Vikan


Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 23.11.1961, Blaðsíða 29
l^Sl í. Það er bæði hagkvæmt og ánægjulegt fyrir ykkur að útbúa sjálfar fatnaðinn, sem þarf til jólanna. Við höfum á boðstólum tsekin og.efnin, sem þarf lil þess. SINGER-prjónavélar og mikið úrval af prjónagami SINGER SLANT-O MATIC saumavélar BUTT'ERICK-snið og fjölbreytt úi'val af efnum til að sauma úr. 4 'ioLimar HrútsmerkiÖ (21. marz—20, apr.): Þú skalt ekki leggja í nein stórfyrirtæki í vikunni. Þú ert með ótrúlegustu hugmyndir i kollinum, og væri mið- ur, ef þú hrintir einhverju af þessu í framkvæmd. Það virðist bera talsvert á þessu í fari þínu und- anfarið Þú nennir beinlínis ekki að hugsa fyrir endann á neinu þvi, sem þú byrjar á. Fimmtudagurinn verður ein- kennilegur dagur. Heillatala 3. Nautsmei'kiÖ (21. apr,—-21. maí): Þú munt kynn-, ast persónu í vikunni, sem á eftir að hafa mikil áhrif á gerðir þinar í framtíðinni — a.m k. nán- ustu framtíð. Þessi persóna ætti að hafa góð áhrif á þig á ýmsum sviðum, en Þú verður að varast að fylgja henni í blindni og fara eftir öllu því, sem hún býður þér. Tvíburamerki (22. mai—21. júní): Þetta verður mikil heillavika, einkum fyrir ungt fólk undir tvítugu. Miðvikudagurinn getur þó orðið öllum dálítið varasamur, því að þá steðja að alls kyns freistingar. Vinur þinn er í vanda staddur, og getur þú einn orðið að bjarga honum úr þessum ó- göngum, og þú skalt láta verða af því, áður en það er um seinan. Krabbamerkiö (22. júni—23. júlí): Þú ferð lík- lega að heiman í vikunni og getur þetta smá- ferðalag haft talsverð áhrif á framtíð þína — og það góð áhrif, ef þú heldur vel á spöðunum. Þetta verður stutt ferðalag — kannski kemur bú heim samdægurs. Það sýnir einhver, að hann öfundar þig, og þú verður áþreifanlega var við þetta en þú skalt láta, sem þú takir ekki eftir þessu. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þetta verður einkennileg vika í flesta staði — einkum hvað snertir öll hjartans mál. Þú skalt sem sagt fara að öllu með gát og ekki gera neitt það, sem er á móti samvizku þinni og skynsemi. Tilfinn- ingahiti gæti leitt þig út í alls kyns ógöngur. Föstudagurinn er mikill hamingjudagur fyrir gift fólk. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—-23. sept.): Þú skalt fara varlega með peninga i vikunni. Á vinnustað ger- ist atvik, sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Þótt þú eigir eiginlega engan þátt i því, sem þar gerist, munt þú einhvern veginn flækjast inn i þetta mál, þótt þér sé það þvert um geð. Heillatala 5. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú ert eitt- hvað undarlegur þessa dagana, og stafar það af einhverju, sem gerðist i vikunni sem leið. Sann- leikurinn .er sá, að þú þarft siður en svo að hafa áhyggjur út af þessu. Þér verður gefin lítil g.iöf i vikunni, sem þér mun þykja mjög vænt um, þótt ekki_sé hún ýkja verðmæt. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þetta er vika mikilla öfga. Þú ert ekki fyllilega sjálfum þér samkvæmur í þessarri viku, ýmist gerir þú það. sem þú gagnrýnir hvað mest í fari annarra, eða þú lætur hjá líða að gera það, sem þú telur í sjálfu sér skyldu þina. Hafðu samt engar áhyggjur út af þessu hugarástandi þínu, því að í vikulokin gerist eitthvað. Bogamannsmerlciö (23. nóv,—21. des.): Liklega verður einhver til að valda þér sárum vonbrigð- um í þessarri viku, en hann mun bæta þér það upp, svo um raunar, áður en langt um iíður. Eitt áhugámál þitt verður til þess að þér býðst gott tækifæri, sem þú getur tímans vegna ekki nýtt þér um stúndársakir, en þetta mun standa þér tii boða um hríð. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan ): Heima við ger- ist eitthvað, sem kemur heimilisfólkinu úr jafn- vægi.og líklega átt þú einhverja sök á því. Þú getur þó hæglega bætt. úr Þessu, og veiztu. bezt sjálfur á hvern hátt. Kvöldin verða mjög ánægju- ieg i vikunni, en ekki verður sama sagt um morgnana, þvi að þeir verða óvenjudauflegir. Vatnsberamerkiö (21. jan. -19. feb.): Hegðun þin í vikunni virðist benda til þess að þú sért óvenju- gleyminn, en sannleikurinn er sá, að þú vilt ekki muna þetta, sem þér ber að muna. og er ljótt, til þess að vita, þvi að þú veizt,- að þetta hit.nar illa á öðrum. Vinur þinn gerir þér ómet.anlegan greiða í vikunni, og verður það til bess að þú kynnist nvi- um kostum i fari hans. Fiskamerkið (20. feb. 20. marz): Þú virðist ætla að láta smámuni angra þig í þessari viku, sem verður því heldur ömurleg fyrir þig og þína. Úr þessu rætist þó von bráðar. Þú færð skemmtilega hugmynd í vikunni, sem þú skalt strax reyna að hrinda í framkvæmd, því að eftir svo sem viku er það um seinan.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.