Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 16
S O q U L O K Neeve gekk yfir torgiO og knúöi dyra að húsi Hannafins. Kona hans opnaöi fyrir henni. Dermot vafði Neeve örmum. — JEg verö að fara í nótt, sagði hann. — Ée veit þaö, svaraöi hún rólega. Hann þrýsti henni aö sér og kyssti hana. Hún varp þungt öndinni og hvíidi höfuðið við barm honum — t>ú kemur aldrei aftur, sagö hún. — Ég verð ekki nema ár i burtu — Þú kemur aldrei aftur. Ef við eigum að ná saman. verð ég að koma á eftir þér. Mundu að skrifa, hvað sem veröur. ■— Eg skrifa þér að minnsta kosti einu sinnl í mánuði, sagði hann og horföi 1 augu henni. Ég gleymi þér aldrel, Neeve. Hún þrýsti andlitinu að barmi hans og fól andlitið 1 hári hennar. Hann þréöi meir en nokkru sinni fyrr aö tjé henni hve heitt hann ynni henni, og á þann hátt, aö hún myndi þaö alla tíð. — Ég ann þér, hvíslaði hann. Ég ann höndum þínum, göngulagi þinu, íœðingarblettinum á vanga Þin- um, rödd þinni, augnabrúnum. . . ann þér íyrir þaö, aö Þú vilt að ég veröi •itthvað. . . . Neeve grét lágt. — Nei, Dermot, maelti hún biðjandi. ÞaÖ er nóg aö nóttin grætur. Hann reyndl að fá hana til að •leppa, en hún þrýsti sér þvi fastara aö honum. Enn iaut hann aö henni og kyssti hana; kysstí augnabrúnir hennar, vanga og varir og fann sölt tár hennar á vörum sér. — Vertu sæl, vina min, hvíslaði hann og ýtti henni mjúklega frá sér. Svo reikaði hann á brott, út í nétt- myrkrið og rigninguna. Hún lét hali- ast fram á borðið og grét. 30. McGinnis sat inni i vinnustofu sinni. þegai’ barið var harkalega aö dyrum. Hann spratt á fætur og opnaði. Maione kom inn og var auðsjáan- lega mikið niðri fyrir. — O'Neill er horfinn, mælti hann lágt. — Horfinn? endurtók McGinnls furðu lostinn og hleypti brúnum. — J4, horfinn, mælti Malone enn. Ég fór til að levsn Quinn af verði. en sá hánn hvergi þegar ég kom að vöruakemmunni, svo ég kallaöi inn um huröina. Hann svaraöi mér inni, og ég varö að brjóta upn dyrnar. Hann kvaö Ned O'Neill hafa komið og leyst Dermot úr fjötrunum. Quinn varð mér svo samferða nokkurn spöl, en allt í einu varð hann sem skelf- ingu lostinn, tók til fótanna og var horfinn út í myrkrið. McGinnis varð hörkulegur á svip- inn. — Og þetta er maðurlnn, sem við höfum treyst og trúaö, mælti hann hæðnislega. — Viö verðum aö handsama Der- mot. Hann sór, aö hann skyldi kæra okkur fyrir lögreglunni, sagði Mal- one, og hann var svo æstur að viö sjálft lá, aö hann hrópaði. McGinnis þaggaði niður S honum. — 1 hamingju bænum, þeir geta ver- ið á næstu grösum og heyrt til þin, sagði hann, Svo dró hann skúffu út úr áhaldaborðinu og dró up" úr henni tvær marghleypur. sem tvisti var vaf- iö utan um. Hann rétti Malone aðra marghleyp- una. — Sennilega reynlr hann aö komast é brott meö ellefulestinni til Applebridge. Þú feiur þig á bak viö vaLnsgeyminn á stöðinni, og ef þú sérð tii ferða hans þá . . . Hann kreppti fingurna eins og hann þrýsti á gikk. . . . Ef þú sérð ekki til ferða hans þar, skaltu vera á vakki við lögreglustöðina; það er ekki að vita nema hann hafi leitaö þar athvarfs, en ef þú verður hans ekki var, Þá komdu hingað aftur um tóiflevtið Malone rakti tvistinn utan af marg- hleypunni og stakk henni í kápuvasa sinn. — Hvað ætlastu sjálíur fyrir? — Ég verð á höttunum heima hjá honum. Það getur vel verið að hann hugsi sér að veröa heima i nótt og Ieggja svo af staö í fyrramálið. Hann er ekki hiö minnsta hræddur við okkur, og svo þrjózkur, aö hann fer fram því, sem hann ætlar sér. Heyrðu — þú kemur viö hjá Corrigan í leiö- inni og segir honum að fara hingað og bíða sendimannanna frá yfirher- stjórninni. Ég verö sjálfur kominn heim um tólfieytið, hvort sem ég hef fundið Dermot eöa ekki. McGinnis stakk hinni marghleyp- unni í vasa sinn. Svo hélt hann út á hæla