Vikan


Vikan - 23.11.1961, Síða 17

Vikan - 23.11.1961, Síða 17
hleypuna enn og skaut fjórum skotum i. áttina að Þessum skugga. Að svo búnu stakk hann á sig marg- hleypunni, greip reiðh.iói sitt og hélt út i gegn um hliÖiB. Hann neyddi sjálfan sig til aO líta á hinn fallna, en brá svo, aö hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, begar ljósið frá reiðhjólslampanum féll á siða, rauða lokka. Um leið opnaði Bella augun og starði á hann, og hann heyröi lágt hryglukennt andvarp. Þá steig hann á bak reiðhjólinu og lagði á flótta. Marghleypunni þeytti hann út í mýr- ina, eins langt og hann dró. — Heil- aga guðsmóðir, hjálpaðu mér, stundi hann. 31. Þau Kathleen og Patrick heyrðu skothríðina og komu hlaupandi út. Þegar þau nálguðust túngarðshliðið, sáu þau reiðhjólið, sem lá flatt á ak- brautinni, og um leið bar Kathleen kennsl á dótur sína. — Guð minn góður . . . það er Bella, stundi hún og laut niður að henni. Patrick gamli lyfti Bellu upp af akbrautinni, og bar hana á ðrmum sér heim; Kathleen gekk við hlið honum og bað hann ganga sem hrað- ast. Hann bar hana inn í svefnher- bergið og lagði hana með varúð í rekkju sína. Ekki mælti hann orö frá vörum, en hélt jafnskjótt út aftur, hljóp við fót út að hliðinu, steig á bak reiðhjólinu og ók sem hann mátti tii bæjarins aö sækja prestinn og iækninn. Kathleen stóð við rekkju dóttur sinnar og starði á hana, skelfingu og furðu lostin. Þar sem kápan hafði flaksast frá, máttl sjá rauða blóð- flekkina á barmi og holi. Kathleen brá sér fram i eldhúsið, náði í litla rommflösku uppi I skáp og hellti í gias, sem hún bar skjálf- andi höndum aö vörum dóttur sinn- ar. En Bella var meðvitundarlaus, svo Kathleen setti glasið til hliðar, og seildist eftir talnabandi hennar, sem hékk á nagla yfir rekkjunni, kraup á kné og tók að biðjast fyrir. Bað eins heitt og innilega og henni var unnt, að dóttir hennar fengi aö lifa, hét á heilaga guðs móður og alla írska dýrlinga. Um leið og hún bað, rifjaðist svo margt upp, sem hún hafði geymt frá fyrstu bernsku dótt- ur sinnar . . . þegar hún var sjö ára, rauðhærð og freknótt, og Patrick teymdi undir henni heim af engjunum . . . eða þegar hún kom hlaupandi inn í eldhúsiö, hún var þá víst á ní- unda árinu, og var svo mikið niðri fyrir, að hún gat varla orði upp kom- ið, —hún hafði fundið hænu, sem lá á ellefu eggjum úti í hlöðu og var heldur óblíð viðskiptis. Þeir gengu nú inn í eldhúsiö, faðir Sheehy og Kelly læknir, og Patrick visaði þeim inn í svéfnherbergið. Læknirinn gekk að rekkjunni en eftir skamma athugun leit hann á prest- inn og dró sig í hlé. Faðir Sheehy tók stóluna úr tösku sinni og brá um háls sér, skrúfaði stúthettuna af flöskunni með hinni vigðu oliu, laut að Bellu og tók að veita henni siðustu smurningu. Kathleen varð gripin krampaekka, þegar presturinn bjóst til að smyrja varar Bellu hinni vígðu olíu, og ef til vill hefði hún hrundið prestinum frá rekkjunni, ef Patrick hefði ekki gripið fast um arm henni og leitt hana fram í eldhúsið. Hún settist við eld- hússborðið, lét hallast fram á það og herðar hennar titruðu af ekka. Presturinn las latinuna inni í svefn- herberginu; læknirinn kom fram, staðnæmdist við eldhúsborðið og virti Kathleen fyrir sér, um leið og hann hlustaði eftir því hvort latínu- lestur prestsins þagnaöi. Og allt í einu varð annarlega hljótt i húsinu, rödd prestsins heyrðist ekki lengur, læknirinn hraðaði sér inn í svefnherbergið og Kathleen hneig fram á borðið. — Guð, vertu einka- dóttur minni miskunnsamur, hvíslaði hún. Þeir komu nú fram í eldhúsiö, presturinn og læknirinn; presturinn tók af sér stóluna og braut hana sam- an. Patrick gekk til konu sinnar og lagði höndina á öxl henni. Þá rétti hún úr sér, reis úr sætinu og hvessti augun á bónda sinn. — Heilaga guðsmóðir, mælti hún milli samanbitinna tanna. Sjáið