Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 26

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 26
r ■ i • nýtt lom auðveldar hárlagninguna Hárið verður glæsilegt GREITT í LöKKM HÁRIÐ HELDUR SÉR MJÖG VEL MILLI ÞVOTTA LLAR VILJUM við að hárið ^ verði eins og það er lagt og haldist þannig milli þvotta. Ef við breytum hárgreiðslu, þá þarf nýja greiðslan að endast vel. Þess vegna er nauðsynlegt að fá sér perm og og það er TONI sem leysir galdurinn. EVEN-FLO hár- liðunarvökvinn er það eina, sem gevir lagninguna auðvelda. Setur glæsibrag á hárið. Svo auðvelt. Fylgið aðeins hin- um einföldustu leiðbeiningum, sem eru á íslenzku, og hárlagningin verður fullkomin, og endingargóð. Super fyrir erfitt hár. Regular fyrir venjulegt hár. Gentle fyrir auðliðað hár. Veljið TONI við yðar hæfi. í ALDARSPEGLI. Framhald af bls. 11. sem hafði átt við vanheilsu að stríða lengi, var látinn. Jón vissi, að mikil þörf var fyrir hann heima. Hann sendi móður sinni allt það sem hann hafði handa á milli, en hélt síðan til Kanp- mannahafnar peningalaus. Honmn tókst að fá hásetapláss á leiðinni heirri. Um haustið flutti móðir hans með börnin til Reykjavikur, en Jón hafði þá undirbúið komu þeirra hingað. Enn réðst Jón Axel á Gullfoss og var á honum til ársins 1925, að hann var ráðinn hafnsögumaður. Gengdi hann þvi starfi í tvo áratugi, að und- anskildu einu ári, sem hann var framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands og Alþýðuflokksins, sem þá voru félagsleg heild. Strax eftir heimkomuna hóf Jón Axel Pétursson afskifti af verka- lýðsmálum og stjórnmálum. Hann var eldheitur baráttumaður og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. I>á voru taunadeilur tíðar og átök mikil. Hann stóð í striði með verka- konum í hinni söguríku garnadeilu þegar Sambandið neitaði að semja við verkakonurnar. Þá réðst hann inn um glugga ásamt verlcakonum og stöðvaði verkfallsbrjóta. Hann lagði þá nótt við dag og var alltaf fremst- ur þegar eitthvað var að gerast. Hann varð snemma í kjöri til bæj- arstjórnar fyrir hönd flokks síns og sat í bæjarstjórn og bæjarráði í tuttugu ár, og síðustu allmörg árin sem forystumaður flokksins. Hann lét sig fyrst og fremst skipta at- vinnumál og þá helzt útgerðarmál- in, — og átti mikinn þátt i því, að stofnað var til Bæjarútgerðar Reykja vikur. Það vakti fyrst og fremst fyrir þeim, sem mest börðust fyrir bæjar- útgerð togara, að hætt yrði klaka- högginu, sem var fyrir löngu orðið illfrægt, en var atvinnubótavinna kölluð, en í stað þess yrðu gerð út skip og reynt að bæta úr atvinnu- leysinu á þann hátt. Loks fór svo að málstaður Jóns Axels sigraði, en þá lauk atvinnuleysinu af öðr- um ástæðum. Jón hafði allt af verið harðskeyttur andstæðingur, en gjör- hugull og heiðarlegur. Sannar það bezt, að flokkurinn, sem Jón hafði alltaf barizt við í bæjarstjórn, en réði lögum og lofum, fór þess á leit við hann, að hann gerðist annar af tveimur framkvæmdastjórum fyrir- tækisins. Má og segja, að fáir menn höfðu eins mikið vit á útgerðarmál- um, og mjög fáir annað eins slarfs- þrek og hann. Það reyndi og á þetta hvorttveggja, því að erfiðleikarnir komu fljótt í Ijós. Jón samdi ásamt fleirum um smiði bæjartogaranna og stýrði öllum aðgerðum af frábær- um dugnaði. Eru til ýmsar sögur um það, sem ekki er rúm til að rekja. En það lýsir árvekni hans vel, að hann lét allt til sín taka: meðferð á matvælum um borð, starfshætti skipshafna, verkun aflans og bók- staflega allt annað frá hinu smæsta til hins stærsta. Hann og þeir félag- ar, komu upp hinni miklu fiskverk- unarstöð bæjarútgerðarinnar við Grandaveg og hann tók við Fiskiðju- veri ríkisins, en Bæjarútgerðin keypti það. Um leið má segja, að flestu hafi verið bylt við þar innan dyra- og margar nýjungar teknar upp. Frægust er sagan af vélamis- tökunum í Þormóði goða. Það voru 26 vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.