Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 39
Vfsníi- Mmkeppnin Mikil þátttaka var í visnasam- keppninni og bárust vísur frá fólki á öllum aldri, en auðvitað kom ekki til greina að veita verðlaunin nema börnum. Beztu visuna átti GuSni Kristjánsson, Grœnukinn 7, Hafnar- firði. Sú næstbezta var eiginlega heill bragur og var eftir Hjördísi Sigurbjörgu Matthíasdóttur, 12 ára, Túngötu 12, Siglufirði. Og þriðju beztu vísuna átti Anna Soffía Sverr- isdóttir, 10 ára, Vesturgötu 83, Akranesi. Það skal tekið fram, að þess var ekki krafizt að stuðlar og höfuð- stafir væru með, heldur einungis endarim. Guðna Kristjánssyni láðist að geta aldurs sins, en við gizkum á að hann sé svona 12 ára og hér eru visurnar hans: Syngdu fagri svanur minn syngdu um fögru fjöllin syngdu um haf og himininn syngdu um grænan völlinn. Syngdu um fjallavötnin blá syngdu um heiðarfriðinn syngdu um glaða silungsá syngdu um fossaniðinn. Þá er næst bragurinn hennar Hjördísar: Syndir vötn á silungsslóð svifur á vængjum breiðum syngur yndissólaróð svanurinn fram á heiðum. Svanurinn heiðar situr við lind sóliu um hádegið roðar hvern tind Frelsinu unir i fjallanna þröng af fögnuði syngur hann vorkvöldin löng. Syngur hjá blómum svanurinn sjá má undir vænginn indæll þar er unginn þinn og hans mjúka sængin. Svanurinn með söngsins völd svífur á vængjum breiðum sólskins fögru sumarkvöld syngur hann fram á heiðum. Hérna er svo þriðja bezta visan eftir Önnu Soffíu: Fljúgðu til mín svanur minn mig langar til að heyra fallegasta sönginn þinn hljóma mínu eyra. Þessi þrjú fá eins og áður er get- ið verðlaun og eru þau öll látin i té af Tómstundabúðinni, Austur- stræti 8. Þar er bæði vandað og fjölbreytt úrval af leikföngum og liefur mikil ánægja verið með verð- launin í síðustu samkeppni. Fyrst þurfa Kristján, Hjördís og Anna Soffía þó að snúa sér til Vikunnar, áður en þau geta farið niður í Tóm- stundabúð og náð í vinningana. " ' ^ 2- vf"['\ "^ 1.1V A KONAN YÐAR Fleiri og fleiri eignast einnig hin handhægu AUKATÆKI Drykkjablandari Sneiðari Kurlari EIGINMENN íslenzkar húsmæður sem nú eiga ömbeam hrærivél skipta þúsundum og ailar eru ánægðar vikan 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.