm, en sá ilmur, hugsaði flugan, og settist á köku prinsess- unnar. — Ég ætla að reka þessa ógeðs- legu flugu i burtu, sagði vinkonan, en prinsessan sagði: — Hún er ekki ógeðsleg, hún er falleg, sjáðu, hvernig hún skin i öllum regnbogans litum i sólinni. Og fiugan spókaði sig og borðaði eins og hún gat af kðkunni. Næsta morgun kom flugan aftur til tjarnarinnar. — Jæja, hvað hefurðn svo upp- lifað úti í heiminum, spurði gull- smiðurinn. — Ja, ef þú vissir það, sagði fiugan montin. Ég hef fengið asna til að fælast ... skáld orti um mig • • • Ég hef hvílt á enni konungsins og hnerrað i silkivasaklút drottn- ingarinnar ... og prinsessan gaf mér kökur og sagði að ég væri falleg. Nú flýg ég aftur til baka og bið prinsessunnar og ég skal svo sem bjóða þér i brúðkaupið. Svo flaug flugan til baka til kon- ungshallarinnar og beint inn um opna gluggann í herbergi prinsess- unnar ... En i glugganum lá hviti köttur prinsessunnar og einn, tveir og þrír, hann rétti út loppuna, veiddi flug- una og át hana. Já, þannig endaði montna flugan líf sitt. En úti við tjörnina situr gullsmið- urinn og bíður enn eftir boði í brúðkaupið. En eftir því má hann bíða lengi. jl. BLÓM k HHIMILINU : “ QRÆNTR FTNQUR eftir Pa*l V. Mieheleen. Það er afar misjafnt hve konur eru duglegar að halda plöntum sínum fallegum í langan tíma. Sumar konur eru fæddar með þá eiginleika, ef svo má segja, að hafa „græna fingur“, þegar um er að ræða að hlúa að ibúum gluggans. Sú, sem af góðum vilja, en ekki af sömu heppni, reynir kannske eitthvert gamalt húsráð, eins og að vökva með öli, kaffi- gromsi, olíu eða öðru sliku, og árangurinn verður eftir þvi: al- gjört núll. Því ekkert af þessu fær stofublóm til að vaxa og sýna það fegursta sem það á til. Þegar plönturnar, og yfirleitt allur gróður, launa sinni „mat- móður“ með þroskuðum jarðar- gróðri eða ótal fögrum blómum, er sannleikurinn sá, að jurtaeig- andinn hefir gefið sér tima til að lita eftir og læra að þekkja hverja einstaka jurt, og hugsa um þær eins og sin eigin börn. Það er að vísu rétt, að til eru plöntur, sem maður getur boðið nærri því allt, án þess að plöntunni detti i hug að fella svo mikið sem eitt blað hvað þá að taka upp á þvi að deyja. En þessar plöntur eru þrátt fyrir allt sjaldgæfar. Plönturnar vilja gjarna að það sé hugsað um þær, visin blóm skorin af, ásamt visnum blöðum, moldin losuð á yfirborðinu við og við, pottar og undirskálar þvegnar. Grænu blöðin úðuð við tækifæri og fægð við og við með blómaolíu eða þvegin úr mjólk. Nú er sá tími, sem við gefum fiestum plöntum hvíld frá blóma- áburði, en ég vil sérstaklega brýna fyrir blómakonum að vökva gætilega i öllu skammdeg- ismyrkrinu, en vökvið samt vel, ef þið gerið það, og lofið mold- inni að þorna vel á milli. Vil ég einkum nefna kaktusa og gúmmi- plöntur i þvi sambandi, en þær verða að þorna vel milli vökvana. 36 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.