Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 7
^júklátur, blíðlyndur, 1 langar leiðir frá raun- teim, niðursokkinn í hugsmíð lína vinnur hann hlýðinn rerk sitt án allrar aðfinnslu lé uppreisnar.Jafnvægi, 'jarhygli — væntumþykja ireifð og óháð. Snyrtimennska og fágun í amgengni. Qtór þanki sem skeytir engu raunhæfni framkvæmda, hlutföll og gildi tileyg, þaninn myndflötur, næstum sprengdur. Mjög áhrifagjarn dreifður persónul. með „sjarma“, greindur og ágætur koparstunguskrifari. ^ugnaður þor og geta, reglusemin næstum þvingar — eða e. t. v. þörf á röðun vegna veltu og brigða veraldar, barnið er að negla dagana fasta. Fylla flatarins óvenju stór í skartstíl án nosturs. Stærðfræðigáfa, tónnæmi. ^óldýrkandi bjartsýni, vægð og jafnvægi. Engin sérstök tilþrif né furða. Lífið er gott og sjálfsagt eins og það er, jafnvel typískur bóndabær barna og húsameistara samþykktur án aðfinnslu. Dansari. Við eigum nærtækara myndletur en það egypzka, eða aldauða táknmyndir fomra indíánastofna. Börnin okkar teikna myndir, letra ósjálfrátt um leið afstöðu sjálfra sín og mat á umhverfinu í dráttlag og samröðunarmáta hinna einstöku einda á myndfletinum. Þau kunna ekki að dylja sig bak við lærdóm og stílbrögð hinna vöxnu listamanna, hafa ekki enn æfzt í þekkingunni. Þessir ungu guðir okkar verða að skapa, nytjalaust og út í blá, öldnum til óþurftar og ama, skapa og apa þjóðlífið í blandi leiks og vinnu, losa ofhleðslu ytri áhrifa í umturni og mótun alls tiltæks efniviðar, einnig í teiknuðum táknum á blað. Og þar erum við stödd. Táknmyndagreiningin grípur inn á ævisvið sem ekki er tiltækt graphológíunni, árabilið 3—10 ára áður en skrift er lærð eða persónuleg einkenni skriftar mynduð. Táknmyndagreiningin er tiltæk strax og bam teiknar mynd af einhverju sem það hefur séð og táknar það eftir minni, fer ýmist um það miskunnarlausum skrípalínum af fullri einlægri alvöru og vandvirkni eða sýnir innstu geðhrif og reynzlu í varfærnislegum trúnaði eins og skyggna barnið er teiknaði sem sjálfsagðan hlut áru kringum hvert mannshöfuð og útstreymilínur sem granna þræði frá fingrum. Þau teikna drauma sína, ekki eingöngu framtíðaráætlanir og óraunhæfar hyllisýnir, heldur hrollvekjandi grýlur í ásókn frá liðnum næturmartröðum, svo angistin speglast enn í augum af endurminningunni einni. Þau teikna skrautuppdrætti og kalla þá „teppið hans Guðs,“ teikna mannlífsmergðina í ótæmandi litbrigðum, sjá heiminn með ungum augum, ferskum. Þau teikna sektar- drauminn þegar „ég ýtti vini mínum út af bryggjunni, hann var ekki drukknaður þegar ég vaknaði.” — Teikningin er stundum sem skriftastóll, játningin eyðir glæpnum. Læknar þeirra óþægilegu bama er ekki vilja samþykkja mannslög og venjur, nota sandinn. Þar er barnið óbundið og í vana- umhverfi leiksins, eyðileggingarþörf og hatur ryðst fram án þvingunar. Orlesturinn er öllu torræðari og að spyrja um merkingu táknanna býður blekkingunni heim. Mannskepnan hefur löngum reynt að gera sér veröldina viðráðanlega með seiðnum, galdrað í grjót og með lit ógnvaldinn, lífið, veiðidýrið, Guðinn, fengið þannig jafnvígis og kunnugleikakennd gagnvart ofureflinu. Nú erum við sjálf að verða okkar eigin áhætta, eyðileggingin kemur innanfrá, þar sem það stóra er orðið smátt og gildi brenglað. Sálin, hvað er það? Hún er hresst upp með vítamínum og hormonum og stungið upp í hana gerviefnadúsu á öld Gagaríns. Sálfræðingum tekst ekki að útskýra hana, erfðafræðingar gleyma henni oftast, uppeldisfræðingar eru í vandræðum með hana og guðfræðingar hafa misst vald sitt yfir henni. Á meðan vísindin leita að efnafræðiformúlu gægjumst við á einn sálarglugga eins og lögbaxmaðir homopatar, lesum ekki í lófa, lesum í myndir. Að lesa á milli lína er æft hugtak, bókstíll því betri að ei sé allt sagt, óhlutbundnar myndir vænar skoðandanum, sem getur skilið þær að þóknan sinni, spunnið þar með tvinnaðan og þrinnaðan lopaþráð spenntra tauga. Að lesa í teiknitákn barna er ólíkt. Þar eru lyklar sem Ijúka ekki upp augum skilnings fyrr en að liðinni langri reynslu. Án kunnáttu og varúðar getur slík greining orðið fullkomin fíflska, næstum háski að setja þetta á glámbekk. Þó svo sjálfsagt á þessari öld snöggbreytinga, að öll tiltæk hjálpargögn séu sett í hendur tippalanda. Samt set ég hér eingöngu dæmi um mjög venjulega virmu mjög heilbrigðra barna og vel þeirra vana-viðfangsefni, manneskjuna. Þessi dæmi eru öll mjög jákvæð en eingöngu persónulýsing líðandi stundar — það sem var í dag er annað að ári. ★ VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.