Malone. Þar skildu þeir; Malone fór fótgangandi, en McGinnis steig á bak reiðhjóli sínu. Það ringdi enn, óg ‘>,eislinn frá reíö- hjólsglampanum megnaði ekki aö lýsa leiðina nema skamman spöl framundan. Þegar McGinnis ók fyrir horniö, sá hann aö stöðvunarmerki hafði veriö sett á veginn og stóöu þar tveir vopnaöir lögregluliöar á verði. McGinnis bölvaði lágt og steig af baki hjólinu, þegar hann nálgaðlst þá. Þeir kröfðu hann um persónu- skirteini, spurðu hann hvert hann ætlaði, virtust draga hinar röngu upplýsingar hans mjög í efa en létu hann þó fara leiðar sinnar eftir nokk- urt þref. McGinnis titraði og skalf af reiði og hatri, og það mátti ekki miklu muna, að hann drægi marg- hleypuna upp úr vasa sinum og hæfi skothríð á þá, fyrst hann var svo heppinn, að þeir leituðu ekki á hon- um og fundu vopnið. En hann stillti sig þó; þannig var það alltaf, hugsaði hann, fólkið þoldi allt og stillti sig i staö þess að láta hart mæta hörðu. Og nú virtist útséð um að ekki yrði neitt úr þvi að Þjóðverjar réðust inn i Bretland þetta árið. Það mundi kosta harðan aga að halda þjóðfrels- ishernum starfandi. Þess var þegar farið að gæta — framferði Quinns var ljóst dæmi þvi til sönnunar. Að vísu átti Dermot þar mesta sök, en hann skyldi ekki þurfa að kemba hærurnar. og síöan skyldi til tekið, þar sem frá var horfið. Það eina, sem Bretar skildu, voru byssukúlur, og byssurnar voru það eina ögunartækl, sem Irar sjálfir virtu. McGinnis kom nú heim undir túnið hjá O'Neill, og steig af baki hjóllnu. Hann svipaðist um. unz hann kom auga á hliðið, opnaði það og faldi hjólið að innanverðu við limagerðið. Svo gekk hann meðfram akbrautinni heim túnið, og leitaði loks fylgnis und- ir heygalta heima við bæinn, en þaðan gat hann bæöi séð inn um eldhúss- gluggann og út á akbrautina. Það var ljós i eldhúsinu, og hann miðaöi marghleypunni á gluggann, reiöu- búinn aö hleypa af, ef hann sæi Der- mot bregöa fyrir þar inni. En Patrick gamli var eina mann- veran, sem inni i eldhúsinu sást. Hann sat viö eldinn og las í dagblaöi. Þannig leið stundarfjórðungur, en bá brá Kathleen fyrir gluggann, þar sem hún gekk að eldstæðinu. Ebn Iiðu aö minnsta kosti tíu minútur, og McGinnis, sem var orðinn gegndrepa og skalf af kulda, þóttist þess nú full- viss að Dermot væri ekki kominn heim enn. Hann skreið því úr fylgsni sinu, gekk til baka meðfram akbraut- inni og beið Dermots fyrir innan hliö- ið. Innan stundar varð McGinnis að halda heimleiðis, til fundar viö menn- ína frá yfirherstjórninni. Hvinur frá járnbrautarlest rauf þögnina og fjar- lægöist . . . skyldi Dermot hafa kom- izt með henni? McGinnis stappaði niður fótunum og reyndi aö halda á sér hita. Hann heyröi bíl nálgast eftir þjóöveginum, en hann ók framhjá til bæjarins, kannski voru þeir frá yfirherstjórn- inni þar á ferð. Enn leiö nokkur stund. Þá sá hann allt i einu örlitla ljósglætu nálgasl utan úr myrkrinu; það var auðsjáan- lega ijós á reiðhjóli, og McGinnis dró marghleypuna aftur upp úr vasa sín- um, spennti gikkinn og beið. Ljósið nálgaðist enn og stækkaði, beygði inn á akbrautina heim að hliðinu og þar steig hjólreiðamaðurinn af baki. Nú bar McGinnis kennsl á regnkápu Der- mots; hélt niöri í sér andanum, mið- aði marghleypunni og þrýsti á gikk- inn. Skothvellurinn var ekki hljóðn- aður i hlustum hans, þegar hann heyrði lágt vein; reiöhjólið féll flatt á akbrautina, og hann sá ógreinilegan skugga hallast upp að öðrum hliöar- staurnum. I reiðiæöi hóf hann marg- Hér birtist sjöundi oq síðosti hluti þessatnt kvikmyndnsögu. Myndin vetð- ur síðnn sýnd í Trípólíbíói. A næstunni birtist í Vikunni ný kvikmyndasaga: Með lausa skrúfu Sagan hefur vakið mikla athygli erlendis og aðalhlutverkið leikur Frank Sinatra. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.