Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 20
AN STENLUND tók sér far með sporvagninum í þetta skiptið. Myrkt. var af kvöldi, logn og hlýr rigningarúði og ljósin vörpuðu gul- um bjarina á andlit farþeganna. Ek- illinn geispaði. Stenlund steig út úr vagninum og gekk síðasta spölinn. Iiann gekk hratt, híjóp næstum við fót. Hann heyrði enn rödd Sonju í eyr- um sér, þegar hún bað hann að koma sem fyrst. Þessi’ orð höfðu blásið svo að þeirri heitu glóð, sem brunnið hafði i hug- arfylgsnum "nans allt frá því, er þau kvöddust siðast, að af varð logandi bál. Hann sá húsið framundan, grátt, fjögurra hæða íbúðarhús, sem um- lukti ibúa sína sterkum steinveggj- um. Þeirra á meðal Sonju. Hún dvaldist einhversstaðar innan þessara gráu veggja. Hún .. . Eitt andartak bilaði kjarkur hans. Hann staðnæmdist á gangstéttinni og virti fyrir sér húsið handan við göt- una. Útidyrnar, sem hann yrði að opna, svo yrði hann að ganga upp nokkur stigaþrep, þrýsta íingri á bjöllurofa. Einfalt og auðvelt — og þó um leið svo óskaplega erfitt og margslungið. Afleiðingarnar ... Þær gat enginn sagt fyrir. En eitt var víst, að ekkert yrði eins á eftir og það var nú. Þessi óumræðilega sterka þrá, sem gagntók hann, krafðist svölunar. Og hún hlaut að sveigja einnig hana til hlýðni við sig, svo hún fengi ekki ráðið tilfinningum sínum eða gerðum frekar en hann. Hann leit húsnúmerið, upphleypt á múrveggnum. Sjö — talan heilaga. Þetta var svo óumræðilega örðugt. „Lasciate ogni speranza, voi ch‘ entrate", — hver, sem gengur hér inn, sleppi allri von. E'n ef marka mátti Dante, stóð þessi áritun yfir inngangi Vítis. Hvernig stóð á því, að honum skyldi detta Þetta í hug nú? Var það að ganga inn í Víti, ef hann opnaði þessar dyr að heimkynni Sonju ? Það varð þá að hafa Það. Kannski varð maður að þola kvalir Vítis til þess að komast að raun um hvað er sannleikur og hvað sjálfsblekking. Hvað er sönn ást, og hvað vanþroska hneigð til að verða sér úti um stund- argleði. Maud sakaði hann um að hann ynni sér ekki, og ef hann viðurkenndi það og sagði, að þau yrðu að taka afleiðingunum, missti hún alla stjórn á sér — og ef hann keypti sér and- artaks stormahlé með því að segjast unna henni, missti hún samt sem áður alla stjórn á tilfinningum sín- um, og bar það á hann, að hann færi með lygi og blekkingar. Þannig hafði það gengið kvöld eftir kvöld. Ef um óviðkomandi manneskjur hefði verið að ræða, mundi hann hafa sagt þeim að láta ekki eins og krakkar; reynt að fá þær til að rökræða vandræði sín og komast að einhverri niður- stöðu. 20 VIKAN En þar eð hann átti sjálfur hlut að máli, var hann hjálparvana eins og barn. Hjálparvana gagnvart sjálf- um sér og hjálparvana gagnvart henni, vegna þess að hann fann, að hún var þess ekki umkomin að lifa lífinu, þrátt fyrir alla sína menntun og fágað uppeldi, og hafði því lög að mæla, þegar hún fullyrti, að hún gæti ekki lifað án hans. Og hann gat ekki lifað lífinu í sambúð við hana. Erfitt hafði það verið áður, en nú, þegar öll hans þrá beindist í aðra átt, var það með öllu útilokað. Þegar öll þrá hans beindist að stúlku, sem hann þekkti sama og ekki neitt. Eigingirni — víst var það. Flótti frá veruleikanum — Það var víst um það. Skortur á hæfileika til að gera hamingjusama þá manneskju, sem