Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 9
Hann hafði lengi drejmt nm að eignast þennan traktor og honum fannst lífiö brosa við ar venjulegu, sígildu spurningar, hvort hann væri ati hára ennþá og hvort hann vonaðist ekki eftir bata áður en langt um liði og Mundi var að hára og hann vonaðist eftir bata og svo ók hann aftur af stað. í>að var orðið kvöldsett og byrjað að rigna, ofur fíngert og rólega eins og stundum rignir á vorin. Hann ók fram á þá í hvamminum hjá gljúfrinu. Þeir veifuðu og hann sá, að þeir höfðu uppi pela svo hann nam staðar. Sumir voru heildsalar, skildist honum. Aðrir gátu verið út- gerðarmenn eða jafnvel bankastjórar eftir útlitinu að dæma. Þeir voru ríðandi og höfðu hestasvein til að annast um strokna og striðsalda gæð- inga, meðan þeir staupuðu sig. Þeir voru allir talsvert i þvi. — Bjóðiði manninum helvitis grút- arnir ykkar, sagði einn; — hvort hann vildi ekki þiggja einn gráan af stút? — Jú, Mundi i Hólum hafði aldrei tárinu neitað. Þeir sögðu honum að spara ekki dreitilinn, það væri nóg meðferðis. — Þú ert á splunkunýjum traktor, sagði einn burgeisinn. — Ég var að kaupa þetta, sagði Mundi og rétti frá sér fleyginn. — Maður verður að endurnýja þetta öðru hvoru. — Hvað gefið þið fyrir svona verk- færi, sagði sá, sem leit út fyrir að vera útgerðarmaður ? — Hann var nú ódýr þessi; eitt- hvað rúmlega hundrað þúsund. Þeir eru miklu dýrari hinir tveir, sem ég á heima. Ég ætla rétt að hafa hann handa krökkunum til að skjökta á. Hann vildi sýna útgerðarmanninum, að það gæti verið útgjaldasamt við landbúnað. Mundi hafði varla sleppt orðinu, þegar einhver hnippti í hann og sagði honum, að traktorinn væri að renna. Hann hefði víst ekki athugað að skilja hann eftir í gír. Hann tók æð- isgengið viðbragð ofan úr hvamm- inum, yfir veginn og náði með annari hendinni i aurbrettið. Ótal svip- myndir fóru eins og lei-ftur gegnum huga hans á þessu augnabliki og hann sá fyrir sér gljúfrið og hylinn og víxilinn og bankastjórann og kon- una og sjálfan sig. Hann rak hælinn á stígvélinu sínu ofan. í svörðinn á gljúfurbruninni, beit saman tönnun- um og gaf frá sér skerandi örvænt- væntingaróp þess er misst hefur allt, þegar hann fann, að fóturinn kilcnaði i spyrnunni og höndin lét undan of- ureflinu. Hraðinn á traktornum var orðinn of mikill til þess að hann megnaði að koma í veg fyrir slys og hann sleppti af honum hendinni um leið og hann stakkst framaf gljúfur- barminum. Það blæddi undan nögl- unum og hann heyrði málmhljóð og brak, þegar traktorinn kom niður á stallinn fyrir neðan, slðan á næsta stall og loks heyrði hann skvampið, þegar hann lenti I ánni. Síðan ekk- ert meir. Þeir höfðu rekið upp óp og hlaup- ið á eftir honum, litið framaf barm- inum og sumir virtust nú næstum ódrukknir. Þeir litu hver á annan og ypptu öxlum. — Fjárans óheppnl. Hvað kom elg- inlega fyrir? — Hann gleymdi vlst að setja traktorinn I glr. — Varst það ekki þú, sem kallaðir I hann? — Sá er góður. Eins og það skipti einhverju máli. Varst Það ekki þú, sem gafst honum i staupinu? — Djöfuls vitleysa. Þú heldur kannske, að þú getir komið þessu á mig. Ef hann ... ____________ — Hollkjaft eða ég gef þér einn gúmoren hérna framaf. — Blessaður láttu ekki nokkurn mann heyra annað eins. Hvað ætli þú getir. Þú ert orðinn fullur. — Fífl, þú ættir að sjá sjálfan þig. — Eruð þið orðnir vitlausir eða hvað. Ég er ekki kominn hingað til þess að hnakkrifast um ekkert. Ég er farinn. Það var einn heildsalinn, sem mælti og í þeim töluðum orðum snaraðist hann á bak og reið burt. Hinir fylgdu á eftir. Hann verkjaði ákaflega í höndina þar sem hann stóð einn eftir á gljúf- urbarminum með óminn af orðum þeirra í eyrum sér. Það varð allt ó- raunverulegt fyrir honum, líkt og i draumi og hann horfði i leiðslu á fagurrautt blóðið, sem rann undan nöglunum og niður eftir buxunum hans, meðan jódynurinn fjarlægðist unz hann hvarf með öllu. Þá var bara hann og gljúfrið eftir og sársaukinn, sem fyllti huga hans. Hann skynjaði veröldina mjög óljóst, en eftir drykklanga stund kom hann t.il sjálfs sín og sá förin eftir nýja hjólbarðana framaf brúninni og hann tyilti sér á tá og gægðist framaf hengifluginu. Svo gekk hann heim- leiðis og það rigndi ííngert og rólega eins og stundum rignir á vorin. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.