Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 5
f fullri alvoru; an að er grefa Nniát t ** „Gaman er aS gefa smátt, að gamni sínu á jólunum,“ kvað skáldið fyrir nokkrum áratugum og lét fylgja jólagjöf. Og ósjálfrátt vaknar hjá manni grunur um, að hann lrafi með hendingum þessum viljað afsaka það, að hann skyldi ekki geta gefið stærra. Það væri annars ekki með öllu ófróðlegt að efna til skoðanakönn- unar meðal almennings þessa mán- uðina, varðandi þennan visustúf, komast að raun um hve margir vildu skrifa undir það, að „gaman væri að gefa smátt, að gamni sínu á jólun- um.“ Ég geri ekki ráð fyrir að þeir yrðu margir. Væri hendingunni hins vegar breytt, syndgað gegn stuðlum og hrynjandi og sagt sem svo, að gaman væri að geta geíið smátt, mætti gera ráð fyrir að útkoma skoðanakönnunarinnar yrði eitt- hvað önnur — en þó því aðeins að ekki þyrfti að leggja nafn sitt við svarið. Fólk skammast sín nefnilega fyrir að gefa smátt. Allur almenningur er haldinn þeim heimskulega misskiln- ingi að móttakandi gjafar meti vin- arhug gefandans i sinn garð í krónu- tali, eða eftir verðmæti gjafarinnar, og vili þvi hafa gjöf sina sem stærsta. Gætir þess ekki að það er beinlínis móðgun við þiggjandann að ætla honum slikt. Um leið gerir gefandinn sig beran að þvi lágkúru- legasta mati á vináttu sem hugsazt getur, enda mun margur hafa fengið að sanna að litt væri treystandi þegar á reyndi þeirri vináttu, sem keypt var óhófsgjöfum, og er það i rauninni engum nema mátulegt. Annað er það einnig, sem þessu óhófi veldur — margir gefendanna álita, að aðrir telji verðmæti gjafa þeirra mælikvarða á efnahag og þjóðfélagslegan frama, og gefa því sem stærst til að auka á gjaldtraust sitt og ímyndaða virðingu, og aldrei stærra en þegar þeim finnst halla undan fæti fyrir sér, efnahagslega eða virðingarlega. Á þessum grund- velli er svo efnt til einskonar kapp- hiaups í gjafabruðlinu, sem háð er af slíku fyrirhyggjuleysi og miskunn- arleysi, að fólk oíbýður efnahag sinum ef því er að skipta, heldur en að „hleypa“ öðrum þar fram úr sér; það mun meira að segja algengt, að það taki fjölskylduna marga mán- uði að koma efnahag sinum i horf eftir ofreynsluna i jólagjafakapp- hlaupinu. Vissulega er einnig það viðkomendum mátulegt fyrir heimsku sína, en þó ber þess að gæta að almennur hugsunarháttur er svo afvegaleiddur orðinn, að það skal sterkari skapgerð tii, en venju- legu fólki er gefin, að koma sér lijá þátttöku i þessari heimskulegu keppni. Það gerir og keppni þessa i senn bæði enn lieimskulegri og skað- legri, að þar er aldrei um neinn endanlegan sigur að ræða heldur stöðugan ósigur allra aðila, því að hver stór gjöf um þessi jól táknar það, að gefa verður aðra stærri um næstu jói; hver efnakagsskerðing um þessi jól krefst enn meiri og langæari efnahagsskerðingar um þau næstu. Það er þvi ekki að undra þótt margur maðurinn kviði jóluuum og hafi litla gleði af þessari hátið gleðinnar, sem varla getur kallazt réttnefni lengur eins og allt er í pottinn búið. Þetta gjafaókóf á ekkert skylt við gleðina af að gefa — þvert á móti verður hver gjöf, þegar út i kapphlaupið er komið, hermdargjöf, bæði gefanda og þiggjanda, sem veldur báðum á- hyggjum. En það er tómt mál að tala um þetta. Jólagjafakapphlaupið er orðið eitt af okkar þjóðfélagsmeinum, sem ekki verður upprætt nema alger hugarfarsbreyting komi til. Og það er hætt við að hún láti á sér standa. ... -fc fræði og efnafræði er þá að vissu leyti talið til stærðfræðilegra náms- greina. Nemendaflokkur, sem lærði algebru af raíeindaheila i nokkra mánuði reyndist skara fram úr öðrum — og eldri flokki — sem numið hafði sömu námsgrein á „venjulegan“ hátt í tvo vetur. Til- raunir með spænskunám hafa sýnt, að rafeindaheilakennslan sé allt að því lielmingi skjótvirkari en nokkur eldri kennsluaðferð. Að sjálfsögðu kemur engum til hugar að rafeindaheilarnir geti leyst kennarana algerlega af hólmi. En hitt er þegar talið vist, að þeir geti auðveldað þeim kennsluna svo mjög, að hver einn kennari geti kennt margfalt fleiri nemendum með aðstoð þeirra, þar eð starf hans verði einkum fólgið i yfirumsjón með náminu og heildarleiðbeining- um, en ekki upptugguskýringum á einstökum atriðum. Og það verður auk þess mikið og vandasamt verk að skipuleggja kennsluna og búa verkefnin í „hend- ur“ rafeindaheilunum, og það verk verður ekki unnið af öðrum en reyndum og lærðum kennurum. En um leið opnast þá lika leið til þess, að lærdómur þeirra og hæfileikar komi öllum nemendum að gagni, þannig að þeir eigi allir kost á hinni fullkomnustu kennslu i sinum náms- greinum. Heimssýningin í Moskvu 1967. Ákveðið hefur verið að efnt skuli 41 heimssýningar i Moskvu að sex árum liðnum, og verður hún hliði stæð heimssýningum þeim, sem stóðu i Brússel og New York á sín- um tíma — nema hvað hún verðui vitanlega enn stórkostlegri. Undirbúningur að sýningunni er þegar hafinn. Tveim kunnum rúss- neskum verkfræðingum, B. Rubenko og F. Rozanow, hefur verið falin þar forysta fjölmennrar sveitar alls- konar sérfræðinga, og er starf þeirra þegar það langt komið, að sýnt hefur verið líkan af byggingum Framhald á bls. 38. rússnesku hjólbarðarnir eru mikið endurbættir og hafa unnið sér, verðugt lof þeirra bifreiðaeigenda sem oft þurfa að aka á misjöfnum vegum eða hreinum vegleysum, slitþol þeirra er ótrúlegt, enda er bæði efni og vinna miðað við að framleiðslan sé betri en áður þekktist. Munið að spyrja þá, sem reynzlu hafa af þessum frá- bæru hjólbörðum einmitt hér, við hin erfiðu skiljTði, í landbúnaði, þungaflutning- um og einkaakstri. BETRA VERÐ - MEIRI GÆDI MARS TRADING COMPANY Klapparstíg 20 - sími 17373. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.