unni honum og þurfti hans við — því varð ekki móti mælt. Engu að síður var það Sonja ein, sem hann þráði. Númer sjö ... handan við göt- una ... Voi ch‘ entrate ... Um leið og hann gekk yfir götuna, breyttist ótti hans í eftirvæntingu. Hann opnaði útidyrnar, gekk inn fyr- ir og kveikti Ijósið yfir íbúðatöflunni. Hún átti heima á efstu hæð. ÚN hafði reynt að hugsa í þaula hvernig hún ætti að taka á móti honum; gera einskonar áætlun. Reyna að vera öldungis róleg og eðlileg þrátt fyrir það, sem á undan var gengið. Bjóða hann velkominn á eins hversdagslegan hátt og henni væri frekast unnt. Taka við regn- frakkanum hans, ef hann væri í regn- frakka, og hengja hann upp á snag- ann. Má bjóða þér kaffi ... ég skrapp niður og keypti vínarbrauð . .. Jú, ég hef hnýtt þessa ábreiðu sjálf; það eru víst tvö ár síðan. .Tú, ég kann vel við mig hérna, og leigan er viðráðan- leg. Svefnherbergi ■—■ Jú, það er vit- anlega lítið, en það kemur ekki að sök. Og við Litlidengsi ... nei, ekki að minnast á Litladengsa, það átti ekki við. Vönduð húsgögn? Jú, faðir minn er hluthafi í húsgagnasmiðju, svo ég fékk þau með góðum kjörum ... þú hefur vitanlega heyrt það á mæli mínu, að ég er ekki héðan úr borginni. Má ekki bjóða þér sæti ... Þetta var svosem þolanleg áætlun, en þó ekkert annað en innantóm venjuorð, eingöngu til þess að dylj- ast. Ef þetta yrðu svo eintóm vonbrigði. E'f hann reyndist allur annar en sá, sem hún hafði gert hann í draumum sínum. Ef hann skildi ekki þrá henn- ar, ekkert gengi; ekki yrði neitt úr neinu fyrr en biðin hefði gert henni allt grátt og hversdagslegt . .. Færi svo, þá hefði það verið marg- falt æskilegra að hann hefði ekki hringt. Það var þó betra að hafa eitthvað til að trúa á og vona, heldur en standa andspænis þeirri staðreynd, að trú manns og von hefði verið blekking ein. Og nú ... Dyrabjöllunni var hringt og hljóm- urinn vakti með henni ákafan hjart- slátt. Hendur hennar titruðu, þegar hún opnaði fyrir honum; hún varð heit og rjóð í vöngum og þorði ekki að líta framan i hann. Hún lokaði dyrunum, og hann stóð svo nálægt henni, að hún fann anganina af líkama hans, snart föt hans og fætur hennar þraut mátt. Augu hennar leit- uðu augna hans. Hvað hafði hún ætl- að að segja ... Hann smeygði af sér frakkanum og lét hann falla á gólfið. Eitt andartak var andlit hans og augu henni allt lífið. Þú . . . þú ert kominn til mín . . . Þú ert ... þú ... Hún skalf og titraði. Hann tók báðum höndum um vanga henni, sterkum, mjúkum höndum. Það var eins og þær umlykju líkama hennar allan. Hún lagði armana um háls honum; hún fann hjarta berjast ákaft, en gat ekki gert sér grein fyrir hvort það var hans eða hennar, svo sam- einuð voru þau. Það var sem fjötrar brystu af þeim við hvern koss. í hvert skipti, sem hún hvildi höfuðið á öxl hans og fann hörundið á hálsi hans milli vara sinna, var sem hún hyrfi æ meir inn í hann. Hann þrýsti henni að sér, án þess hún fyndi tök hans, fastara ... nær . . . nær . . . Hvar átti hann upptök sin, þessi máttugi straumur, sem ger- breytt hafði lífi hennar í einni andrá? Hún gat ekki mælt orð frá vörum, ekki hugsað. Henni kom ekkl til hug- ar að segja að hún elskaði hann. Og öll hugsun um hjónaband var henni fjarlægari en nokkuð annað. Þetta var svo