þið þennan mann, sem hefur unnaö dauðum bróð- ur sínum meir en sinni eigin fjöl- skyldu i tvo áratugi. . . Presturinn reyndi að þagga niður í henni. En þá sneri hún sér að hon- um, og röddin var ísköld og ásak- andi. — Og þér, umboðsmaður guðs, sem hafið espað æskumennina til ó- dæðisverka, ofbeldisárása og morða. Þér hafið sáð illu sæði . . . og sjáið . . . það sæði hefur svo sannarlega borið sinn ávöxt. Faðir Sheehy hörfaði ósjálfrátt undan ofurmagni harmsins og reið- innar í ásökunum hennar. Kathleen leit á þá til skiptis og mælti enn: — Hvar eru synir mínir? Hvar er Dermot? Liggur hann kannski í ein- hverjum skurðinum, helsærður eöa dauður eftir byssukúlurnar — tákn þessa kristilega bræðralags, sem hann hefur verið lokkaður í, og sýnt hefur nú Bellu systur hans kærleiksþel sitt og guðsótta. . . — Róleg, frú Kathleen, mælti lækn- irinn. Ég hef hérna með mér tðflur, sem þér ættuð að taka; bá lagast þetta. . . Hann þagnaðl við, þvi nú heyrðist söngur úti fyrir og þau litu undrandi hvert á annað, öll fjögur. Einhver kom heim akbrautina og söng gömlu. irsku þjóðvísuna um frelsishetjurnar hárri i;öddu. Útidyrnar voru opnað- ar, Ned kom inn, studdist með veggj- um og söng, en þagnaði skyndilega, eins og honurn yrði það ósjálfrátt ljóst, að eitthvað hefði komið fyrir. Um leið stökk gamli maðurinn að honum og rak honum löðrung. — Fyllisvínið þitt . . . Bella er dáin . . . Ned reikaði yfir að eldinum og hneig niður á stól. — Bella dáin . . Bella dáin . . . endurtók hann lágt. Kathleen sneri baki við þeim, gekk út að eldhúsglugganum og horfði út í náttmyrkrið. — Heilaga guðsmóðir. bað hún lágri röddu. Þú, sem elskaðlr svo heiminn, að þú gafst son þlnn eingetinn honum til lausnargjalds. . 32. Crawley lögreglustjóri sat við ar- ininn í skrifstofu sinni og las i bók, þegar knúð var að dyrum. Hann lagöi bókina frá sér og opnaði. McGinnis stóð á þröskuldinum, vatnið draup af honum og augnaráð hans var tryll- ingslegt. — Hvað er að? spurði lög- reglustjórinn og benti honum «0 koma inn. —.Að? McGinnis gekk að arnin- um, hikaði nokkur andartök, sneri sér síðan að Crawley og mælti hrana- lega. — Eg hef orðið mannsbani. Ég hef skotið Bellu O'Neill. — Bellu O'Neill? Crawley starði furöu lostinn á hann. Það kom bænarhreimur i rödd Mc- Ginnis. — Það var óviljaverk. Ég sat fyrir Dermot, og þá kom Bella að hliðinu. . . Síminn hringdi i sömu svifum. Crawley tók talnemann. — Halló . . . Já . . . Dauð . . . Guð sé oss næstur . . Hann lagði talnemann á og sneri sér að McGinnis. — Ég hélt það væri Dermot, rnælti McGinnis. Hún var i regnkápunní hans. Crawley lögreglustjóri mælti lági E'f ég hefði gert skyldu mína, sætir þú fyrir löngu i dyfflissu. Ég ber þvi lika ábyrgð á dauða hennar Hann tók einkennistreyju sina nió- ur af snaganum. brá sér í hans. hneppti henni að sér og girti s!- beit- iiút. - Hversvegna? Þú vissir að Dor- 'mot gaf, ekki upp nein nöfn: að linnn skýrði eingöngu frá þvi að árásiri n Trillaran vatri fyrirhuguð HTirtn hafði ger/t svikari v'ð málefnið, sVaraði McGirfnis undir- leitur. — Málefnið: i>etta hlóði driína og h'.lhrungnn máleftli. Og fvt'ir þ->'>n •málefni. ertu fús að mvrða og rænn og skjóta konur til bana. Alit i einu þraut McGinnís kjark. Hann tók nð t.itra oe skjálfa af ekkn Ég gerði það vegna trlands. 'Ég æilaði ails ekki að skjAta hana en ég hé't að ég \ æri að b«rj«st fýrir frolsi Irlanris . Hann slarði á iög- regluþjóninn . . í’nð vortt brezki' gagnbyitingarliðar, se>n niyrtu föður ntinn. En nú er ekk: lentí'tr i.n riein« gagnbylt inga rliða nð :n>ða. svnraði lögreglust jórinn og gtéip ttm arm honunt. Nei. en við höfum hre/ka her- lögreglu. sagði MoOinnis og rnlnntlst lögregluliðanna. seru höfðu stíiðvað Franthald á bls 31 Ég gleymi þér aldi ei, Neeve. VIKAN X7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.