Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 10

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 10
Höfundur þessa pistils hefur fáa menn fyrirhitt á lifs- leiðinni, sem sýna betur andlit íslenzku þjóðarinnar í aldarspegli en Jón Axel Pétursson. Hann er að mörgu leyti persónugervingur þjóðarinnar á síðustu sex áratugum gjörbreytinga og byltinga í efnahags- legu og menningarlegu tilliti. Þjóðin hefur vaxið úr örhirgð og umkomuleysi, byggt upp nýtt þjóðfélag, lagt undir sig ný mið og nýja jörð, týgjað sig til átakanna við náttúruna og aflað sér þekkingar og tækja til þess að strit hennar gæti fært henni meiri hagsæld og auliið frelsi. Það má þvi með sanni segja, að fáir menn eigi meira erindi í Aldarspegil Vikunnar en Jón Axel Pétursson. Saga hans er i raun og veru saga þjóðarinnar. Þjóðin liefur á þessum áratugum skilað hlutverki margra kynslóða. Jón Axel Pétursson hefur haft á hendi hJutverk margra manna, sjá'fmenntaður í slióla lífs- ins, ekki „lærður sérfræðingur,“ en sérfræðingur samt. Jón Axel Pétursson er tæplega meðalmaður á hæð, en þykluir nokkuð án þess að hann sé holdugur. Höf- jðið er stórt og yfirbragð bjarí, hárið grátt, kollvik liá, og ekki sköllóttur. Augun cru snör og mjög á iði eins og maðurinn allur, einna helzt eins og það sé óþol í lionum. Hann gengur hratt og sporin eru snögg og hröð. Nefið er beint og sterkt, munnsvipur ákveðinn og hakan festuleg. Hann talar liratt og með áherzluin, — og sveiflar gjarna liandlegg og bandar liendi með flötum lófa þegar hann álítur mál afgreitt. Hann myndar sér ákveðnar sioðar.ir um mál og rnenn, — og lætur eklii af því sem liann álítur sjálfur rétt. Það þarf sterk rök og mikla þo'inmæði til þess að snúa Jóni Axel ef hann á annað borð hefur tekið afstöðu. Hvað eftir annað rís liann upp öndverður á fundum, túlkar mál siit af festu án þess að taka nokkurt tiiiit til þess hvort það líkar betur eða vcrr. Stundum er hann allra manna róttækastur í skoðunum, en stund- um á hann það líka til að verða íhaldssamari en sjálft íhaldið. Þetta stafar af þvi, að lífsskoðun hans er mjög fast mótuð. Hann er í rauninni frumstæður og óbrotinn strit- og starfsmaður með byltingarkennd- ar hugsjónir og dýrkeypta reynslu í veganesti allt frá barnæsku, en um leið lærisveinn þeirra dyggða, sem þóttu beztar fyrrum: strangs heiðar eika, orðheldni, vinnusemi og sparneytni. Hann á það til að vera hrjúf- ur, snöggur upp á lagið, afgerandi en síðan, næstum áður en við er litið þíður, jafnvel viðkvæmur, og þá snar í snúningum til aðstoðar og hjáipar út úr erfið- leikum. Hann á það til að segja snöggt: „Nei. Nei. Nei, takk fyrir. Ekki ég. Ekki Jón Axel. Nei.“ „Jæja. Þá nær það ekki lengra. Mig langaði bara að nefna þetta“. Og gesturinn kveður og ætlar að fara. „Hvaða asi er þetta á þér maður? Ertu bara far- inn? Setztu maður, bíddu svolítið.“ Og svo er málið kanski leyst á viðunandi hátt. Nýlega leitaði ungur maður til Jóns í sambandi við vandamál, sem hann þurfti að leysa. Að aflokinni göngu sinni á lians fund, hringdi ungi maðurinn til kunningja síns og sagði eins og hann hefði orðið alveg undrandi á móttökunum: „Hann var alveg eins og hann væri pabbi minn.“ Jón Axel Pétursson fæddist á Eyrarbakka 29. sept- ember árið 1898, sonur hjónanna Elísabetar Jónsdótt- ur Þórðarsonar i Eyvindarmúla og Péturs Guðmunds- sonar kennara. Elísabet er enn á lífi. Hún er skarp- gáfuð kona og hinn mesti skörungur. Pétur var fram- faramaður mikill, mjög vel lesinn, mælskur vel á málfundum og var tvisvar i framboði til Alþingis. Hann beitti sér mjög fyrir bindindismálum og sótti fundi templara erlendis. Hann var fíngerður persónu- leiki, áhugamaður, sem kom með ný viðhorf og fram- faramál í þorpið, sem hann ruddi braut. Ómegð þeirra hjónanna var mikil og laun lág svo að oft var þröngt í búi. Jón Axel var fyrsta barn þeirra og varð að sjálfssögðu að fara að vinna fyrir sér um leið og hann hafði nokkurt þrek til. Jón gerðist beitu- strákur fyrir fermingu en fór í sveit á sumrum. Strax eftir ferminguna var hann sendur til Þorlákshafnar og átti að vera þar landmaður, sjá um netin og fleiri slík störf, en af því að einn hásetanna var svo sjó- veilcur, var Jóni skipað í hans rúm. Hann var lítill og limasmár, en átakið ægði honum elcki. Hann kreppti hendurnar um hlummana og reri án afláts. Að vísu var hann allt af sjovei * . en hann reyndi að dylja formann og skipsfelaga sl.tú þess — og hélt út. Þannig kom harkan við sjálfan sig strax upp i honum meðan hann var enr barn að aldri. Þegai lón vHr fjórtán ára, var það um vor, að hann sóttist eitir þvi, að fá vinnu við v.rk.um fisks i Höfninni, en fékk neitun. Ástæðan var sú, að faðir hans hafði tekið að sér mál fyrir umkomulausa stúlku og var málinu stefnt gegn valdamanni i þorpinu. Þannig var hefnt í þá daga. Elísabet fór á fund faktors- ins, sem í raun og veru átti að vera æðsti maður fisk- verkunarinnar, þar sem fiskurinn var vegna innleggs, eign verzlunarinnar — og bar sig upp undan fram- komunni gegn syn.num. Faktorinn sagði nei. „Han er for ]ille,“ sagði hann og gekk burt. Jóni mun þá hafa sviðið undan löðrungnum, en hann gerðist ekki undir- leitur og gafst ekki upp. Burt skyldi hann, burt — og í vinnu, sem ekki gæfi minna i aðra hönd en blaut- fiskverkunarvinna hjá verzluninni. Faðir hans skrifaði Erlendi Zakariassyni, sem þá var verkstjóri við undir- búning hafnargerðarinnar. Hann fékk herbergi á Vita- stíg og lifði á svörtu kaffi og rúgbrauði með dönsku magarini ofan á — og ekki hafði hann aðra aðhlynn- ingu. Faðir hans kom á vélbát til Reykjavíkur og heimsótti soninn. Honum mun ekki hafa litizt á að- búnaðinn, þvi að hann leitaði eftir því hjá hjónum nokkrum, að þau seldu honum eina heita máltíð á dag, sem þau gerðu. Þetta var mikil hátíð fyrir dreng- inn. Vinnutíminn var tíu stundir á dag og vann hann aðallega að því að leggja stöður undir járnbrautina frá Öskjuhlíð um Vatnsmýrina og út í Örfirisey. Aonan, sem seldi honum fæðið gerði það ekki enda- ,ð hann. Alltaf færði hún honum matinn á sunnudögum, en það var ekki á visan að róa með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.