ósegjanlega mikilvægara og víðtækara. Þú ert kominn ... kom- inn til mín, og við höfum fundið hvort annað. Eins og í heitri þoku varð hún þess vör, að hann slakaði á tökunum og brosti, og allt í einu varð hún gripin óumræðilegri gleði og fögnuði. Hann brosti og hún endurgalt honum brosið af líkama og sál. — Komdu inn fyrir, hvíslaði hún ... Komdu inn fyrir ... Hann varð allt í einu alvarlegur á svipinn. — Sonja, ég haga mér eins og vitfirringur . . . Skynsemin kemur þessu ekki við. — Ég hef þráð þig. Aðra skýringu get ég ekki gefið. Hún hvíldi andlitið við barm hans og svaraði: — Ég hef stöðugt hugsað um þig. Hverja einustu stund. Hugsað um þig og þráð að þú kæmir til min aftur ... Hann strauk lokka hennar, og rödd hans varð óskýr. — Ég fann til ótta, þegar ég stóð hérna úti fyrir húsinu. Og þegar þú opnaðir fyrir mér, munaði minnstu að ég tæki til fótanna. — En nú . .. —■ Nú er mér horfinn allur ótti. Ég ... — Jan, það hefur gerzt eitthvað, sem ég hvorki skil, né hirði um að skilja. Ég fagna því aðeins, að Það skuli hafa gerzt. — Hverjar sem afleiðingarnar verða? — Já. Hverjar sem afleiðingarnar verða. Skugga brá fyrir í augum hans og hún reyndi að kyssa hann brott. Þá brosti hann aftur, og Það lagði frá honum yl og birtu. — Komdu, hvislaði hún og dró hann inn með sér. Komdu inn í Þyrnirósu- höllina og líttu í kringum þig á með- an ég nudda stírurnar úr augunum. — Góðan dag, Þyrnirósa, sagði hann. Hvernig var umhorfs, daginn fyrir hundrað árum, þegar þú sofn- aðir? — Leiðindaveður ... allt grátt og dapurlegt .. . Má bjóða Þér kaffi? Það er til eitthvað af vínarbrauði. — Hundrað ára gömlu? — Auðvitað. En ég held það sé líka vaknað. AÐ var slökkt á rafljósunum, en það logaði á tveim litlum kertum. Hann hvíldi á legu- bekknum og hún laut að honum. — En hvað ég öfunda þig, hvíslaði hún. •— Hvers vegna? — Vegna þess að þú veizt hugsanir þínar. Gefðu mér bara eina af öllum þeim hugsunum, sem felast á bak við enni þitt. — Þú hefur rétt til að eignast þær allar. Héðan í frá eru það líka þin- ar hugsanir. Hún lagðist að honum og kyssti augnalok hans og hann smeygði fingrunum inn undir lokka hennar. Það var sem rafstraumur færi um hana alla við minnstu snertingu hans. — Sonja? — Já. — Það er dálítið, sem ég kemst ekki hjá að ræða við þig. Hún leit undan, og þá vissi hann að hún hafði skilið allt. Svo leit hún á hann aftur og kinkaði kolli. — Þú hefur ekkert spurt mig um hringinn, sem ég ber? — Hví skyldi ég gera það? spurði hún. Auðvitað hef ég veitt honum athygli. Hefði ég kannski átt að krefja Þig sagna, áður en ... — Nei, en ef til vill hefði ég átt að segja Þér það áður. — Segðu það þá strax, svo því sé lokið. — Þú hefur kannski haldið að ée væri kvæntur, en svo er ekki. Ég er aðeins trúloíaður. Honum létti við að hafa sagt þetta. Þá vissi hún að hverju hún gekk og gat ekki sakað hann um neitt. — Segðu eitthvað, mælti hann biðj- andi. — Jan, hvislaði hún. Ég get ekk- ert sagt. Þetta breytir engu. Ég vissi að þú varst annaðhvort kvæntur eða trúlofaður, en samt sem áður gat ég ekki ananð en gengið þér á vald. Þú mátt ekki reikna mér það til laus- lætis. Ég gat ekki annað, og þegar þannig er ástatt, hverfur allt annað. Framliaid á bls. 34.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.