Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 8

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 8
Það var orðið áliðið dags, þegar hann ók út úr þorpinu. Hann sat þráðbeinn í sætinu á nýja traktorn- um og hélt fast um stýrið; það var rauðlakkað og fínt og benzínþefurinn kom fyrir vitin á honum svo hann lygndi aftur augunum og dró andann djúpt. Hann tók í hattbarðið, dró það niður að framan og ók f fyrsta gír, hægt og virðulega. Á leiðinni út úr þorpinu fór hann framhjá vegavinnumönnum og jók benzíngjöfina. Þeir litu ekki við, bölvaðir. Hann hætti við að heilsa þeim og minnkagi benzfnið aftur og hugsaði með sér, að hann gæti aukið það. þegar hann færi framhjá upp- bæjunum. Þeir mættu gjarna lita upp, begar hann æki framhjá, Hólahónd- inn. Hann hafði búizt við þvf að það yrði mýkra að aka þessum traktor; nú fann hann að það voru ekki fjaðrir á honum. kannske var það ekki vana- legt. Það væri lfka sjálfsagt vegfn- um að kenna, hvað hann var hast- ur; á beina veglnum uppl á mýrinni mundi hann geta sett I annan gfr og hjartað í honum sló örlítið örara við tilhugsunina. Hann sá fyrir sér veg- inn alla leið upp að Hólum og hon- um fannst vafasamt, að hann gæti ekið i öðrum uop heiðina, þar sem vegurinn var niðurgrafinn og bugð- óttur. en hann mundi aka rösklega i noilana og hann sá fyrir sér, hvernig skollit.að vatnið skvettist á báða bóga. Konan vissi ekki, að hann hafði farið þessara erinda niður í pláss. Hann vissi heldur ekki, hvernig hún mundi taka bvf. Hún hafði stundum sagt. að búið bæri ekki annað eins stáss og nýjan traktor, þá sjaldan hann hafði hreyft hugmyndinni við hana. Hann mundi gera eitthvað til bess að gleðja hana, þegar heim kæmi, til þess að hún væri ekki að þrasa út af þessu alla daga. Hann gæti til dæmis lofað henni saumavél eftir förgun f haust. Jú, það væri hreinasta snjallræði að lofa henni saumavél. Hann hafði búið f meir en áratug án þess að eiga troktor, þegar allir áttu einn í nágrenninu og sumir tvo; hann hafði stundum fengið þá til hjálpar, en kunni aldrel vi?J það. Var líklega of stór f sér til þess. Hann skyldi sjálfur, að þetta var meira virðingaratriði en nauðsyn. Nú mundi hann geta litið framan f þá með fullri einurð. Það var beinlínis spurning um að halda andlitinu, — ekki knýjandi þörf að öðru leyti, en konan mundi líklega aldrei skilja það sjónarmið. Svo var hann á beina veginum uppi á mýrinni og hann varð bæði alvar- legur og hátíðlegur þegar hann kúpl- aði og rak f annan gír. Það brakaði svolitið, svo tók vélin heljarmikinn kipp og hann rykktist aftur í sætinu. Það mundi ganga betur næst. Það var orðið langt síðan hann hafði tekið f traktor. Það var fyrir nokkrum árum, að hann fékk að taka f hjá stráknum sem herfaði flögin fvrir ræktunarfélagið. Hann hafði alltaf verið mjög heillaður, þegar ræktunarfélagstraktorinn var hjá honum og þá hafði hann gengið hring eftir hring á eftir honum og vaðið moldina f mjóalegg Þar til hann þreyttist. Honum hafðl Ifka fundizt olfu- og benzínþefurinn mjðg áfengur og hrffandi og nú átti hann sjálfur sinn þef; gat haft hann f vitunum alla daga og gengið með olfu á hönd- unum eins og strákurinn að sunnan, sem herfaði