Vikan


Vikan - 23.11.1961, Síða 11

Vikan - 23.11.1961, Síða 11
hann. Hún leitaði hans þar til hún fann hann, jafn- vel þó að hún yrði að leita hans á allri þessari leið. Eitt sinn talaði hún um þetta og sagði: „Þetta er dálitið erfitt fyrir mig, Nonni minn. Þú er allt af hist og her. Stundum ertu upp í Öskju- hlíð, hist og her, í Skólavörðuholtinu hist og her, eða niður við sjó, hist og her.“ En ekki hætti hún samt að færa honum matinn. Þegar þessari vinnu lauk fór Jón í símavinnu, fyrst suður um Álftanes, síðan vestur á ísafjörð og aftur suður á bóginn. Iíaupið var 35 aurar um tímann og unnið var í tiu tima. Sjálfir áttu símamennirnir að liggja í tjöldum og borga fæði sitt. Allt var sparað. En svo kom að þvi, að þeir voru settir inn á hótel 1 Stykkishólmi. Þeir vissu að það var dýrt, en töldu að síminn myndi borga. Jón var með hest og vagn allt sumarið. Svo lauk vinnunni og Jón hélt til Reykja- víkur. Fyrsta daginn gekk hann um göturnar og skoðaði í búðarglugga. Hann hafði aldrei átt spari- föt. Hann stóð lengi við gluggann hjá Guðmundi Sig- urðssyni klæðskera á Laugavegi 10. Þar voru falleg blá cheviot-föt með skelplötum. Jón þóttist eiga all- mikið fé inni fyrir sumarvinnuna, en það hafði hins vegar ekki verið gert upp enn þá. Hann snaraðist inn í búðina og spurði hvað svona föt kostuðu. Þau kost- uðu fjörutiu krónur — og hann pantaði sér föt. Þetta var i mikið ráðizt. Hann beið svo eftir fötunum og loks voru þau tilbúin. Þau voru sett í fallegan pappa- stokk og hann labbaði með þau heim til sín. Svo var gert upp við hann — og þá kom i ljós, að hann átti lítið inni. Hóteldvöiina í Stykkishólmi varð hann sjálf- ur látinn borga. Hún kostaði kr. 3.25 á dag, en kaupið var kr. 3.50. Þá fór Jón að grenja yfir fötunum. Þarna liafði hann fallið í gildru. Hann gat ekki komið heim peningalaus, því að þar var beðið eftir sumarkaupinu hans. Hann greip þá til þess ráðs að fá hest og vagn og siðan tíndi hann grjót úr Skólavörðuholtinu, og var grjótið selt til byggingar þar sem nú standa villurnar — Þessa vinnu stundaði hann í fullan hálfan mánuð en þá var hann búinn að fá dálitla fjárupphæð. Engu hafði hann eytt, þvi að hann hafði fengið að liggja á góifinu hjá kunningjum sínum i húsi er stóð þar sem nú er Fálkinn. Nú fór hann að hugsa til hcimferðar. Hann komst í slagtog við bændur, sem voru á leið- inni austur með hestvagna. Hann fékk að láta dót sitt i einn vagninn, en sjálfur gekk hann alla leið og hélt á kassanum með fötunum undir hendinni. Enn var hann ekki farinn að fara í þau. Þegar heim kom, fékk hann föður sinum sumarhýruna. Þegar Pétur sá hve mögur hún var, varð hann dapur og mælti: „Það verður ekki mikið gert fyrir þessa aura, drengur minn.“ Þannig varð fyrsta ferð Jóns Axels út í heiminn. — Hún hafði reynzt honum erfið, en um leið lærdómsrik. Um veturinn komst hann á mótorbát. En hann vildi komast á skak og lét smíða sér forláta öngul, sem hann gætti eins og sjáaldurs auga sins. En ekki fékk hann að fara á skakið fyrir föður sínum, heldur setti Pétur hann á flóabátinn Ingólf, sem var i transsporti hér við flóann. Og á Ingólfi var hann i tvö ár. I þá daga þótti það hin mesta heppni að komast á Eimskipa- félagsskip, en þá var Eimskipafélagið að eins í byrj- un. Jón átti margar og strangar göngur til þeirra manna, sem þar réðu, og fékk loks viiyrði fyrir því, að fá pláss á Gullfossi. En úr vöndu var að ráða. Hann mátti ekki ganga atvinnulaus og þorði því ekki að segja upp á flóabátnum. Hins vegar mátti hann heldur ekki missa af Gullfossi þegar hann kæmi. Hann varð þó að segja upp og svo beið hann. Hann gekk alla daga meðfram höfninni, settist á stein, horfði út á sjóinn og beið. Og loksins kom skipið af hafi og hann réðist á það. Þá var hann á annað ár á Gull- fossi. Það var síðasta ár fyrra striðsins og var þá siglt á New York. Haustið 1918 innritaðist Jón í Sjómannaskólann, en þá skall spanska veikin á bæinn og skólinn starfaði skemur en ætlað var. Jón fór þá aftur á Gullfoss og var á honum til næsta hausts, en þá innritaðist hann aftur i skólann og lauk farmanna- prófi vorið 1920. Jón Axel var þá 21 árs og óróleiki i blóðinu. Hann vildi læra meira, kynnast öðrum siglingaþjóðum, læra tungumál og sjá heiminn. Hann og skólabróðir hans ákváðu þvi að freista gæfunnar erlendis. Þeir tóku sér far til Englands með enskum togurum. Jón kom til Fleetwood með hundrað krónur í vasanum og fór þaðan til Liverpool. Sagt er að dokkurnar í Liver- pool séu þrjátíu og sex km. að lengd og um þessa miklu hafnarbakka þrammaði hann daginn út og daginn inn og leitaði að piássi. En hann kom allsstaðar að lokuðum dyrum. Hann veifaði prófskirteini sinu fyrir framan nefin á skipstjórunum, en það hafði ekkert að segja. Þeim mun eltki hafa litizt á þennan lágvaxna mann, sem hafði stýrimannsskirteini en sótti um hásetapláss. Loks komst hann þó á skip. Þetta skip var um tólf hundruð smálestir að stærð og sigldi til ýmissa Evrópulanda. Meðal skipverja voru margir Arabar og reyndust þeir ágætir félagar. Á þessu skipi var hann í eitt ár, en siðan á nokkrum öðrum slcipum og loks réðist hann á norskt skip sem annar stýri- maður. Þá var ætlun Jóns að taka norskt skipsstjóra- próf og leita sér frama á norska siglingaflolanum, en þar kunni hann vel við sig. En þá bárust hqnum tiðindi að heiman. Faðir hans, Framhald á bls, 2(1.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.