flögin. Mundi f Hóium brosti við þessa hugsun og hallaði sér ögn til hliðar til bess að horfa á. hvernig hjðlin snerust og honum kom f hug vfxill- inn og bankastjórinn og hvernig hann reddaði þvf f haust. Hann hafði farið í sjoppuna niðri f olássinu osr fengið sér vindil og skrifað nafn sitt nnkkuð stðrkarlalega í bókina f bankaútibúinu. Það voru tveir á undan honum; útgerðarmaður og vörubílstióri, báðir úr plássfnu. tipir höfðn ekki skrifað nöfn sfn mjög stórkariaiega í bókina. Hann var svo- Iftið órólegur meðan hann beið og svo hafði röðin knmið að honum og hann púaði vindilinn, þegar hann gekk inn. — Guðmundur f Hólum, jú, banka- stjórinn hafði heyrt hans getið og spurði hann meira að segja um veiff- ina í ánni og var almennilegur. Hann hafði verið dálítið taugaóstyrkur framan við þetta feiknarlega efkar- skrifborð og svaraði bankastjóranum stuttaralega um laxinn, — Það værf hrelnt ekki neitt nú orðið, tæki varla að minnast á það. Svo hafði hann talað um traktorinn, sem værf nú loksins kominn og væri nú þarna á planinu hjá kaupfélaginu. Það voru sjötfu þúsund. sem hann vantaði. Bankastjórinn hafði hallafj sér aft- ur á bak I sætinu og horft á hann. Líklega hafði hann verið klaufi. Kannske hefði hann átt að tala meira við bankastjórann um veiðina I ánni og láta drýgindalega yfri henni; jafn- vel bjóða bankastjóranum að koma uppeftir við tækifæri og renna. Bankastjórinn hafði spurt um láns- tima og veð og hann hafði hugsað sér að borga helminginn, þegar hann fengi fyrir lömbin í haust og hinn helminginn að ári, ef guð lofaði. Hann hafði ætlað sér að vera dá- lítið kærulaus og láta sem þetta skipti sig ekki miklu máli, en það hafði runnið af honum móðurinn og hann hafði meira að segja verið mjög auð- mjúkur. Satt bezt að segja, þá sá hann svolítið eftir þvi, hversu auð- mjúkur hann hafði verið. Svo var betta með veðið, hann hafði nú ekkf beinlfnis hugleitt það og vildi þar að auki komast hjá því að tefja menn frá vorönnum með því að láta Þá skrifa uppá víxla. Bankastjórinn hafði látið bað gott heita og hann hafði fengið eigin vixil með veði I jörðinni. Vegurinn upp heiðina var mjög hiykkjóttur og vondur og hann hafði bremsað og sett aftur f fvrsta gfr. Hanu var f góðu skapi og söng; hafði tekið Áfram veginn eins og Stefán ísiandi og var að bvrja á Hraustfr Tueun. begar hanu sá Vaida f Botni ueðan v'ð trtnhliðið. Haun hætti að svnvta og jók benzíngjöfina sfðasta sprettinn. — Það er aldrei bú hefur undfr bér. Mundi. Varstu að kaupa hann bennan? Hann bremsaði og minnkaði bpnzínið. — O. ég var að Þvf, já, sagði hann og sletti f gðm. —- Ja. mikill asskoti. lasm. Þú hef- ur aldeilis orðið að taka út úr þeirri stðru. — Einn traktor, hvað er það nú til dags? Hann tók upp tvlst og burrkaði aurslettur af hliðunum og bóttist skrúfa eitthvað, sem hann vissi ekki vel, hvað var. — Og þú hefur fengið vfxil væntf ég? — Sjálfsagt, ef ég hefði viljað. — Ja, þeir geta það þessir. — Nú, maður býr ekki á laxveiði- jörð fyrir ekki neitt. — Satt er það, og hefur liklega ekki verið lengi úr neðra. — Onei, réttar fimm mínútur. Fór Þetta allt I þriðja gir. Svo komu þen- 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.